Góðir Íslendingar, látum ekki hugfallast

Nú eru menn farnir að velta fyrir sér í auknum mæli hvers vegna lítið sem ekkert hefur gerst frá bankahruninu haustið 2008.

Rannsóknarskýrsla Alþingis tefst nú sí og æ og fólk spyr sig hvort verið sé að tefja útgáfu hennar vegna ritskoðunar; hver dagur sem útgáfan tefst dregur úr gildi skýrslunnar sem upplýsinga- og endurskoðunartæki og trú á því að hún sé nothæf til að ná fram réttlæti í íslensku samfélagi.

Fólk finnur ekki að verið sé að leysa skuldavanda heimilanna á varanlegan hátt. Þvert á móti sér fólk að Samskipa Ólafur, Baugs Jón, Exista bræður og Actavis Björgúlfur virðast allir halda sínu og fá gríðarlegar afskriftir – almenningur virðist ekki fá krónu afskrifaða.

Kröfurnar um stjórnlagaþing og beinna, betra lýðræði hafa ekki náð fram; eðlilega eins og sagt var – það er ekki hægt að ætlast til þess að Alþingismenn taki slíkt upp á sína arma þar sem það gerir ekkert annað en að minnka völd þeirra og vægi.

Með þessu efnahagshruni fór almenningur að velta upp ákveðnum grundvallarspurningum eins og auðlindum og eignaskiptingu. Krafan um að taka aftur sameign þjóðarinnar sem útgerðarbarónar höfðu eignað sér var sterk. Að sjálfsögðu svöruðu útgerðarmenn með grátkór og áróðurstríði um að allt færi á hausinn ef hróflað yrði við kvótakerfinu. Menn verða að átta sig á því að útgerðarmenn gefa að sjálfsögðu ekki þau forréttindi að hafa yfirráðarétt yfir fiskveiðiauðlindinni eftir þegjandi og hljóðalaust. Já einhver útgerðarfyrirtæki munu fara á hausinn og hvað með það? Fiskurinn hverfur ekki við það og fólkið í landinu mun að sjálfsögðu fá að veiða fiskinn áfram, þó að illa rekinn útrásarfyrirtæki í útgerð fari á hausinn. Gleymum ekki því að fyrstu milljónirnar sem fengust til að braska með í útrásinni voru kvótapeningar.

Ég heyrði viðtal við forseta Alþingis Ástu Ragnheiði um það hvort ekki væri eðlilegt að þingmenn gerðu grein fyrir skuldum sínum eða viðskiptum maka. “Nei” sagði þessi treggáfaði þingmaður” þannig er þetta ekki í nágrannalöndum okkar”. Hvílíkur endemis hroki og það eftir hrunadans íslensk efnahagslífs sem einmitt á rætur að rekja til ógegnsæis, hagsmunatengsla, embættisafglapa og heimsku þeirra sem með stjórnina fóru. Þetta vogar þingmaður sér að halda fram fyrir þjóðinni, þingmaður sem rétt skreið inn á þing og talar ekki fyrir neinn nema sjálfan sig.

 

Það er ein ástæða fyrir því að ekkert hefur gerst frá því að mótmælunum við Austurvöll lauk snemma árs 2009. Búið er að sundra fólki og samstaðan er rofinn. Ingibjörg Sólrún gerði sín dauðamistök í stjórnmálum er hún vanmat samstöðu fólks í mótmælunum og sagði “þetta er ekki þjóðin”. Það var með samstöðu almennings á Austurvelli árið 2009 sem vond ríkisstjórn var sett af og það var vegna þrýstings frá almenningi að farið var að rannsaka hvað farið hefði úrskeiðis. Nú er ekki þessi þrýstingur út á torgi og samstaðan er rofin og því er akkúrat ekkert að gerast. Hvorki er verið að taka á skuldastöðu heimilanna, rannsóknarskýrslan er ekki komin út og mun ekki koma út með allt sem hún fann og höfuðpaurar íslenska gjaldþrotsins munu ekki þurfa að vera ábyrgir gjörða sinna.

 

Það er eitt sem ég vil benda hér á um leið og ég hvet nú fólk til að rísa upp og sýna samstöðu enn á ný. Margt hefur verið sagt misjafnt um bloggið en vitið það, góðir hálsar; það var Alnetið og bloggið sem samstillti strengi og skapaði þá samstöðu sem gerði gæfumuninn Þorra 2009. Þess vegna ritaði ég bréf til Páls Magnússonar útvarpsstjóra um að fjölmiðill allra landsmanna RÚV, myndi á sínum vefsíðum setja upp blogg líkt og það sem mbl.is hefur. Því bréfi hefur þessi embættismaður ekki einu sinni svarað hvorki persónulega né opinberlega. Já ég vil árétta mikilvægi þeirra skoðanaskipta og upplýsingagjafar sem blogg er og benda á óneitanlegt mikilvægi þess í framvindu lýðræðisins eins og sýndi sig snemma árs 2009. Þess vegna er það einmitt hlutverk almanna fjölmiðils eins og Ríkisútvarpsins, já skylda þess, að koma á blogg vettvangi á sínum netsíðum.

 

Góðir Íslendingar, látum ekki hugfallast – höldum vöku okkar, krefjumst réttlætis. Rannsóknarskýrsluna strax! Höfuðstól skulda niður í janúar 2008! Nýja stjórnarskrá STRAX! Ófrávíkjanlegt eignarhald þjóðarinnar á óveiddum fiski, varmaorku, miðhálendinu og vatnsafli.

 

Lifi Byltingin!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 

Vikur til eða frá skipta eingu máli.  Ég vil ekki sjá þessa skírslu fyrr en hún er tilbúin.   

Þessi skírsla þarf að vera vel gerð og skír.  Hún þarf að vera rétt, ærleg og henni þarf að vera lokið. 

Að öðrum kosti fáum við bara eitt þrætu eplið en.   

Hrólfur Þ Hraundal, 22.2.2010 kl. 15:35

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Vikur til eða frá?!? Skýrslan átti að koma í nóvember fyrir 4 mánuðum!!!

Auðvitað á hún að vera skýr og vel unnin, en það má ekki taka henni þannig að þar sé bara allt og ekkert meira verði gert eða unnið í rannsókn varðandi hrunið. Auðvitað á að fá skýrsluna strax og síðan má vinna fleiri skýrslur og fara nánar í saumana á ýmsum málum eftir að þurfa þykir. Aðalatriðið er að það þarf að fá eitthvað strax svo að við getum farið að halda áfram í þessu samfélagi. 

ÞAÐ MÁ EKKI ÞAGGA NIÐUR EÐA SVÆFA NEITT Í ÞESSU MÁLI!!!

Þór Ludwig Stiefel TORA, 22.2.2010 kl. 17:26

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það hefur hvílt svo mikil leynd yfir nær öllu sem þessi  ríkisstjórn hefur verið að gera að það er ástæðu laust að tapa sér vegna þessarar skírslu sem stöðvar ekki neitt nema forvitni okkar.  Það er hinsvegar ástæða til að hafa af því áhyggjur að bankarnir hamast við að fella niður skuldir þeirra sem eiga miljarða en þeir sem áttu bara 50 miljónir eða minna og töpuðu því öllu, fá ekkert afskrifað. 

Það er líka ástæða að hafa af því áhyggjur að stjórnin virðist standa að því einhuga að stöðva eða tefja svo sem kostur er allar helstu framkvæmdir undir merkjum umkverfisráðherra.

 Tora Victoria.  Í þessari stjórn sem nú hefur eitt heilu dýrmætu ári í sín sérstöku gæluverk án tillits til þarfa heimillanna og atvinnuveganna, sitja þau höfuðpaurar vitlesunnar og eiða tíma og peningum í ESB aðildar umsókn. Eiða tíma og peningum í að fá að skuldsetja þjóðina með Icesave og svo mætti lengur telja.    

Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2010 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband