Þeir Alþingismenn er samþykktu Icesave samninginn um áramót hafa lýst sig vanhæfa til að verja hagsmuni Íslands.

Það er alveg makalaust að heyra ákveðna stjórnmálamenn tala nú um að raunhæft sé að ná betri samningum um Icesave. Menn eins og utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson sem gerði allt sem í hans valdi stóð til að þvinga samninginn í gegn og gerði allt sem hann gat til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn.

Nú er það að sýna sig að það ætlar að vera hin mesta blessun að almenningur í landinu hefur meira undir sér en afdankaðir og vanhæfir stjórnmálamenn. Í því ljósi er ótrúlegt að heyra eintaka stjórnmálamenn voga sér að tjá sig eftir að hafa verið vitni að því að þessir sömu aðilar hömruðu á því að koma fyrri Icesave samningi í gegnum þingið. Hömruðu svo á því að þeir, í algerri heimsku sinni sem fyrr, reyndu hjáróma að koma inn ótta hjá þjóðinni um að allt færi hér til fjandans nema samþykkt yrði og “þó fyrr hefði verið” eins og spjátrungurinn Helgi Hjörvar sagði í ræðustól Alþingis.  Allir þessir aðilar vildu alls ekki að þjóðin fengi að tjá sig um þennan vonda samning vegna þess að allir vissu að þjóðin myndi fella. Nú þegar forseti Íslands þorði að taka af skarið og veita þjóðinni sjálfsagðan rétt til að tjá sig, koma ræflarnir fram og vilja nú tjá sig um betri samning, sem þeir koma fram, án þess svo mikið sem að skammast sín, og segja að “allar líkur séu á að hægt sé að fá betri”?!?.

Hvað er í gangi?

Það er sjálfsögð krafa að þeir ræflar sem ætluðu að þvinga vondan Icesave samning í gegnum þingið segi tafarlaust af sér þingmennsku. Þeir hafa lýst sig algerlega vanhæfa til að vinna að hag lands og þjóðar með því að styðja og samþykkja samning sem nú er að sýna sig að ekki er mikið mál að fá bættan – og það til muna. Það er eftir því tekið og viðurkennt að samningsstaða íslendinga er betri vegna þess að forseti vísaði málinu til þjóðarinnar. Þannig hafa allir þeir þingmenn sem hafa greitt atkvæði gegn því, og talað gegn því, að málinu sé vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu hreinlega unnið gegn þjóðinni beint og óbeint.

Ætlar þú góði íslendingur að láta endalausa vanhæfni yfir þig ganga? Þá sömu vanhæfni og leiddi til hins mikla efnahagshruns og efnahagsóstjórnar sem við höfum þurft að þola?

Hafa ekki þeir Alþingismenn sem greiddu atkvæði með hinum vonda Icesave samningi gefið það upp að þeir hefðu gjarna látið þær hörmungar yfir þjóðina ganga ef að þeir hefðu ekki verið stöðvaðir af þjóðinni og Forseta? Sjá menn það ekki að sú afgreiðsla á Icesave óhróðrinum eru enn ein mistökin í anda þess er leiddi okkur í þann vanda sem við er að eiga?

Eiga þeir aular bara að fá að sitja enn á þingi eins og ekkert sé? Til að gera enn ein mistökin ? Hvað í ósköpunum þarf til til að þessir vesalingar fari frá?

Ef að íslendingar fá betri samning en þann sem Alþingi samþykkti um áramótin síðustu hafa allir þeir alþingismenn sem samþykktu þann samning lýst sig vanhæfa – það segir sig sjálft.

Góðir íslendingar – látum ekki aumingjaskapinn endalaust yfir okkur ganga, nú er nóg komið!

 

Lifi Byltingin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.2.2010 kl. 03:03

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég er vissulega sammála.

Fólk,sem ekki getur starfað eftir sinni sannfæringu eiga ekki rétt að vera á þingi.

Ingvi Rúnar Einarsson, 24.2.2010 kl. 11:04

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Hvað er í gangi? Þetta er bara byrjunin! Það er eins og allir (flest allir) vita meiri skítur undir nöglunum og þessi rosalega svikamilla klíkunnar nær miklu lengra en sagt er frá í fjölmiðlum á Íslandi. Þessir  starfmenn útrásarbankanna sem voru sendir út í mars-apríl 2005 voru ungir og velþjálfaðir menn og hefur það tekið langan tíma að koma þeim í rétt form fyrir þessa ákveðnu vinnu erlendis, það get ég sagt þér.

Wolfang Holms

Eyjólfur Jónsson, 24.2.2010 kl. 17:22

4 Smámynd: Sigurður Eggert Halldóruson

Þetta er alveg hárrétt hjá þér. Nú þarf bara að fylgja eftir að Icesave minnisvarðinn verði gerður og fái góðan stað, svo þetta gleymist aldrei.

Og það er alveg orðið fullljóst að gjörðir alþingis þurfa að vera undir miklu eftirliti þjóðarinnar. Ég vill nú ekki ganga svo langt að kalla þetta svikamyllu, þó heldur bara klaufaskap, vanhæfni og undirgefni.

Sigurður Eggert Halldóruson, 25.2.2010 kl. 00:15

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Gaaaaaaasaleg læti eru þetta.

Steingrímur er búinn að segja allt annað- ( reyndar man ég ekki hvaða útgáfu hann notaði síðast - en hún er sú rétta - nema því aðeins að útgáfa Össurar sé sú rétta - þá er útgáfa Jöhönnu röng nema því aðeins að einhver hafi snúið útúr fyrir henni í umræðu sem hún skyldi ekki ) - og hann segir satt.

Og það stendur - allavega þangað til hann vaknar í fyrramálið.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.2.2010 kl. 01:18

6 Smámynd: Offari

Ég tek undir með Ingva Rúnar.  Fólk á að fara eftir sinni sannfæringu.

Offari, 26.2.2010 kl. 11:28

7 Smámynd: Agla

Þið eruð að tala um þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave og hér er komið víða við.Mig langar til að hugsa smávegis upphátt.

Alþingi ER undir eftirliti þjóðarinnar í þeim skilningi að þeir eru kosnir af okkur kjósendum. Stjórnarmyndun ræðst að miklu leiti af niðurstöðum kosninga svo við kjósendur eru samábyrgð um hvaða rassar sitja á ráðherrastólunum.Þetta "Lið" kom ekki utan úr geiminum. Við kusum þau í valdastöður og þar sitja þau til næstu kosninga, að stjórnarskránni óbreyttri, nema eitthvað mjög sérstækt komi til.

Þjóðaratkvæðagreiðsla er náttúrulega ekki daglegur fyrirburður á Íslandi en engu að síður gæti hún verið góð viðbót við þingkosningakerfið í ákveðnum tilfellum. Spurningin er hvort það gildi í sambandi við lausn á Icesavedeilunnni, eins og staðan er.

Icesavefrumvarp 2 verður að öllum líkindum fellt í kosningunni og hvað gerist þá?

Segir stjórnin af sér? Alþingiskosningar? Koma Bretar og Hollendingar þá með þær góðu fréttir að við, Íslenska Ríkið, skuldi þeim ekki krónu fyrir þann aur sem þeir lögðu út til að bæta "skuldir óreiðumanna" og tóman tryggingjasjóð? Keppast þá "vinaþjóðir" okkar um að bjóða okkur vaxtalaus lán? Verður allt eins og það var fyrir hrun og við "stórasta" litla og hamingjusamasta þjóð í heimi?

Það hefur hvarflað að mér að kannski eigi þessi þjóðaratkvæðisgreiðsla það sameiginlegt með búsáhaldabyltingunnni að hún sé tækifæri til mótmæla frekar en raunhæfrar lausnar á Icesavedeilunni.

Ekki veit ég það.

Agla, 27.2.2010 kl. 17:30

8 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

Það er ekkert lýðræði á Íslandi, það sem við höfum er lýðræðislega kjörin einræðisstjórn...   Hvað varð um lögin sem áttu að heimila persónukjör ?

Hrappur Ófeigsson, 28.2.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband