Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Icesave samningarnir komnir á netiđ

Jćja hér gefur ađ líta samningana um endurgreiđslu á Icesaveskuldum Íslendinga.

http://icesave3.wordpress.com


Drćm kjörsókn

Rúm 60% kjósenda sátu heima í gćr. Dapurleg stađreynd. Auđvitađ hefđi margt betur mátt fara í undirbúningi kosninganna til Stjórnlagaţings. Nú stendur eftir hver niđurstađa ţingsins verđur. Eitt er víst - umbođ Stjórnlagaţingsins er ekki ótvírćtt međ svo litla kjörsókn á bakviđ sig.

Ég óska ţeim er náđu kjöri velfarnađar međ ósk um farsćla niđurstöđu fyrir ţjóđina.


Sáttmáli

Ef ţiđ viljiđ ráđa - mćtiđ ţá á kjörstađ á morgun.

Stjórnarskrá = Samfélagssátt-máli

Ţór L. Siefel/Tora Victoria

#9827


Ađ tryggja ţađ ađ fariđ sé eftir Stjórnarskránni.

Hér er hlekkur á heimildarmynd eftir Aaron Russo sem fjallar um ţađ hvort stjórnarskrárbrot hafi veriđ framiđ í Bandaríkjum Norđur Ameríku. Ţessi mynd er tćpir tveir tímar og varpar fram ţeirri spurningu hvort ađ ekki sé alltaf fariđ eftir ţví sem stendur í stjórnarskrá BNA. Ég vil vekja athygli á ţessari mynd núna ţegar viđ íslendingar erum ađ fara ađ kjósa til stjórnlagaţings. Stjórnarskráin er grunnlög og ţví er ákaflega mikilvćgt ađ fólkiđ átti sig á mikilvćgi ţess sem veriđ er ađ kjósa um.

Ég hef lagt á ţađ áherslu í mínum frambođsmálflutningi ađ setja ţurfi inn skýrt ákvćđi í stjórnarskránna um hvađ gera skuli ţegar grunur leikur á stjórnarskrárbroti. Ţađ skiptir engu máli hversu réttlát, vel orđuđ og göfug stjórnarskrá er, ef ekki er í henni ákvćđi sem tekur á ţví ţegar grunur leikur á stjórnarskrárbroti. Ţađ ţarf ađ vera niđursett fyrirfram ákveđiđ ferli sem fer af stađ og tekur á stjórnarskrárbrotum eđa grun um slíkt.

Í Bandaríkjunum er ţađ hćstiréttur sem kveđur á um ţađ hvort stjórnarskráin er brotin. Í Ţýskalandi er sérstakur stjórnlagadómstóll sem tekur á ţessum málum.

Í mínum tillögum legg ég til ađ kallađ verđi til ţjóđaratkvćđagreiđslu um ţađ ţegar grunur leikur á um stjórnarskrárbrot. Ég vil sjá ađ einn tíundi hluti kosningarbćrra íslendinga, forseti lýđveldisins, helmingur alţingismanna og helmingur hćstaréttar geti kallađ til ţjóđaratkvćđagreiđslu ţegar grunur leikur á stjórnarskrárbroti og lagt máliđ ţannig í dóm ţjóđarinnar.

Ég held ađ slíkt ákvćđi myndi best tryggja ţađ ađ stjórnarskráin vćri virk og ađ réttlćti vćri fylgt í úrskurđi um brot á stjórnarskránni.

 

Lifiđ heil – lifi lýđrćđiđ

Ţór L. Stiefel

Frambjóđandi #9827


Ekki gera ekki neitt!

Mig langar ađ vekja athygli á áhugaverđum síđum er fjalla um kosningarnar til Stjórnlagaţings.

Fyrsta ađ nefna er síđan Kjóstu sem haldiđ er úti af Hvatningarhópi frambjóđenda til Stjórnlagaţings.

Síđan vil ég vekja athygli á Svipunni. Ţađ var Svipan sem reiđ á vađiđ međ ađ kynna frambjóđendur og ţar er allt unniđ í sjálfbođavinnu - alveg frábćrt framtak!

Einnig er frábćrt einstaklingsframtak ađ finna á síđunni Stjórnlagaţing 2010. Ótrúlega flott síđa og vel unnin. Á henni er gott ađ átta sig á frambjóđendum og rađa ţeim á allavega hátt, eftir titlum, póstnúmerum, aldri o.s.frv.

DV.is hefur einnig haldiđ úti góđri síđu um frambjóđendur. Á henni er hćgt er gera einfalt próf til ađ finna ţá sem líklegir eru til ađ standa ţér nćrri sem kjósanda. Endilega kíkiđ á.

Á kosningarvef Dóms- og Mannréttindaráđuneytisins er ađ finna allt ţađ kynningarefni sem kynningarbćklingurinn hefur ađ geyma. Ţar er einnig hćgt ađ setja upp lista yfir frambjóđendur og prenta út til ađ taka međ sér á kjörstađ.

Ruv.is hefur sett inn viđtöl viđ alla frambjóđendur á sína síđu. Ţar er nú hćgt, í rólegheitum, ađ finna frambjóđendur og heyra ţá svara ţví hvort breyta eigi Stjórnarskránni, hverju ţá helst og af hverju ţeir bjóđi sig fram.

Mbl.is hefur einnig sett upp síđu sem fjallar um Stjórnlagaţingiđ. Ţar er hćgt ađ nálgast ađsendar greinar frá frambjóđendum, ýmsar fréttir og fréttaskýringar sem fjalla um ţessar merkilegu kosningar.

Ađ lokum vil ég hvetja alla til ađ kynna sér vel frambjóđendur og mćta á kjörstađ. Ţessar kosningar eru svar stjórnvalda viđ ţeim mótmćlum sem átt hafa sér stađ í ţjóđfélaginu í kjölfar hrunsins. Ef ađ viđ ekki fjölmennum á kjörstađ eru ţađ skilabođ til stjórnvalda um ađ fólkinu sé sama um hvađ verđur. Viđ heimtuđum breytingar. Viđ fengum Stjórnlagaţing. Breyting á stjórnarháttum, aukiđ lýđrćđi og gegnsći hefst međ breytingum á sjálfri Stjórnarskránni. Ef ađ viđ gerum ekki neitt gerist ekki neitt. 

Mćtum öll á kjörstađ og látum í okkur heyra!

Međ von um farsćlt og gott Stjórnlagaţing.

Ţór L. Stiefel/Tora Victoria #9827


Á ađ fara ađ eyđa tíma, fé og kröftum í Stjórnlagaţing núna?

Stundum er talađ um ađ íslendingar séu ţrćtugjörn ţjóđ. Ţađ er vafalaust nokkuđ til í ţví. En hitt má einnig til sanns vegar fćra, ađ viđ stöndum saman ţegar á reynir. Eins og í öllum góđum fjölskyldum ţá eru uppi deildar meiningar um hin og ţessi mál. Stjórnlagaţing og breytingar á Stjórnarskrá lýđveldisins er engin undantekning á ţví.

Ţađ varđ hér hrun

Eitt er ţó ţađ atriđi sem flestir íslendingar eru sammála um; ţađ varđ hér hrun - efnahagslegt hrun. Viđ erum ámátlega ađ finna fyrir ţví á eigin skinni ţessi dćgrin. Ţađ er vegiđ ađ velferđarkerfinu. Atvinnuleysi virđist komiđ til ađ vera. Fólk stendur í biđröđum eftir matargjöfum. Fátćkt á Íslandi er stađreynd. Rúmlega tíu ţúsund heimili eru í greiđsluerfiđleikum međ lán og eiga erfitt međ ađ ná endum saman. En eins og ţrćtugjörnum hćttir til er veriđ ađ karpa um hverju sé ađ kenna og hvađ beri ađ gera. Ţađ er međ ósk um ađ ég geti lagt eilítiđ til rökrćđunnar, ekki ţrćtunnar, sem ég skrifa ţennan pistil.

Ekki bara efnahagslegt hrun

Til ađ byrja međ vil ég benda á ađ á Íslandi áriđ 2008 varđ ekki einungis efnahagslegt hrun. Ţađ hrundi ekki bara heilt bankakerfi. Samfélagiđ fékk skell. Sú hugmyndafrćđi, sú pólitík sem hafđi ríkt um áratugaskeiđ er orsök ţess ástands sem viđ erum ađ upplifa nú. Ţví miđur er stór hluti ţjóđarinnar enn í sömu hjólförunum og neitar ađ líta upp og sjá orsakasamhengi hlutanna. Íslendingar voru ekki óheppnir. Ţađ voru ekki illviljađir Bretar, gráđugir útrásarvíkingar, gjaldţrot erlendra banka eđa slćm bankasýsla sem kom okkur í ţá stöđu sem viđ eru í dag. Viđ – komum okkur í ţessa stöđu. Ţađ gerđist á löngum tíma.

Til hvers er ríkiđ?

Ríkiđ er til ađ vernda heildina fyrir einstaklingnum. Ríkiđ sér um ađ halda uppi lögum og reglu svo ađ einstaklingar eđa einstakir hópar geti ekki vađiđ yfir allt og alla á skítugum skónum. Ríkiđ sér um ađ innheimta skatt til ađ jafna kjör. Án ríkisins myndi hinn sterki, freki og samúđarlausi undiroka og kúga alla hina.  Vandamáliđ er bara hvađ gerist ţegar hinn sterki, freki og samúđarlausi nćr tökum á ríkinu. Hann hefur til ţess tvćr leiđir. Annars vegar ađ ná völdum í ríkinu. Og hins vegar ađ slá tennurnar úr ríkinu. Ţetta tvennt gerđist á Íslandi og ţví fór sem fór. Ţađ er einlćg ósk mín ađ almenningur á Íslandi átti sig á ţessu, ţví ţađ er forsenda ţess ađ raunverulegar breytingar verđi og sátt og uppbygging geti orđiđ á okkar annars ágćta landi.

Uppbygging eđa stöđnun

Stór hluti ţjóđarinnar fékk áfall ţegar forsćtisráđherra hrunastjórnarinnar bađ guđ ađ blessa ţjóđina. Ţá áttuđu margir sig fyrst á alvarleika málsins. Enn fleiri fengu veruleikahroll ţegar fólk safnađist saman í ţúsundum og gerđi ađhlaup ađ Alţingi. Fólki var ađ verđa ljóst ađ sú stefna sem siglt hafđi veriđ eftir hafđi leitt til strands. Almenningur heimtađi breytingar. En hverju átti ađ breyta? Hvađ var raunverulega ađ? Sá sári misskilningur hefur veriđ allt of langlífur ađ hér hafi fariđ fram bylting. Menn tala um Búsáhaldabyltingu. Ţađ er mikill misskilningur og afar óheppilegur. Hér varđ engin bylting. Ţađ fóru fram kröftug mótmćli. Ţeim var svarađ međ mannabreytingum í ríkisstjórn og fjármálaeftirlitsstofnunum og bönkum. En var ţađ ţađ sem var ađ? Var nóg ađ breyta ţví?

Á ađ fara ađ eyđa tíma, fé og kröftum í Stjórnlagaţing núna?

Sú umrćđa um ađ nú sé alls ekki tími til ađ fara í breytingar á Stjórnarskránni er dćmigerđ fyrir ţá firru og vanskilning sem margur hefur á ţví ástandi sem íslendingar nú standa frammi fyrir. Ţađ varđ hér hrun – samfélagshrun, stjórnkerfishrun og birtingarmynd ţess var bankahruniđ svo kallađa. Ţađ er engin lausn ađ skipta út andlitum á Alţingi eđa í ríkisstjórn. Ţađ breytir engu ađ skipta út bankastjórum eđa lengja í lánum. Ef ađ menn átta sig ekki á ţví ađ ţađ er nauđsynlegt ađ breyta ţví hvernig hér er stjórnađ, ţá eiga menn ekki von á góđu og erfiđleikar, hatur, ósćtti, misskipting og kjaraskerđing er ţađ sem verđur hlutskipti ţessarar ţjóđar. Sem betur fer hefur stór hluti ţjóđarinnar áttađ sig á ţessu. Ţess vegna er svo mikil ţátttaka í frambođi til Stjórnlagaţings. Fólk veit ađ ţađ ţarf ađ breyta hér stjórnarháttum – ekki bara um fólk í brúnni.

Fyrir ykkur hin, sem enn ekki hafiđ vaknađ af vćrum blundi, eđa hreinlega ekki viljiđ raunverulegar breytingar vil ég segja ţetta:

Viđ stóđum mörg hver vaktina á köldum dögum í byrjun árs ţegar Alţingi kom saman fyrst eftir hrun. Ţeir voru margir ţingmennirnir sem ćtluđu sér bara ađ halda áfram eins og ekkert hefđi í skorist. Ţeim brá viđ ţann ofsa er ţeir urđu variđ viđ hjá fólkinu fyrir utan. Ţađ jađrađi viđ byltingu en menn létu sér nćgja ađ mótmćla kröftuglega. Ţađ vil ég segja viđ ykkur sem haldiđ ađ Stjórnlagaţingiđ sé óţarft og jafnvel skrípaleikur – Stjórnlagţing nú er rökrétt framhald kröftugra mótmćla ţjóđarinnar. Breyting á Stjórnarskránni er heiđarleg tilraun til ađ ná fram raunverulegum breytingum á Íslandi án byltingar. Ţetta er göfug tilraun til ađ breyta kerfinu innanfrá, á friđsaman hátt og í sćmilegri sátt. Og ţví skal ég lofa ykkur góđir Íslendingar; ef ekki er hćgt ađ ná fram raunverulegum breytingum međ Stjórnlagaţingi – ţá er fátt annađ eftir en bylting, raunveruleg bylting međ tilheyrandi ofbeldi. Ég get ekki sagt ţađ nćgjanlega skýrum orđum - ef ađ ekki munu nást fram breytingar nú međ Stjórnlagaţingi er ţađ tvennt eitt í bođi fyrir ţessa ţjóđ: Annađ hvort raunveruleg bylting, eđa áframhaldandi dođi, eymd og volćđi lítillar ţjóđar međ tilheyrandi landflótta og vonleysi. Ţess vegna er svo mikilvćgt ađ viđ höldum Stjórnlagaţing nú og ađ vel takist til.

 

Lifiđ heil og međ von um gćfuríkt og gott Stjórnlagaţing

Ţór L. Stiefel/Tora Victoria
Frambjóđandi # 9827


Ţarf ađ breyta stjórnarskrá lýđveldisins núna?

Loksins ćtlar ríkisfjölmiđillinn ađ taka sig á og gefa frambjóđendum til stjórnlagaţings kost á ađ kynna sig fyrir hlustendum. Rás 1 ćtlar ađ ráđast í ţađ ađ gefa öllum frambjóđendunum kost á ađ svara fjórum spurningum og kynna sig og áherslur sínar í heilar fimm mínútur. Betra seint en aldrei segi ég. En líkurnar á ţví ađ hlustendur nái öllum frambjóđendum eru hverfandi og ćtla ég ţví ađ birta svör mín hér viđ spurningunum sem ríkisútvarpiđ hefur sent frambjóđendum - ţau koma hér:

 

Ţarf ađ breyta stjórnarskrá lýđveldisins núna?

            Já. Ţađ hefur stađiđ til alla tíđ frá ţví ađ ţessi ţjóđ öđlađist sjálfstćđi og fékk eigin stjórnarskrá ađ fara í allsherjar endurskođun á stjórnarskránni. Nú ţegar ţjóđin hefur gengiđ í gegnum hremmingar og allsherjar skipbrot er tími til kominn ađ endurskođa stjórnkerfiđ frá grunni. Ţađ varđ hér samfélagsrof, sem ég vil kalla. Gjá myndađist milli ríkra og fátćkra, milli stjórnkerfisins og ţjóđarinnar. Einkavćđing, sérstaklega auđlinda ţjóđarinnar, kallar á ţađ ađ skýrt sé kveđiđ á um tilhögum hlutanna. Firring stjórnmálanna undanfarin ár hrópar á ţađ ađ á fólkiđ sé hlustađ. Aukin ţátttaka almennings er algert lykilatriđi ef sátt á ađ nást og íslensk ţjóđ geti tekiđ til ađ byggja upp ađ nýju úr ţeim rústum sem ráđţrota hugmyndafrćđi undanfarinna ára og áratuga hefur leitt af sér. Grunnurinn ađ ţessu felst í stjórnarskrá lýđveldisins.

-        Hverju helst?

Sérstaklega ţarf ađ taka á auđlindum ţjóđarinnar og tryggja ţađ í stjórnarskrá ađ auđlindir ţjóđarinnar séu ćvarandi í sameign ţjóđarinnar. Einnig er algert lykilatriđi ađ auka lýđrćđiđ í landinu og koma á skipulagi sem tryggir aukna ţátttöku almennings í ákvarđanatökum um öll ţau mál er varđa heill og framtíđ ţjóđarinnar.

Einnig ţarf ađ koma inn ákvćđi í stjórnarskránna um hvađ gera skuli ef ađ grunur leikur á stjórnarskrárbroti. Ég legg til ađ helmingur Alţingismanna, helmingur hćstaréttar, forseti lýđveldisins og tíundi hluti kosningabćrra íslendinga geti kallađ eftir ţjóđaratkvćđagreiđslu ţegar grunur leikur á stjórnarskrárbroti og ţannig lagt máliđ í dóm ţjóđarinnar sjálfrar.

-        Ef ekki – af hverju ekki?

 Ţarf ekki ađ svara ţar sem ég vil breytingar.

Af hverju gefur ţú kost á ţér?

            Ég gef kost á mér vegna ţess ađ ég hef sterkar skođanir á ţví hvernig samfélagiđ getur orđiđ betra, réttlátara og langlífara til framtíđar. Ég gef kost á mér vegna ţess ađ ég vil ađ á stjórnlagaţingi sé breiđur hópur íslendinga er endurspegli ţjóđina í öllum sínum fjölbreytileik. Ég gef kost á mér vegna ţess ađ ég hef ekki áđur veriđ í stjórnmálum og hef aldrei sett stefnuna á ţađ ađ stjórna öđrum. Ég tel ađ á stjórnlagaţingi megi ekki  einungis vera langskólagengiđ fólk, á miđjum aldri međ ţekkingu á lögum, stjórnunarháttum, eđa sérfrćđingar hverju nafni sem ţeir nú nefnast. Á stjórnalagţingi, sem leggur til nýja stjórnarskrá fyrir lýđveldiđ, á ađ vera fjölbreitt flóra hins almenna íslendings – eđa ţađ fólk sem á ađ lifa eftir ţessari sömu stjórnarskrá.

 

Lifiđ heil!

Ţór Ludwig Stiefel/Tora Victoria # 9827

 


Kynning á frambjóđendum á Café Haiti

Mig langar ađ vekja athygli á góđu framtaki Café Haiti. Ţau eru ađ bjóđa upp á umrćđu og fyrirlestrarkvöld í tengslum viđ stjórnlagaţingskosningarnar. Ţau kalla ţetta Opinn hljóđnema og markmiđiđ er ađ gera kjósendum kleift ađ komast í návígi viđ frambjóđendur, spyrja ţá spjörunum úr og fá ţađ á hreint hvađ frambjóđendur standa fyrir. Ţau hjá Café Haiti hvetja ađra veitingahúsaeigendur til ađ koma upp álíka viđrćđukvöldum og tek ég heilshugar undir ţađ, sérstaklega ţar sem fjölmiđlar eru ekki ađ bjóđa upp á neinar pallborđsumrćđur eđa frambođsţćtti.

Hérna er hlekkur á fésbókarviđburđ Café Haiti: Café Haiti

Undirritađur verđur međ opinn hljóđnema á Café Haiti á sunnudagskvöldiđ nćstkomandi klukkan 20:20. Endilega fylgist međ á fésbókarhlekknum til ađ geta mćtt ţeim frambjóđendum sem ykkur lýst á.

 

Gott framtak Café Haiti!

Ţór L. Stiefel

Frambjóđandi #9827


Ţýska stjórnarskráin framsćkin

Ég birti hér í leyfisleysi úrdrátt úr pistli af ruv.is um ţýsku stjórnarskrána. Ţađ eru tvö atriđi í henni sem ég vildi sérstaklega sjá ađ yrđu tekinn upp í nýrri íslenskri stjórnarskrá. Ţađ er fyrsta greinin sem kveđur á um ađ mannleg reisn njóti algerrar friđhelgi og ţađ sé skylda ríkisvaldsins ađ styrkja hana og vernda. Hitt mikilvćga atriđiđ, og ţađ sem ákallanlega vantar í íslensku stjórnarskrána, er ákvćđi sem tekur á ţví ţegar grunur leikur á stjórnarskrárbroti. Í ţýsku stjórnarskránni er tekiđ á ţessu međ sérstökum stjórnlagadómstól. Mín hugmynd gengur, hins vegar, út á ţađ ađ helmingur alţingismanna, helmingur hćstaréttar, forseti Íslands og einn tíundi atkvćđabćrra íslendinga geti fariđ fram á ţjóđaratkvćđagreiđslu ţegar grunur leikur á stjórnarskrárbroti og lagt máliđ ţannig í dóm ţjóđarinnar sjálfrar. En hér kemur pistillinn  ritađur af Ingólfi Bjarna Sigfússyni; pistilinn, sem fjallar einnig um bandarísku stjórnarskránna, má lesa í heild sinni hér: ruv.is

 

Ţýska stjórnarskráin framsćkin

Ţýskaland eftir seinni heimsstyrjöldina var rústir einar og viđ ţađ ađ klofna í tvennt. Vesturveldin buđu Ţjóđverjum á sínu yfirráđasvćđi stofnun nýs ţjóđríkis en ţýskir stjórnmálamenn höfnuđu ţví í fyrstu. Ţeir vildu hvorki stjórnarskrá, höfuđborg né ríkisstjórn, ţví slíkt myndi festa skiptingu landsins í sessi. En ţeir skiptu ađ lokum um skođun og í byrjun september 1948 settust 70 ţingmenn niđur í svokölluđu ţingráđi til ađ semja stjórnarskrár.

Fjarri opinberri umrćđu sátu ţingmennirnir, flestir eldri karlar og réđu ráđum sínum. Ofarlega í huga ţeirra var ađ lćra af sögunni, falli Weimar-lýđveldisins og hörmunga nasistatímans. Viđ ţetta bćttust áhrif hersetuveldanna, einkum Bandaríkjamanna. Ţjóđ sem ekki vildi stjórnarskrá fékk ţví grundvallarlög sem engin ţekkti, voru nánast samin í reykfylltum bakherbergjum og voru ćtluđ til bráđabirgđa. Viđ ţetta bćttist ađ bandamenn voru allt annađ en sáttir viđ útkomuna en skömmu fyrir miđnćtti 8. maí 1949 samţykktu 53 ţingmenn nýju grundvallarlögin. 12 voru á móti. Enginn klappađi. 60 árum síđar eru grundvallarlögin enn í gildi og í Ţýskalandi eru ţau lifandi hluti samfélagsumrćđunnar.

Stundum er talađ um stjórnarskrárţjóđernisstolt, perfassungs-patriotismus. En hvađ felst ţá í ţessum grundvallarlögum sem veldur ţví ađ ţau skipta Ţjóđverja svona miklu máli? Lykilsetningin er í margra augum 1. greinin. Mannleg reisn nýtur algerrar friđhelgi. Ríkisvaldinu ber skylda til ađ virđa hana og vernda. Segja má ađ lögin séu leidd út frá ţessum setningunum. Ţví í greinunum sem fylgja er ţetta útskýrt og útfćrt. Mannréttindi eru skilgreind sem grundvallarréttindi. Ţau sögđ friđhelg og óframseljanleg og grundvöllur mannlegs samfélags, friđar og réttlćtis í heiminum. Og til ađ festa ţetta rćkilega í sessi banna grundvallarlögin međ öllu ađ 1. greininni sé breytt.

Lögin eru fremur ítarleg. Alls 146 greinar sem ná yfir fjölda málaflokka. Ţar er međal annars fjallađ um grunnréttindi á borđ viđ jafnrétti, frelsi einstaklingsins, trú- og tjáningarfrelsi, vernd fjölskyldunnar og hjónabandsins og skilgreindur er réttur foreldra. Einnig er tćpt á fundafrelsi og tryggđ leynd símsamskipta og bréfasendinga. En einnig eru settar skorđur viđ valdi ríkisins og rammi um lagasetningu. Í grundvallarlögunum er einnig fariđ rćkilega í skiptingu valds sem er skiljanlegt í ljósi reynslunnar í Ţýskalandi. Sérstakur stjórnlagadómstóll tryggir ađ ný lög og stjórnvaldsathafnir standist grundvallarlögin. Kjörnefnd ţingsins velur helming dómaranna og sambandsráđiđ hinn helminginn. Ţeir eru settir til 12 ára og mega ekki vera kjörnir aftur. Völd ţeirra eru umtalsverđ. Ţeir geta fjallađ um lög og lagabálka. Fylgjast međ starfsemi stjórnmálaflokkanna og geta jafnvel bannađ ţá brjóti ţeir í bága viđ grundvallarlögin. Dómurinn fjallar um valdsviđ ríkis og sambandslanda og borgarar geta skotiđ ţangađ málum, svo fátt eitt sé nefnt.

 

 


Tíu dagar til kjördags.

konulag.jpg

 

Nú líđur senn ađ kosningu til Stjórnlagaţings. Mér ţykir ţađ međ ólíkindum hversu litla umfjöllun fjölmiđlar hafa gefiđ ţessum mikilvćgu kosningum, sérstaklega ríkisútvarpiđ. Margir kjósendur vita ekki einu sinni hvenćr kjördagur er. Bara svo ađ lesendur ţessa bloggs viti ţađ ţá er kjördagur ţann 27. ţessa mánađar.

Ég sá í umrćđuţćtti um daginn viđtal viđ einn frambjóđanda og frćđimann. Ekki merkilegt viđtal en eitt sló mig ţó. Viđmćlandinn talađi um ađ ţetta yrđi merkilegt “forum”. Ţetta er alţjóđlegt orđ, mikiđ notađ í netheimum, um spjall og umrćđur. Ţegar mađur fer inn á eitthvert “forum” getur mađur spjallađ og skipst á skođunum viđ fólk um hin og ţessi málefni. Minn málskilningur setur veigamikinn mun á ţingi og forum. Ţađ getur veriđ ađ tillögur Stjórnlagaţings séu ekki bindandi samkvćmt lögum en ađ kalla ţađ forum er ađ tala verulega niđur til ţess. Ég á líka eftir ađ sjá ţađ ađ Alţingi geti sniđgengiđ tillögur Stjórnlagaţings og Ţjóđfundar.

Margt hefđi mátt fara betur í undirbúningi ţessa ţings, ţađ er flestum ljóst. En ţingiđ skal halda og kjördagur rennur óđum upp. Ađ kynna sér alla 523 frambjóđendur er nánast óvinnandi vegur og ekki hjálpar umgjörđ kosninganna. Viđ höfum flest, sem bjóđum okkur fram, sammćlst um ţađ ađ vera ekki ađ fara í auglýsingaherferđir; ţetta má ekki fara ađ snúast um fjármagn. Mér ţykir allt ţetta auka á merkilegheit ţessarar tilraunar. Kjósendur verđa virkilega ađ leggja sig fram um ţađ ađ kynna sér frambjóđendur, og ég hef fundiđ fyrir ţví ađ áhuginn er mikill.

Ég ćtla hér, í ţessum pistli, ađ leggja fram ţau ađalatriđi sem ég mun vilja sjá í vćntanlegum breytingum á Stjórnarskrá íslenska lýđveldisins.

  1. Ég mun ekki samţykkja neinar breytingar á Stjórnarskránni sem ekki fela í sér ákvćđi um ţađ hvađ gera skuli ef ekki er fariđ eftir Stjórnarskránni.
  2. Ég mun ekki samţykkja neinar breytingar sem ekki fela í sér ákvćđi um ţađ ađ ţjóđin geti kallađ eftir almennri atkvćđagreiđslu um öll ţau mál er henni ţykir máli skipta.
  3. Ég mun ekki samţykkja neinar breytingar á Stjórnarskránni sem ekki kveđa skýrt á um jafnt atkvćđavćgi allra landsmanna.
  4. Ég mun ekki samţykkja neinar breytingar á Stjórnarskránni sem ekki kveđa á um ţađ ađ einstaklingar geti bođiđ sig fram til Alţingis.
  5. Ég mun ekki samţykkja neinar breytingar á Stjórnarskránni sem ekki kveđa skýrt á um ađskilnađ framkvćmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds (nei ţađ er langt í frá skýrt samkvćmt núverandi Stjórnarskrá).
  6. Ég mun ekki samţykkja neinar breytingar á Stjórnarskránni sem ekki kveđa á um algeran ađskilnađ ríkis og kirkju.
  7. Og síđast, en ekki síst, mun ég ekki samţykkja neinar breytingar sem ekki kveđa skýrt á um ađ auđlindir Íslands - veriđ ţađ jarđvarmi, fallvötn, drykkjarvatn, fiskveiđiauđlindir eđa annađ sem síđar kann ađ koma í ljós í iđrum jarđar eđa lögsögu Íslands – verđi ćvarandi í ţjóđareigu og enginn geti veđsett, nema ţjóđin sjálf og ţađ í almennri atkvćđagreiđslu.

 

Međ von um mikla ţátttöku í kosningum til Stjórnlagaţings – lifiđ heil.

Ţór L. Stiefel # 9827


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband