Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Er krónan slæm?
8.4.2009 | 05:06
Um gengismál
Nú er mikil umræða um krónuna og hvort rétt sé að halda henni sem gjaldmiðli eða skipta út fyrir annan. Ég ætla því hér í þessum pistli að varpa örlitlu ljósi á nokkur grundvallaratriði er varða gjaldmiðil yfirleitt og svo fara yfir það hvað hefur gerst undanfarið er varðar íslensku krónuna.
Ástæða þess að menn setja nú fram kröfu um að skipta út krónunni fyrir annan, og þá sterkari gjaldmiðil, er aðallega óstöðugleiki krónunnar. Menn benda á hversu veik (eða lítil) krónan sé sem gjaldmiðill í hinu stóra samhengi. Þetta eru mjög gild rök vegna þess hversu kostnaður sem af gengisflökti hlýst fyrir fyrirtæki er mikill; kostnaður sem alltaf á endanum er varpað yfir til neytenda og launþega. Það er því eðlilegt að byrja á því að spyrja sig: Hvers vegna flöktir krónan?
Þessu er því til að svara að tekin var ákvörðun um svokallað fljótandi gengi, en það þýðir að verð krónunnar átti að fá að ráðast á markaði, þ.e. af framboði og eftirspurn.
Myndin hér til hliðar sýnir hinn klassísku föll framboðs og eftirspurnar sem afleiður af verði og magni. Þetta módel gildir á öllum mörkuðum, sama hvað höndlað er, svo fremi markaðurinn sé nokkurn veginn frjáls; engu skiptir hvort talað er um markað fyrir hveiti, fisk, olíu eða einhvern ákveðinn gjaldmiðil, t.a.m. íslenska krónu.
Við sjáum á myndinni að því lægra sem verð er, því lægra er framboðið og þeim mun meiri eftirspurn og svo öfugt. Talað er um jafnvægisverð þegar verð er þannig að framboð svarar eftirspurninni.
Og þá til baka að krónunni og spurningunni um af hverju krónan flökti. Þegar talað er um gengissveiflur á gjaldmiðli er verið að tala um verðsveiflur. Það verður þó að gæta þess að verð á gjaldmiðli breytist ekki eitt og sér. Verð eins gjaldmiðils er mælt í öðrum gjaldmiðli sem sjálfur getur verið á flökti. Þetta er eðli þess sem kallað er fljótandi gengi og andstætt því sem áður var þegar allir gjaldmiðlar voru verðmældir í gulli. Jæja allt gott um það, en hvers vegna hækka og lækka gjaldmiðlar? Það gera þeir, rétt eins og aðrar vörur, vegna mismunandi eftirspurnar og/eða framboðs. Sem sagt: ef að aukning verður á eftirspurn eftir gjaldmiðli, t.d. íslenskri krónu, þá hækkar verð hennar á gjaldeyrismörkuðum. Sömuleiðis lækkar verð krónunnar ef að minnkandi eftirspurn er eftir henni. Hin hliðin á sama peningi er að ef að framboð eykst á íslenskri krónu á markaði þá fellur verð hennar en eykst hins vegar ef að framboð krónunnar minnkar. Þetta er lögmál markaðarins. Við getum því verið fullviss um að gengisflökt krónunnar er vegna einhverra þessara þátta: aukinnar eftirspurnar, minnkandi eftirspurnar, aukins framboðs eða minnkandi framboðs.
Þegar við erum komin með þessi grundvallaratriði á hreint erum við betur í stakk búin til að sjá hvað hefur verið að gerast með íslensku krónuna undanfarið og getum tekið einhverja vitræna afstöðu til þess hvort við eigum að hafa krónu sem gjaldmiðil á Íslandi eður ei.
Nú erum við búinn að sjá það að framboð og eftirspurn ræður verði (gengi) krónunnar. Við vitum að íslenska ríkið eitt getur prentað íslenska peningaseðla og þar með haft áhrif á framboðið. Þetta er ákveðið stjórntæki og nauðsynlegt að hafa í huga þegar verið er að ræða gjaldmiðlamál. Við getum, hins vegar, einnig haft áhrif á eftirspurnina og það með drastískum afleiðingum eins og ég mun sýna fram á.
Alveg frá því að tekin var upp flotgengisstefna með verðbólgumarkmiðum tók krónan að hækka í verði miðað við jafnaðarmyntkörfu (það er meðaltalsverð nokkurra erlendra mynta). Þessi hækkun getur bara stafað af aukinni eftirspurn eða minna framboði. Þar sem Seðlabankinn getur haft áhrif á framboðið með peningaprentun og að Seðlabanki hefur að markmiði að stuðla að stöðugu gegni verður að teljast líklegt að skýringar hækkunar sé að leita í aukinni eftirspurn.
Þegar kemur að íslenskri krónu, eins og flestum örðum gjaldmiðlum, eru það ákveðnir þættir sem verða til að auka eftirspurn. Fyrst er að nefna útflutning frá Íslandi. Hitt er aukin fjárfesting erlendra aðila á Íslandi. Það verður að segjast að hvort tveggja var um að ræða fram að hinu svonefnda bankahruni en aðallega þó munaði um stórauknar fjárfestingar. Það, að hér var um að ræða stórauknar fjárfestingar erlendra aðila, ætla ég að færa rök fyrir að séu meginástæða gengisóstöðugleika íslensku krónunnar og að í þeim þætti leynist hin mestu glappaskot íslenskrar hagstjórnar á síðari árum.
Fjárfestingar eru með tvennum hætti. Annarsvegar þegar erlendir aðilar kaupa hér fasteignir en hins vegar þegar þeir kaupa hér pappíra veri það hlutabréf eða verðbréf. Það var útgáfa íslenskra verðbréfa, oft nefnd jöklabréf, sem stórjók eftirspurn eftir íslenskri krónu sem leiddi til hækkunar hennar. Menn einblíndu á mikilvægi þess að nú væri að koma erlent fjármagn inn í landið og fannst það gott fyrir hagkerfið. Menn hugðu, hins vegar, ekki að því að með því væri verið að raska jafnvægisverði á gjaldmiðlinum.
Þegar gefin voru út jöklabréf fyrir milljarða króna þá var verið að auka eftirspurn eftir íslenskum krónum sem því nemur. Þegar slíkt gerist þá verður þeyting á eftirspurnarkúrfunni eins og sést á myndinni hér til hliðar. Við sjáum að eftirspurnarkúrfan hefur færst til hægri sem sýnir aukna eftirspurn sem leiðir til hærra verðs. Það sem hér gerist einnig er að framboð eykst, en þessi aukning er ekki aukning á peningamagni í umferð, sem myndi sýna framboðskúrfuna færst til hægri líkt og eftirspurnarkúrfuna, heldur er þetta aukna framboð að sýna þær krónur sem fyrir eru í umferð fara úr landi -þ.e.a.s. hún sýnir innflutning. Vegna aukinnar eftirspurnar eftir krónu tóku markaðir að taka við krónum sem gjaldmiðli. Íslendingar þurftu nú ekki að skipta í t.a.m. dollara til að kaupa erlenda vöru heldur gátu greitt beint með íslenskum krónum. Þetta ásamt hlutfallslega lægra verði á erlendum vörum, vegna hækkandi gengis, kallar svo í kjölfarið á aukinn vöruskiptahalla við útlönd og þenslu; allt eitthvað sem við þekkjum mjög vel frá undanförnum árum.
Það sem síðan gerist er hið öfuga þegar útlendingar selja jöklabréfin. Þá stóreykst framboð á krónum og verðið lækkar. En þar með er ekki öll sagan sögð, því miður. Í millitíðinni hefur Seðlabankinn reynt að berjast gegn vöruskiptahalla og þenslu með því að hækka vexti. Þessi vaxtahækkun varð til þess að íslendingar fóru að taka erlend lán og enn jókst eftirspurn eftir krónum erlendis frá þar sem menn sáu hagnaðarvon í vaxtamuninum milli landa. Vaxtahækkun Seðlabankans jók því vandan fremur en að draga úr. Þegar svo er komið að útlendingar innleysa jöklabréfin sitja íslendingar eftir með miklar erlendar skuldir sem hækka hlutfallslega með lækkandi gengi, háa vexti og mikinn vöruskiptahalla. Eðlilega kalla menn slíkt efnahagslega óstjórn og krefjast úrlausnar. Spurningin er bara: Er ástandið eins og það er vegna slæmrar krónu eða slæmrar stjórnunar?
Er krónan slæm eða var rangt að hafa áhrif á eftirspurn eftir henni?
Dæmi nú hver fyrir sig.
Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og AGS
6.4.2009 | 15:30
Ég var að lesa [Efnahagsáætlun samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn] (ekki einu sinni rétt ritað á síðunni: http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/endurreisn/efnahagsaaetlun-islands-og-ags/#Efnahags%C3%A1%C3%A6tlun%20samvinnu%20vi%C3%B0%20Al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0agjaldeyrissj%C3%B3%C3%B0inn) og er það hin ógnvænlegasta og aumkunarverðasta lesning sem ég hef rekið augun í lengi.
Það er varla hægt að ætlast til að lesendur fari í gegnum þetta og ekki pláss hér að fara í gegnum allt og ætla ég því að stikla á stóru fyrir ykkur. Að hugsa sér að hér sé á ferðinni opinbert plagg, lagt fram í fúlustu alvöru!
Byrjum á sjöundu greininni:
7. Séu nettóeignir nýju bankanna rétt metnar, og þar með upphæð útgefins skuldabréfs til gömlu bankanna, verður eiginfjárstaða þeirra núll.
-Rétt metnar?!? Hvað er rétt mat? Miðað við hvað? Er ef til vill átt seldar á því virði sem gefið var upp í bókum bankanna? Verðið hefur farið niður á flestum eignum, ekki bara íslensku bankanna ég spyr við hvað er átt: Rétt metnar?
Athugum að við erum að tala hér um Efnahagsáætlun íslensku ríkisstjórnarinnar við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, s.s. ábyrgt plagg sem koma á með tillögur að úrbótum sem leiða okkur í gegnum bankakreppuna.
Síðan skulum við skoða elleftu greinina:
...Þar sem bankar eru greiðslumiðlunarfyrirtæki og virði eigna þeirra rýrnar þar með hratt við rekstrarstöðvun er lögð áhersla á sveigjanleika í meðferð eigna þeirra, t.a.m. að lánardrottnar geti tekið við rekstri þeirra eða komi að öðru leyti að fjármögnun og endurreisn lífvænlegra fyrirtækja.
Þegar kemur að bönkum erum við að ræða um tvenns konar fjármögnum (lán) sem koma til: annars vegar lán frá Seðlabanka (ríki) og svo lán frá öðrum [lesist erlendum] bönkum. Sem sagt á mannamáli: Tryggja þarf að erlendir stórbankar geti tekið yfir innlenda bankastarfsemi.
Það sem ég vil aðallega benda á í þessu plaggi er það sem er aðalatriði þessarar áætlunar og ég hef bent á, en sem betur fer mætari menn en ég einnig t.d. í Silfri Egils 5. apríl síðastliðinn, en það kemur fram í tólftu greininni:
12. Úrlausn bankakreppunnar mun leggja þungar fjárhagslegar byrðar á hið opinbera. Samkvæmt bráðabirgðamati má ætla að vergur kostnaður ríkisins vegna innstæðutrygginga og endurfjármögnunar bæði viðskiptabankanna og Seðlabankans geti numið um 80% af landsframleiðslu. Hreinn kostnaður verður eitthvað lægri að því gefnu að fjármunir endurheimtist með sölu á eignum gömlu bankanna. Við þetta bætist kostnaðurinn af auknum halla hins opinbera upp í 13,5% af landsframleiðslu eins og reikna má með árið 2009 vegna samdráttar í kjölfar bankakreppunnar. Í heild má gera ráð fyrir að vergar skuldir hins opinbera aukist úr 29% af landsframleiðslu í lok árs 2007 í 109% af landsframleiðslu í árslok 2009. Bankakreppan mun því setja hinu opinbera verulegar skorður og leggja auknar byrðar á almenning á næstu árum.
Við erum að verða þrælar erlendra lánastofnanna. Okkur var sagt að einungis myndi falla á ríkissjóð skuldbindingar vegna almennra innistæðna. Samkvæmt þessu plaggi, hins vegar, frá ríkisstjórn og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum þá mun Úrlausn bankakreppunnar mun leggja þungar fjárhagslegar byrðar á hið opinbera eða allt að 80% af landsframleiðslu!!!
Ég ætla að enda þennan pistil á tuttugustu og fjórðu greininni og haldið ykkur nú fast þið verðandi þrælar:
24. Hrun bankakerfisins hefur leitt af sér talsverða þörf fyrir erlent lánsfé [?!?]. Við gerum ráð fyrir að þessi þörf sé 24 milljarðar Bandaríkjadala á tímabilinu til loka ársins 2010. Þar af eru um 19 milljarðar vanskil vegna skulda yfirteknu bankanna þriggja, svo og fjármagn til að gera upp nauðsynlegar greiðslur tengdar erlendum innstæðum, en afgangurinn er sjóðsþörf að fjárhæð 5 milljarðar Bandaríkjadala. Við gerum ráð fyrir að 2 milljarðar Bandaríkjadala fáist með láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem skilur eftir afgangsfjárþörf er nemur 3 milljörðum Bandaríkjadala. Við gerum ráð fyrir að þetta bil verði brúað með tvíhliða lánssamningum og munum ljúka viðræðum þess efnis áður en stjórn sjóðsins tekur mál okkar fyrir. Mat á því hvernig gengur að mæta fjárþörf okkar verður hluti af ársfjórðungslegum endurskoðunum okkar og sjóðsins.
24. Í þessu yfirliti um þörf ríkisins fyrir erlenda lánsfjármögnun á því tímabili sem áætlunin tekur til (til ársloka 2010) er fyrst nefnd heildartalan 24 ma. USD. Inni í henni eru um 19 ma. USD sem eru eftirstöðvar af kröfum í gömlu bankana þrjá og eins og ráða má af liðum 7, 12 og 20 munu heimtur ráðast af eignum þeirra. Eftir stendur lánsfjárþörf samkvæmt þessari áætlun upp á 5 ma. USD. Af þeim er farið fram á 2 ma. USD að láni frá IMF, 3 ma. USD eru fengnir með tvíhliða lánasamningum við önnur ríki. Árangur við að tryggja fjármögnun er hluti af ársfjórðungslegu mati á framgangi áætlunarinnar í heild.
Hér er margt sem krefst nánari athugunar og ALLIR íslendingar verða að skilja.
Byrjum á Hrun bankakerfisins hefur leitt af sér talsverða þörf fyrir erlent lánsfé Af hverju ef að eignir gömlu bankanna standa vel fyrir öllum erlendum almennum innistæðum og innlendar innistæður eru tryggðar og þær greiðast af ríkissjóði með innlendri krónu?
Þessir skrifarar gera ráð fyrir að þörf á erlendu lánsfé árin 2009 og 2010 sé 24 milljarðar Bandaríkjadala!!! 19 milljarðar vegna vanskila gömlu bankanna!!! Bíddu við eigum við íslendingar að taka það á okkur? Hvaða vanskil? Þetta eru klárlega ekki innistæður vegna þess að svo segir í setningunni svo og fjármagn til að gera upp nauðsynlegar greiðslur tengdar erlendum innstæðum. Nei þetta eru eins og segir: eftirstöðvar af kröfum í gömlu bankana þrjá. Ríkissjóður á sem sagt, samkvæmt efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnarinnar, að taka á sig og greiða með erlendum lánum eftirstöðvar af kröfum í gömlu bankana þrjá!!!
Lítum aðeins á hvað 24 milljarðar bandaríkjadala er stór upphæð 24.000.000.000$. Þetta er á gengi dagsins í dag 2.886.960.000.000 kr. eða rétt tæplega 3 billjónir íslenskra króna. Til samanburðar má sjá að fjárlög íslenska ríkisins fyrir árið 2009 eru 555.640.900.000 kr. eða fimm sinnum lægri tala fimm sinnum fjárlög íslenskra ríkisins er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að fara fram á (leggja til) að íslenska ríkið taki að láni erlendis til að greiða eftirstöðvar af kröfum í gömlu bankanna þrjá á næstu tveim árum!!!
Til að borga eitthvað sem búið er að sannfæra allan almenning um að ekki eigi að falla á ríkissjóð!!!
Vaknið Íslendingar því vá er fyrir dyrum!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Af hverju að einkavæða ríkisvæddu einkavæddu ríkisbankana?
1.3.2009 | 11:28
Hin ósýnilega hönd
Það er búið að tyggja það ofan í almenning að það sé betra rekstrarfyrirkomulag að einkaaðilar sjái um allt (nema, kannski, rekstur lögreglu, dómstóla og ja ... spítala). Menn benda á þá spillingu sem fylgir því að stjórnmálamenn séu að vasast í fyrirtækjarekstri og, merkilegt nokk eru það aðallega stjórnmálamenn sem á það benda. Aðal röksemdin er samt sú að: frjáls samkeppni (hin ósýnilega hönd) myndi skila mesta hagræðinu og þ.a.l. koma sér best fyrir samfélagið í heild. Skoðum aðeins þessa fullyrðingu.
Frjáls samkeppni er hugtak sem notað er í hagfræðinni sem útópískt ástand sem beri að stefna að. Ákveðin skilyrði verða að vera til staðar á markaði til að kostir samkeppni fái notið sín. Þessi skilyrði eru margvísleg eins og: mikill fjöldi, jafnsmárra, aðila - algert gegnsæi upplýsinga, bæði kaupenda og seljenda engar viðskiptahömlur engin einkaleyfi mjög dreifð eignaraðild vara sem seld er verður að vera algerlega eins og engar auglýsingar viðhafðar sem skekkt geta samkeppnisstöðu. Það er, m.ö.o. viðurkennt innan hagfræðinnar að frjáls samkeppni þekkist ekki í raun. Ástæður þess eru að skilyrði frjálsrar samkeppni eru ekki, né eru líklegar til að verða nokkur tíma, til staðar.
Nú þegar búið er að ríkisvæða einkavæddu ríkisbankana þá hefjast upp þær raustir sem agnúast út í ríkisrekstur. Misvitrir stjórnmálamenn og sjálfskipaðir sérfræðingar leggja nú á það áherslu að það þurfi að einkavæða bankana sem fyrst (helst áður en þeir fara að skila hagnaði?) Ég hef a.m.k. aldrei heyrt talað um það, þegar verið er að predika fyrir einkavæðingu, að frjáls samkeppni sé óskhyggja sem standist ekki raunveruleikann og muni alderi gera það.
Við skulum, í stuttu máli, fara yfir það hvers vegna aldrei getur verið um að ræða frjálsa samkeppni í veruleikanum.
Gefum okkur það að í byrjun sé frjáls markaður. Það þýðir að við höfum marga nákvæmlega jafnstóra aðila á markaði, sem eru ekki verðsetjarar og hafa fullkominn aðgang að öllum upplýsingum er varða markaðinn og neytendur hafa sömuleiðis fullkomna þekkingu á markaðnum.
Hin ósýnilega handarkenning segir að samkeppni á markaði leiði til þess að neytendur versli þar sem sé ódýrast, til að tryggja eigin hag. Þar með geti enginn einn aðili hækkað verð og sé því, í raun verð-taki. Að sama skapi sjái þetta fyrirkomulag um að hinar takmörkuðu auðlindir samfélagsins nýtist sem best því allir slugsar sem ekki hámarki nýtingu auðlindanna (séu það mannauðlindir, tímaauðlindir, hráefnaauðlindir eða hvað sem er) fari fljótlega á hausinn því þeir geti ekki keppt við hina í verðum sem betur fari með þessar sömu auðlindir.
En hér er falin kerfisvilla í kenningunni.
Gefum okkur áfram að aðilar á þessum ímyndaða frjálsa markaði séu misgóðir í því að fara með auðlindirnar; það hlýtur að vera eðlileg ályktun, því ef menn eru ekki misgóðir í því - af hverju þá frjáls samkeppni? Hún á jú að vera VEGNA ÞESS AÐ MENN ERU MISGÓÐIR Í ÞVÍ AÐ FARA MEÐ AUÐLINDIR. Annars þyrfti ekki frjálsa samkeppni til að tryggja að fá þá bestu til þess að fara með auðlindirnar og þar með tryggja hag neytenda sem og samfélagsins alls. Það gefur því auga leið að einn, eða nokkrir, eru betri enn flestir og, með tímanum, styrkjast og geta keypt upp þá sem lélegri eru, sem svo aftur kaupa upp þá sem lélegri eru og koll af kolli, þangað til við höfum eitthvað sem nálgast óþægilega raunveruleikann og kallast fákeppni, samráð og einokun. M.ö.o. akkúrat sömu rök og segja að við eigum að treysta markaðnum til að hámarka hagkvæmni auðlinda, og skapa þar með bestu kjör fyrir mig og þig, benda á að frjáls samkeppni getur aldrei orðið neitt annað en í mesta lagi stutt breytingaskeið í átt að einokun. Sem aftur, samkvæmt sömu kenningu, segir að sé andstæða hámörkunar auðlindanna, þ.e.a.s. sóun!
Það sem menn sáu hér í eina tíð, þegar ríkisfyrirtæki voru stofnsett, var að það er þó skömminni skárra, sérstaklega þegar kemur að nauðsynlegum fyrirtækjum eins og spítölum, skólum og bönkum, að þessi fyrirtæki væru í almannaeigu fremur en í einkaeigu. Þar með væri hægt að tryggja að ekki væri verið að okra á fólki með því að almenningur hefði fullkominn aðgang að öllu er varðar rekstur fyrirtækisins og stefnu þess, t.a.m. arðsemisstefnu. Markmiðið var einnig að allir gætu notið þjónustunnar án persónulegs efnahags. Það var álitið sjálfsögð mannréttindi að menn ættu rétt á þaki yfir höfuðið (þetta þýðir að hafa jafnan aðgang að sæmilega ódýru lánsfé), heilbrigðisþjónustu og menntun svo dæmi séu tekin. Einungis almannarekstur á veigamiklum stoðum samfélagsins gæti því tryggt jafnræði.
Lítið fór fyrir, í umræðunni um hækkun fasteignaverðs, samhengi innrásar hinna frjálsu banka á íslenska húsnæðismarkaðinn og hækkunarinnar. Það var eins og margur maðurinn áliti það hina skrýtnustu tilviljun að hækkun húsnæðisverðs yrði á sama tíma. Jú menn segjast skildu að aukið aðgengi að lánum hafi aukið eftirspurn og þar með hækkað verð en síðan ekki söguna meir. Einhverjir spekúlantar hafa meira að segja tjáð að markaðurinn hafi verið að leiðréttast miðað við verð í öðrum stórborgum!
Nú standa menn í þeim sporum að einkabankarnir fóru hamförum á íslenska fasteignamarkaðnum, húsnæðisverð hækkaði upp úr öllu valdi og vextir hækkuðu og urðu hærri en áður en að bankarnir komu inn á markaðinn. Hvað varð um hina ósýnilegu hönd sem átti að tryggja hagkvæmni, besta verð, og hag neytenda? Átti ekki aukin samkeppni á húsnæðismarkaðnum að bæta hag neytenda? Ef ekki, hvers vegna í ósköpunum þá að hleypa bönkunum inn á markaðinn? Það skildi þó ekki hafa verið til þess að tryggja ákveðnum aðilum einkaaðilum arðsemi af þeirri ófrávíkjanlegu staðreynd að allir þurfa þak yfir höfuðið; fátt er arðvænna en það að lána til íbúðarkaupa, það vita allir sem þora að reikna 40 ára húsnæðiskaupalán til enda. Og fátt er tryggara eins og allir vita sem nú eru að lenda í vanskilum; ef að þú borgar ekki þá er húsnæðið tekið, þar er ekkert gefið eftir ekkert afskrifað. Sem sagt, tilkoma bankanna á þennan markað bætti ekki hag lántakenda/húsnæðiskaupenda og bætti ekki hag samfélagsins alls.
Einkarekstur orkuveitna
Myndin sýnir gervihnattaljósmynd er sýnir ljósleysi í fylkjunum í kringum New York og New England - svæði á stærð við Mexikóflóa
Annað dæmi; Í skugga kreppunnar er umræða um einkavæðingu orkufyrirtækja ríkis og sveitarfélaga. Forstjóri Landsvirkjunar hefur talað fyrir einkavæðingu og Evrópusambandið þrýstir á einkavæðingu dreifingakerfa. Ég var staddur í BNA árið 2003 þegar stór hluti austurstrandarinnar varð rafmagnslaus. Rafmagnsleysi og truflanir eru landlægar alls staðar í BNA. Menn vita ástæðuna; hún er sú að rekstrarfyrirkomulag orkuveitna er á einkaeignargrunni. Skoðun leiðir í ljós að til að fá menn til að fjárfesta í orkufyrirtækjum þarf að laða að fjárfesta með von um arð. Sá arður þarf að vera jafnmikill, helst meiri, en menn geta vænst af fjárfestingum annarsstaðar (hin ósýnilega hönd); þetta kallar hagfræðin að dekka fórnarkostnaðinn við fjárfestinguna. Arðsemiskrafan kemur, aftur á móti, illa niður á viðhaldi. Sérstaklega hefur úttekt á rafmagnsveitum þar vestra sýnt að dreifikerfið hefur verið vanrækt. Ef að val stjórnenda stendur m.ö.o. á milli þess að endurnýja, segjum 200 km. rafmagnslínu eða borga út 200 milljarða arð, þá er valið að borga út arðinn. Ef að þarf að taka ákvörðun um rafmagnslínu ofanjarðar, sem er hlutfallslega ódýrt, eða niðurgrafna rafmagnslínu, sem er dýrari fyrir rafmagnsveituna en líklega mun ódýrari fyrir samfélagið og hvað varðar viðhald, er valin ódýrari skammsýnni leiðin. Þessi aðferðafræði leiðir til hækkunar bréfa á markaði sem leiðir til hærri launa stjórnenda vegna mælanlegs árangurs þeirra í að greiða út arð til hluthafa; afleiðingin kerfið er eins lélegt og menn komast upp með og sóun auðlinda meiri en er hugsað væri út frá heildarhagsmunum í stað einkahagsmuna. Kerfið í heild sinni er einfaldlega lélegt. Adam Smith hefði átt að hugsa þetta með hámarks hagkvæmni aðeins betur.
Hvort er verra?
Það verður ekki séð að einkarekstur sé, á nokkurn hátt, betri samfélagslega en ríkisrekstur. Spurningin er einfaldlega sú hvort rekstrarfyrirkomulagið er verra. Það er því rétt að setja málið svona upp: Hvort er verra fyrir samfélagið einkarekstur eða samfélagsrekstur þegar kemur að rekstrarfyrirkomulagi á meginstoðum samfélagsins
Ef að þið trúið mér ekki, trúiði þá þessu?
24.2.2009 | 16:42
Ég hef hér á síðunni undanfarið verið að reyna að vekja fólk til umhugsunar um eðli peninga og vaxta. Sumir halda að ég sé bara enn einn bullukollurinn og samsæriskenningasmiðurinn og þess vegna ætla ég nú að vitna í mér merkari menn sem allir eru í raun að segja það sama. Að miklum hluta eru þetta erlendar tilvitnanir og vonast ég til að það komi ekki að sök þó þær séu á enskri tungu.
Það sem ég hef verið að segja er að vextir eru ekki náttúrulegt fyrirbæri heldur ákveðið stjórntæki til að setja einstaklinga og þjóðir í skuldaþrældóm. Lítum fyrst á mynd af Íslensku fjárlögunum fyrir árið 2009.
Eins og sést á myndinni eru vaxtagreiðslur ríkissjóðs áætlaðar um 90 milljarðar króna og er það þriðji stærsti útgjaldaliðurinn, aðeins heilbrigðis og félagsmál eru stærri og heilbrigðismál fá aðeins 120 milljarða. 90 milljarðar er svo áætluð tala og getur auðveldlega breyst þegar krónan verður sett á flot á ný. Þessi vaxtaútgjaldaliður 90 milljarðar er svo aðeins vaxtagreiðslur ríkissjóðs. Ef að teknar eru vaxtagreiðslur sveitarfélaganna, heimilanna og fyrirtækjanna þá tvöfaldast þessi tala auðveldlega.
Í hagfræðunum er talað um monetary policy og er þá átt við að hægt sé að stjórna hagkerfinu með því að hafa áhrif á verð peninganna með a) vöxtum og b) peningamagni í umferð. Þessir hlutir hafa svo aftur áhrif á gengi sem hefur áhrif á innflutning/útflutning og almenna neyslu í samfélaginu og þar með skatttekjur o.s.frv. Flestir Íslendingar halda að vaxtastig sé ákveðið í Seðlabanka Íslands og þá í samráði við ríkisstjórn og miðað við efnahagsástand og ástand markaða en það er ekki svo. Nú er það Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem ákveður vexti á Íslandi en almennt séð fylgja seðlabankar heimsins hinum bandaríska í megindráttum (þegar sá banki lækkar eða hækkar endurómar það hjá öðrum seðlabönkum). Það er því hollt fyrir alla að vita að seðlabankinn bandaríski er EKKI ríkisstofnun eins og sá íslenski heldur EINKAFYRIRTÆKI. Eins og margir vita hafa seðlabankar ekki einungis vald til að ákveða vexti heldur einnig vald til að prenta peninga og hafa þannig áhrif á verðgildi peninganna! Sem sagt einkafyrirtæki í Bandaríkjunum ákveður vexti og verð á bandaríkjadollar. Neðst í þessari færslu er hægt að sjá viðtal við Dennis Kucinich þingmann Demokrata þar sem hann er að leggja áherslu á þetta og hann segir orðrétt: the Federal bank is as federal as Federal Express. Ég ætla þessu næst að vitna í James Garfield.
"Whosoever controls the volume of money in any country is absolute master of all industry and commerce... And when you realise that the entire system is very easily controlled, one way or another, by a few powerful men at the top, you will not have to be told how periods of inflation and depression originate." - James Garfield (assasinated within weeks of release of this statement during first year of his Presidency in 1881)
Hér er önnur tilvitnun:
"Let me issue and control a nation's money and I care not who writes the laws." - Mayer Amschel Rothschild, 1790
Og önnur:
"When a government is dependent upon bankers for money, they and not the leaders of the government control the situation, since the hand that gives is above the hand that takes... Money has no motherland; financiers are without patriotism and without decency; their sole object is gain." -- Napoleon Bonaparte, 1815
Og enn ein:
"I believe that banking institutions are more dangerous to our liberties than standing armies." - Thomas Jefferson.
Hér er ein tilvitnun sem segir allt:
"While economic textbooks claim that people and corporations are competing for markets and resources, I claim that in reality they are competing for money - using markets and resources to do so. Greed and fear of scarcity are being continuously created and amplified as a direct result of the kind of money we are using. For example, we can produce more than enough food to feed everybody, and there is definitely not enough work for everybody in the world, but there is clearly not enough money to pay for it all. In fact, the job of central banks is to create and maintain that currency scarcity. Money is created when banks lend it into existence When a bank provides you with a $100,000 mortgage, it creates only the principal, which you spend and which then circulates in the economy. The bank expects you to pay back $200,000 over the next 20 years, but it doesn't create the second $100,000 - the interest. Instead, the bank sends you out into the tough world to battle against everybody else to bring back the second $100,000."- Bernard Lietaer, Former Central Banker
Og svo þetta:
"The actual process of money creation takes place in commercial banks. As noted earlier, demand liabilities of commercial banks are money.."Confidence in these forms of money also seems to be tied in some way to the fact that assets exist on the books of the government and the banks equal to the amount of money outstanding, even though most of the assets themselves are no more than pieces of paper--.", P.3."Commercial banks create checkbook money whenever they grant a loan, simply by adding new deposit dollars in accounts on their books in exchange for a borrower's IOU.", p. 19. "The 12 regional reserve banks aren't government institutions, but corporations nominally 'owned' by member commercial banks.",
p. 27.- Federal Reserve Bank of Chicago
Vaknið elsku svefngenglar, svo lengi sem þið sofið heldur þrældómurinn árfram!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2009 kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Spurning um að henda bara gaman að þessu öllu.
24.2.2009 | 15:13
Æ það reddast – skál!
24.2.2009 | 11:23
Nú er að verða útséð með að engra raunverulegra breytinga er að vænta með komandi kosningum. Fjórflokkurinn virðist ætla að halda velli. Það er ekki einu sinni háværar kröfur innan flokkanna um mannabreytingar. Sama gamla prófkjörs/uppstillinganefnda kjaftæðið er hafið. Menn að ota sínum tota og allir að hugsa um eigin hag.
Ekkert nýtt framboð hefur komið fram. Einu lausnirnar sem bent hefur verið á eru að lappa upp á ónýtt kerfi. Enn á ný er allt farið að snúast um hægri vinstri og vont flokkakerfi. Fólk er farið að kyrja sama sönginn eins og á áhorfendapöllum íþróttaleikvangs. Áfram VG, áfram Sjálfstæðisflokkur, koma svo Samfylking, þið getið það Frjálslyndir og svo framvegis. Svanasöngurinn heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist; eins og það sé í raun ekkert að. Svæfingamáttur orðagjálfurs og ættflokkaundirgefni ætlar að ná yfirtökunum enn á ný. Kosningar í vor með loforði um óbreytt ástand. Slegið á hendur einhverra vegna bankahrunsins til málamynda og allt í sama farveg. Stjórnlagaþing sem kemur með útþynntar tillögur eftir tvö ár; stjórnlagaþing sett samskonar kerfisköllum og hafa komið sér vel fyrir í kerfinu og engan hug hafa á að breyta neinu nema í samkvæmt forskrift pólitískra hagsmunaafla.
Á meðan situr almenningur dofinn heima og hyggur á landflótta. Fólk er búið að fá nóg, allt er betra en þetta. Hugsunin eins og alkóhólistans sem finnur að nú verði að koma til breytt ástand, annars sé ekkert framundan annað en geðveiki eða dauði. Ég verð að fara í meðferð, hugsa menn. Valið stendur á milli norðurlandanna eða Kanada. Þeir sem vilja gera eitthvað í sínum málum hugsa þannig. Hinir sem ekki eru búnir að skrapa botn niðurlægingarinnar setja sig í stellingarnar og taka afstöðu með eða á móti Davíð Oddsyni, með eða móti Evrópusambandinu og halda áfram að styðja sitt lið af sjúklegri þráhyggju sem engin rök bíta á; KR, Valur Fram, Keflavík VG, Sjálfstæðis, Samfylking, Frjálslyndir Vodka, bjór, hass, spítt.
Ég kalla eftir, nei ég grátbið stöndum saman almenningur og setjum á fót framboð sem getur og vill breyta hér. Breiðfylkingu Íslendinga, venjulegra Íslendinga, með fjölbreyttar skoðanir, hægri vinstri, róttækt íhald, gamalt nýtt, skiptir ekki máli. Við getum sameinast um það eitt að vilja breytt ástand allt er betra en þetta! Við getum sameinast um að endurreisa Ísland og við getum sameinast um að vera Íslendingar.
25% beint - 50% óbeint
23.2.2009 | 11:40
Fjórðungur - það er 25% - af því sem þú sem launamaður hefur til ráðstöfunar - það eru laun eftir skatta - fer í að greiða vexti. Þá á eftir að líta til þess að fyrirtækin greiða annað eins í vexti, sem þú, kæri launamaður, greiðir á endanum með þínum ráðstöfunartekjum þegar þú verslar við fyrirtækin. Að lokum greiðir ríkissjóður annað eins í vexti sem þú, kæri launamaður, greiðir með þínum sköttum og þjónustugjöldum. Er þetta nógu skýrt? Getur þú séð nú, kæri launamaður, að þú ert ekkert annað en þræll? Þræll sem þarft að sjá um þig sjálfur og sjá um að koma næstu kynslóð þræla á legg.
Ég hef skrifað um það hér áður að vextir eru ekki sjálfsagðir og eðlilegir. Ég bið þig nú, kæri launamaður, að velta því aðeins fyrir þér. Staldraðu aðeins við og reyndu aðeins að líta upp úr síbyljunni. Veltu því til dæmis fyrir þér hvers vegna Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn tekur vexti af lánum sem sögð eru til að "hjálpa" þjóðum í vanda. Veltu því fyrir þér hvers vegna almenningur verður að greiða vexti til þess að geta búið einhvers staðar. Veltu því fyrir þér hvers vegna fyrirtæki geta ekki starfað án þess að greiða vexti. Reyndu að vera algerlega hlutlaus eins og utanaðkomandi geimvera og líttu á þetta allt saman. Hvert fara þessi útgjöld á endanum? Líttu á heilu samfélögin sem eru á klafa vaxtagreiðslna; fjórðungur, að minnsta kosti, af öllu því sem þau afla fer í vexti. Líttu svo á þá staðreynd að auður gefur af sér meiri auð með vaxtagjaldtöku. Auður vex í lokuðu kerfi sem þýðir ekkert annað en tilfærsla auðæfa; frá einum enda til annars - einn verður ríkari á kostnað annars. Líttu svo á sult og örbyrgð í heiminum og á þá staðreynd að enginn getur sig hreift í þessu kerfi nema að greiða vexti. Kannaðu þetta, kæri launamaður, í ró og næði og segðu mér svo hvort þú sért mér ekki sammála - er þetta eitthvað annað en þrælahald pakkað inn í umbúðir vaxta og bankastarsemi?
Fjórðungur tekna í afborganir og vexti af lánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til varnar frjálsri fjölmiðlun
22.2.2009 | 07:41
Ég fann eftirfarandi grein á vafri mínu um netið og vil eðli hennar samkvæmt hjálpa til að koma henni á framfæri og birti því hér.
Yfirlýsing frá Jóni Bjarka Magnússyni
Ég finn mig knúinn, samvisku minnar vegna, að segja frá því að frétt sem ég skrifaði fyrir DV þann 6. nóvember síðastliðinn um Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóra Landsbankans var stöðvuð. Þetta geri ég vegna þess að það er skylda mín gagnvart lesendum og fólkinu í landinu að upplýsa um slík mál. Ég hef reynt að sannfæra sjálfan mig í meira en mánuð um hið gagnstæða. Að best væri að gleyma þessu og þegja. Ég hef hinsvegar ekki gleymt þessu atviki, og ég get ekki þagað yfir því lengur. Ég tel það ekki vera ásættanlegt að einhverjir ónefndir aðilar úti í bæ geti stöðvað eðlilegan fréttaflutning. Ég get ekki gerst sekur um að vera þátttakandi í leynimakki og blekkingu í krafti auðvalds á þessum síðustu og verstu tímum.
Þann 6. nóvember skrifaði ég grein um Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóra Landsbankans sem hafði komið sér fyrir á skrifstofu í húsnæði Landsbankans við Pósthússtræti 7. Reynir Traustason ritstjóri DV hafði beðið mig um að vinna þetta verkefni.
Eftir tvær heimsóknir og fleiri tilraunir til þess að ná tali af Sigurjóni í gegnum síma náði ég loksins að spyrja hann nokkurra spurninga. Í kjölfarið skrifaði ég grein þar sem meðal annars kom fram að Sigurjón væri að koma á fót ráðgjafarfyrirtæki í húsnæði Landsbankans. Einnig að hann vonaðist eftir verkefnum frá Landsbankanum.
Ég skilaði fréttinni til fréttastjóra eins og vanalegt er og bjóst ekki við öðru en að hún myndi birtast í blaðinu daginn eftir. Þegar ég mætti daginn eftir kallaði Reynir Traustason mig inn á skrifstofu og tjáði mér að stórir aðilar úti í bæ hefðu stöðvað hana. Hann sagðist ekki vera sáttur við þá ákvörðun að bakka með fréttina en ákvað samt að gera það. Ég varð hugsi yfir þessum fregnum en taldi mér trú um að eflaust væri best að láta þetta liggja á milli hluta.
Nokkru áður eða þann 10. október síðastliðinn birtist leiðari í DV undir yfirskriftinni Við brugðumst ykkur. Þar sagði Jón Trausti Reynisson annar tveggja ritstjóra blaðsins fjölmiðla hafa brugðist þjóðinni. Ég sé ástæðu til þess að rifja leiðarann aðeins upp.
Hann hefst svona: Hrun íslenska efnahagslífsins stafar ekki af hagfræðilegum ytri aðstæðum, heldur af lýðræðislegum ástæðum. Þjóðfélagið hefði aldrei farið á fullri ferð fram af brúninni ef það hefði ekki verið gegnsýrt af blekkingu í áraraðir. Blekkingin kom frá stjórnmálamönnum, viðskiptamönnum og líka þeim sem áttu að verja þjóðfélagið gegn blekkingunni, fjölmiðlamönnum.
Ég lít svo á að með því að stöðva þessa frétt hafi DV ekki varið þjóðfélagið gegn blekkingunni, heldur viðhaldið henni. Fyrirsögnin mætti því vera: Við erum að bregðast ykkur núna.
Frjáls fjölmiðlun er eitthvað sem þjóðin þarfnast nú. Á tímum sem þessum, við áfall á borð við það sem íslenska þjóðin er að ganga í gegnum, á að vera algerlega skilyrðislaus krafa að fjölmiðlar séu frjálsir og geti sagt hvaða þær fréttir sem þeim sýnist og hvernig sem þeim sýnist. Séu óbundnir af hagsmunum fárra, peningum, styrktaraðilum, stjórnmálaöflum eða lánadrottnum. Og ef þetta bregst tel ég að fólki beri skylda til þess að láta vita.
Ég geri mér ekki grein fyrir því hver eða hverjir það voru sem sannfærðu ritstjóra DV um að birta greinina ekki. En Reynir sagði mér á fundi sem við áttum saman, að þessir aðilar væru valdamiklir og að þetta hefði hreint og beint snúist um líf eða dauða blaðsins. Af orðum hans að dæma er ljóst að haft var í hótunum við hann. Hann þyrfti að hlýða. Ég vil ekki gera lítið úr þeirri klemmu sem ritstjóri minn var settur í: að birta ekki frétt, eða stofna ella lífi sjálfs blaðsins í hættu. Það er erfitt að vera í slíkri stöðu.
En ég er ósammála ákvörðun hans. Ég tel að best sé fyrir hann, DV, þjóðfélagið allt, að fram komi hver sú atburðarás hafi verið sem hann vísaði til í samræðum við mig, þegar hann útskýrði að fréttin yrði ekki birt. Að þetta sé jafnvel eina tæka vörnin við slíkar aðstæður. Og að stóra fréttin hljóti að vera þessi: Ónefndir aðilar réðust gegn því sem á að vera einn af hyrningarsteinum lýðræðis á Íslandi. Krafa mín og okkar allra hlýtur því að vera ófrávíkjanleg að eftirfarandi verði svarað:
Hvers eðlis er hótunin sem ritstjóri DV var beittur, og hver eða hverjir hótuðu?
Frá því að þetta átti sér stað hef ég velt því fyrir mér hversu algengt slíkt sé í íslenskum fjölmiðlum. Að ákveðnar greinar sem hafi verið unnar séu teknar úr umferð vegna þess að þær skaði á einhvern hátt hagsmuni valdamikilla aðila. Sögur ganga um slíkt, en fáar ef nokkrar rata fyrir sjónir almennings. Ef enginn stígur fram og segir opinskátt frá slíkum dæmum í frjálsum fjölmiðlum er líklegt að stór hluti fólks standi í þeirri trú að ekki sé stunduð ritskoðun í íslenskum fjölmiðlum, að allt sé í himnalagi.
Það skiptir í raun minnstu máli hvað fram kemur í þessari frétt. Líklega er ekkert í henni sérstaklega afdrifaríkt, en þó er ljóst að á þessum tíma var eftirspurnin eftir fréttum um athafnir Sigurjóns Árnasonar geysilega mikil, meðal annars vegna vangaveltna Egils Helgasonar um Sigurjón, og hvað fram færi á skrifstofunum við Pósthússstræti. Og hversu mörgum stórfréttum er þá kippt úr umferð við að einhverjir menn úti í bæ meti það sem svo að birting kæmi sér illa fyrir þá?
Á Eyjunni var fjallað um skrifstofu Sigurjóns þann fjórða og sjötta nóvember Á vefsíðunni T24 var meðal annars fullyrt að Sigurjón væri að vinna ötullega að því að greiða úr skuldaflækjum fyrirtækja sem tengjast Baugi við Landsbankann.
Þar sagði meðal annars þetta:
Á götuhorninu er því haldið fram að hugmyndafræðingurinn að baki kaupum Rauðsólar á fjölmiðlahluta 365 hf. sé Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans. Fullyrt er að hann vinni nú ötullega að því að greiða úr skuldaflækjum fyrirtækja sem tengjast Baugi við Landsbankann. Sigurjón er sagður vinna náið með Jóni Ásgeiri og tengdum aðilum en Sigurjón og Ari Edwald, forstjóri 365, eru gamlir samherjar í háskólapólitík og Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Þeir sem standa á götuhorninu og velta fyrir sér hvernig kaupin gerast á eyrinni eftir að ríkið yfirtók bankana velta því fyrir sér hvort og þá með hvaða hætti fyrrum yfirmenn banka, sem nú eru í þrotum, koma að málum varðandi uppgjör skulda einstakra viðskiptavina.
Andrés Jónsson fjallaði um störf Sigurjóns á bloggi sínu þann 5. nóvember: Meðal viðskiptavina Sigurjóns (auk Baugs og Rauðsólar) eru Samson, stór breskur banki og stór þýskur banki. Einnig einhverjir fleiri erlendir og innlendir aðilar. Þeir treysti engum betur en Sigurjóni til að gæta hagsmuna sinna í tengslum við Landsbankann, enda hafi hann verið sá sem setti öll þessi viðskipti saman á sínum tíma.
Ég sem blaðamaður var stöðvaður, grein mín ekki birt og ég svo beðinn um að tala ekki um það. Með hliðsjón af því sem hefur meðal annars komið fram í forystugreinum DV um að allt yrði að vera uppi á borðinu fannst mér þetta skjóta skökku við. Blekkingin sem svo mjög hefur verið gagnrýnd var allt í einu farin að ná inn á ritstjórn DV.
Í leiðara DV þann 10 október segir einnig: DV mun í framhaldinu sýna aukna harðfylgni í samskiptum við stjórnmálamenn og viðskiptamenn. Þeir verða ekki látnir komast upp með að ljúga að þjóðinni athugasemdalaust. Því þeir sem ljúga að fjölmiðlum ljúga líka að almenningi. Blekkinguna verður að uppræta, því hún er meinið sem varð þjóðinni að falli.
Ég tek undir þetta og svara hérmeð kalli blaðsins. Ég hvet fleiri blaðamenn, sem hafa látið stöðva fréttirnar sínar, til að stíga fram, og að lokum vil ég ítreka kröfuna um að eftirfarandi spurningum verði svarað:
Hvers eðlis er hótunin sem ritstjóri DV var beittur, og hver eða hverjir hótuðu?
Greinin sem var stöðvuð
Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kom sér fyrir á þriðju hæð í skrifstofuhúsnæði Landsbankans á Pósthússtræti fyrir nokkrum dögum. Þetta staðfestir hann við DV. Hann segist ekki vera að vinna fyrir bankann, heldur sjálfan sig.
Aðspurður um það hvaða starfsemi fari fram á skrifstofunni segist hann vera að koma á fót litlu ráðgjafafyrirtæki. Sko. Það sem ég er að reyna að sjá er hvort maður eigi möguleika á því að vinna ráðgjöf fyrir hina og þessa. Maður er að reyna að búa sér til vinnu, segir Sigurjón og bætir því við að hann vilji helst halda því fyrir sjálfan sig hvað hann ætli sér að gera með fyrirtækið.
Leigir af Landsbanka
Sigurjón leigir skrifstofuna af Landsbankanum. Hann segir þó að Landsbankinn hafi leigt húsnæðið af fyrirtæki sem eigi fasteignir út um alla borg. Hann segir skrifstofuhúsnæðið vera tómt og að verið sé að yfirgefa skrifstofur Landsbankans í húsnæðinu. Þetta er allt meira og minna tómt núna, segir hann.
Blaðamaður DV heimsótti húsnæðið í gær. Á fjórðu hæðinni, fyrir ofan nýja skrifstofu fyrrverandi bankastjórans, voru skrifstofur Landsbankans en þar var ennþá starfsemi í gangi. Þegar Sigurjón var spurður út í þetta sagði hann; þá er bara ekki búið að færa það. Annars veit ég það ekki nákvæmlega. Ég held að það eigi að leigja þetta út fyrir einhverja nýsköpunarstarfsemi, segir hann.
Vonast eftir verkefnum
Sigurjón segir að hinar og þessar deildir Landsbankans hafi verið í húsinu. Hann vill þó ekki fara nánar út í það. Á skilti sem er á veggnum fyrir utan dyr húsnæðisins kemur fram að á þriðju hæðinni, þar sem skrifstofa Sigurjóns er, sé lögfræðisvið bankans staðsett. Þegar hann er spurður hvort að hann sé byrjaður að gefa Landsbankanum ráðgjöf svarar hann; já ég ætla að vona að ég geti fengið einhver verkefni þar eins og annars staðar. Að sjálfsögðu.
Hann tekur fram að það geti vel farið svo að að hann komi að einhverjum verkefnum til aðstoðar bankanum. Aðspurður um það hvort að hann hafi átt bréf í bankanum segir hann svo ekki hafa verið. Sigurjón segist undanfarið hafa skráð niður það sem gerðist í aðdraganda hrunsins til þess að það lægi fyrir og til að tryggja að menn hafi réttar upplýsingar. Ég er auðvitað alltaf boðinn og búinn til að hjálpa Landsbankanum. Ég er alltaf tilbúinn til þess að gera það, segir hann að lokum.
Fyrst og síðast
22.2.2009 | 06:32
Nú er það öllum ljóst að markaðskerfið virkar ekki, ekki frekar en áætlanakerfi sovétlýðveldanna forðum. Það var mínum barnshuga einhvern veginn alveg ljóst allt, frá því ég, sem barn, fyrst fór að hugsa um það, að hæfileg blanda af þessu tvennu væri leiðin til að fara. Við erum ekki nógu þroskuð sem tegund, held ég, til að geta eftirlátið einstaklingnum að taka ákvarðanir sem hafa áhrif út fyrir hans eigin hagsmunasvið. Við erum of eigingjörn til að geta séð, eða látið það okkur einhverju skipta, að gjörðir okkar snerta ekki bara okkur sjálf hér og nú. Markaðir þurfa að vera stýrðir til að græðgin fari ekki úr böndunum og útrými okkur ekki sem tegund. Hin ósýnilega hönd Adam Smith reyndist vera akkúrat það ósýnileg og óraunveruleg. Græðgin sem mærð hefur verið svo undanfarið reyndist ekki vera kostur heldur eyðileggjandi afl sem verður að hemja eins og kostur er ef ekki á illa að fara.
Ég sé þetta hrun fjármálakerfis heimsins sem óhjákvæmilega og þar af leiðandi eðlilega þróun. Karl Marx og Frederik Engels sáu þetta fyrir og fleiri hugsuðir hafa einnig bent á það sem nú verður að teljast staðreynd. Það er með öðrum orðum, ekki einungis siðferðilega ósanngjarnt, að auðsöfnun með slíkum öfgum sem við sjáum, heldur er slíkt ójafnvægi einkenni sjúkleika sem ekki fær staðist til lengdar. Ég gæti farið í að telja upp fjölda rannsókna og tölulegra staðreynda um slæmar samfélagslegar afleiðingar fátæktar eins og sóun mannlegra hæfileika, glæpi o.s.frv. en læt það vera þar sem ég veit að það er öllum í raun ljóst. Það væri einnig hægt að minnast á alþjóða samþykktir og yfirlýsingar sem fjalla um réttindi manna til mannsæmandi lífs að ekki sé talað um umhverfissamþykktir. Allt leiðir að sama brunni; eigingirni, sem er eðlileg og nauðsynleg kennd á ákveðnu þróunarstigi til varðveislu einstaklingsins, verður að temja með samfélagslegum hætti til varnar tegundinni.
Besta samfélagsmódel sem mannkynið þekkir í dag er hið norræna velferðarkerfi. Það sem er til fyrirmyndar í því kerfi er forgangsháhersla heildarinnar á kostnað einstaklingsins. Það var áhugavert að hlusta á fyrrverandi forsætisráðherra Íslands Geir Haarde, tala um það áherslur á síðustu dögum ríkisstjórnar sinnar. Í sjónvarpsviðtali talaði Geir um að fyrst kæmi þjóðin, síðan flokkurinn og síðast einstaklingurinn. Gott væri ef satt væri, en margt bendir, hins vegar, til að þessu sé öfugt farið hér á landi. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að halda, að á Íslandi sé það einstaklingurinn fyrst, síðan flokkurinn (og þá einungis til að frama einstaklingin) og síðast þjóðin.
Núna þegar fjármálakerfið er hrunið og einkafyrirtæki fá milljarða frá hinu opinbera út um allan heim eru menn að átta sig; einungis með sterkri heild getur einstaklingurinn vænst styrks.
Þrællinn sem ekki veit að hann er þræll en grunar samt.
19.2.2009 | 12:53
Ég skrifaði hérna pistil í gær sem var tilraun til að varpa örlitlu ljósi á hvað vextir eiginlega væru. Ástæðan er sú að ég vil vekja fólk til umhugsunar um þá staðreynd að vextir eru í raun ekkert annað er gildisrýrnun gjaldmiðilsins og innibera í sér tilfærslu auðs frá einum aðila til annars. Í sumum menningarsamfélögum hefur hreinlega verið bannað að taka vexti en almenningur í dag er alinn upp í því að það sé algerlega eðlilegt, nánast náttúrulegt, að greiða vexti. Umræðan snýst einungis um hversu háa vexti eigi að taka. En er eðlilegt og réttlátt að greiða vexti? Til að svara þessu verður að átta sig á hvað peningar séu og hver sé raunverulegur eigandi þeirra.
Peningar eru ekkert annað en ávísun á verðmæti. Þeir eru hagræðingaruppfinning sem reyndist nauðsynleg þegar viðskipti jukust um of til að hægt væri með góðu móti að stunda viðskipti með því að borga með vörum eða þjónustu. Ef að litið er til þess að peningar eru ekkert annað en ávísun á verðmæti en ekki verðmæti í sjálfu sér er betra að átta sig hvernig mekanisminn á bak við vaxtatöku gengur fyrir sig.
Auðssöfnun hefst fyrst að ráði með tilkomu peninga. Það segir sig sjálft að bóndi sem lifir á því að selja kindur getur ekki safnað miklu af frosnum kindaskrokkum og lifað af vöxtunum af þeim.En hér gerist það merkilega; ef að þessi sami bóndi skiptir kindaskrokkunum fyrir peninga (selur þá) þá getur hann lánað peningana og fengið vexti fyrir þó að peningarnir séu í raun ekkert annað en ávísun á þessa sömu kindaskrokka. Þetta fer að minna örlítið á afbökun íslenska kvótakerfisins sem ætlað var til að vernda fiskinn í sjónum en varð fljótlega að varðmætum sem verslað er með. Peningar sem upphaflega gegndu því hlutverki að vísa á verðmæti og gera viðskipti auðveldari eru farnir að vera verðmæti í sjálfu sér og gefa af sér vexti.
Ég hef lýst því hvernig telja má að vextir hafi upphaflega til orðið í viðskiptum manna en sagan var þar einungis hálf sögð og ætla ég nú að bæta aðeins úr.
Það sem næst verður að lita á er tilkoma banka á sjónarsviðið. Það verður að líta alla leið til krossferðanna til Jerúsalem og musterisriddaranna svokölluðu. Þegar velmetandi einstaklingar fóru í pílagrímsferðir til landsins helga var yfir óvinalönd að fara og ýmsar hættur leyndust á þeirri löngu leið. Oft voru menn rændir aleigunni og jafnvel drepnir. Musterisriddararnir voru munkar sem lögðu áherslu á að þjálfa sig í bardagatækni með það að markmiði að vera stríðsmenn Krists og til varnar Jerúsalem og landinu helga. Pílagrímar á leið til Jerúsalem kusu eðlilega, ef þeir gátu, að ferðast með musterisriddurunum til að hljóta vernd þeirra og fljótlega fóru mesterisriddararnir að bjóða upp á verndarþjónustu gegn gjaldi. Musterisriddarareglan var vel skipulögð og auðug og að henni drógust margir aðalsmenn er ánöfnuðu reglunni allar eigur sínar því musterisriddararnir máttu engar persónulegar eigur hafa aðrar en þær er þeir gátu borið. Upp spruttu klaustur víða, bæði í Evrópu og Miðausturlöndum. Peningar á þessum tíma voru úr silfri eða gulli og þar af leiðandi þungir og fyrirferðamiklir. Það var erfitt að ferðast með mikla fjármuni og það var augljóst þjófum og ræningjum þegar miklir fjármunir voru fluttir í kistum á vögnum með halarófu af varðliðum. Í framandi landi var svo sífelld hætta á árásum þrátt fyrir að keypt væri vernd. Það var því svo að musterisriddararnir buðu auðmönnum í pílagrímsför upp á snilldar lausn. Þeir buðu auðmönnum að leggja inn auð sinn í einhverju af klaustrum sínum og fá dulkóðaða nótu sem auðmennirnir gátu síðan leyst út í hvaða öðru musterisriddara klaustri sem var. Þjófur sem rændi nótunni gat með engu móti, fyrir það fyrsta, vitað að hér var um ávísun á verðmæti að ræða né leyst hana út ef hann vissi svo. Fætt var kerfi ávísanapeninga svipað því og við þekkjum nú; sagt hefur verið að musterisriddararnir hafi gefið út fyrsta ferðatékkann en það á að ganga lengra og segja að þeir hafi fundið upp fyrsta peningaseðilinn og, það sem er hér mikilvægt þeir upphófu bankastarfsemi og þau þjónustugjöld sem við öll nú greiðum með fýlusvip. Þar kom að auður musterisriddaranna varð svo mikill að þeir gátu lánað þjóðhöfðingjum fé og þeir urðu ógn við ríkjandi valdhafa. Þeim var því útrýmt eins og frægt er orðið og ekki verður farið út í hér.
Ég segi þessa sögu vegna þess að ég vildi benda á tilkomu ávísanapeninga og banka sem er nauðsynlegt ef að menn vilja átta sig á því fjármálaumhverfi er stjórnar nánast öllu í lífi manna í dag og (virðist!) að hruni komið.
Þegar bankar voru komnir fram á sjónarsviðið og þeir hófu útlánastarfsemi var fyrst einungis um gjaldtöku að ræða hjá þeim sem samsvara okkar þjónustugjöldum þeir tóku ekki vexti af útlánum og þeir greiddu ekki vexti af innlánum. Það kostaði, þvert á móti (eins og hjá musterisriddurunum) að setja peningana inn, það var tekið gjald fyrir að passa upp á peninga viðkomandi. Upphaflega fer að bera á hugmyndum um bankavexti samfara endurreisninni í Evrópu (eftir að vaxtataka var bönnuð á miðöldum með tilskipun Karlamagnúsar) og þá sem rök hagspekinga og stjórnspekinga varðandi stjórnun hagkerfisins. Upp koma hugmyndirnar um að vextir séu verðmæling peninga og því sé hægt með, stjórnun vaxta, að hafa áhrif á verðgildi þeirra og vega þá upp á móti verðrýrnun sem stafaði af of mikilli útgáfu peningaseðla. Margir þekkja svo söguna um tilraunir til að gullfesta verðgildi gjaldmiðla sem síðan endaði í hinu svokallaða fljótandi gengi eða markaðsgengi.
Það eru sem sagt í dag tvær hliðar á vöxtum; í fyrsta lagi er um að ræða það að ávaxta sitt fé byggt á þeim rökum sem sagði frá um kaupmanninn í fyrri grein og svo hin að nota vexti sem stýrikerfi í hagkerfinu. Það er þessi hin seinni ástæða sem við Íslendingar erum að súpa seiðið af í dag; en hér verður að gæta varkárni. Ég reyndi að sýna fram á það að vextir rýra í raun verðgildi ávísanapeninga með því að auka alltaf peningamagn í umferð sem nemur vaxtagreiðslunum. Ég sýndi fram á það með tölum að það er samhengi á milli vaxtastigs og verðbólgu, þannig að annað hvort eru menn svo skyni gæddir að þeir skilja ekki þetta samhengi eða að annað liggur að baki.
Í samhengi þess er við Íslendingar nú erum að fást við er gott að minnast þess að við þurfum nú að fást við 18% stýrivexti og það ekki vegna sjálfsákvörðunar heldur vegna skipunar frá yfirþjóðlegri stofnun. Rökin eru að verið sé að halda verðgildi gjaldmiðilsins uppi. Það er samt ljóst öllum, á eigin efnahag, að verð gjaldmiðilsins hrapar stöðugt. Háir vextir hafa ekki skilað tilætluðum efnahagsáhrifum undanfarin ár en þau hafa verið stór útgjaldaliður heimilanna og fyrirtækjanna í landinu um árabil hvert hafa þessi útgjöld farið og hvert eru þau að fara? Ef að íslenska ríkið væri að lána heimilunum og fyrirtækjunum fé á vöxtum þá væri það sök sér og ávöxtunin myndi nýtast ríkissjóði, en það er ekki svo, heldur hverfur þessi gjaldtaka úr landi og rýrir gjaldmiðilinn um leið. Þessi hagstjórnarleið (sem augljóslega ekki virkar) hefur sem sé þá hlið á sér aðra að vera auðskapandi fyrir þann aðila sem á fjármagnið en útgjaldaskapandi fyrir hinn sem ekki á, þ.e. íslendinga í okkar tilviki.
Það er svo gott að minna sig á hvernig umhverfið hefur verið útbúið síðustu misserin. Allt í einu, eins og hendi var veifað, var ofgnótt ódýrs fjármagns til reiðu á fjármálamörkuðum. Bankar sáu sér leik á borði (ekki síst hinir nýju íslensku bankar) og tóku lán í stórum stíl bæði til að endurútlána sem og fjárfesta. Jafn skyndilega og þetta ódýra fjármagn hafði birst hvarf það síðan á ný, en skuldin var nú til staðar í kerfinu. Skuldirnar þarf að borga og þær eru nú óðum að falla á gjalddaga. Blekkingarmyndin sem lánainnspýtingin hafði í för með sér í hagkerfunum var hagvöxtur sem lét menn halda að raunveruleg verðmæta aukning væri á ferðinni (ég mun við annað tækifæri reyna að útskýra nákvæmlega hvað hagvöxtur eiginlega er) Menn hugðu ekki að sér og tóku lán, grandvaralaust, sem þeir héldu að þeir gætu borgað. Nú er að endurfjármagna lánin og það verður ekki gert lengur með ódýru fjármagni heldur einungis með dýru fjármagni og snaran er kominn um hálsinn, bæði á einstaklingum sem og fyrirtækjum og ríkjum. Á leiðinni hefur allt í hagkerfinu blásið upp að sýndar verðgildi en kjörin lækkað. Það var dýrara að koma sér upp þaki yfir höfuðið, allt varð dýrara sem orsakaði verðbólgu eða það sem ég hef kallað verðrýrnun gjaldmiðilsins.
Það þarf ekki að vera mikill mannfræðingur til að átta sig á því sem er að gerast: Vextir lækka skyndilega samfara gnægð fjármagns en hækka svo jafn skyndilega samfara algerri fjármagnsþurrð. Það sem er sorglegast við þetta er að almenningur og allur þorri hinna svokölluðu sérfræðinga virðist líta á þetta ferli sem eins konar náttúrulegt eðlilegt fyrirbrigði.
Ég vil biðja þig, sem hefur haft þolinmæði og getu til að lesa þig alla leið hingað, til að athuga þá staðreynd að vextir hafa ekki einungis á sér þá hlið að rýra verðgildi ávísanagjaldmiðils heldur eru þeir sjálfkrafa auðsafnandi fyrir þann er auðinn á og hér kemur að því sem heitir raunvextir. Við íslendingar höfum andskotast út í verðtrygginguna, skiljanlega, en verðtrygging eður ei, þá er það krafa fjármagnseigenda að fá raunvexti, þannig að auður þeirra vex þrátt fyrir að ávísanapeningarnir rýrni að verðgildi. Þeir sem gaman hafa af stærðfæði hafa oft reiknað sér til skemmtunar hversu exponentially fjárhæð vex þegar vextir gefa af sér vaxtavexti og svo framvegis. Auðurinn getur ekki annað en vaxið þegar komið er á ákveðið stig og því er það svo í dag að meginþorri alls auðs á jörðinni er í höndum örfárra aðila. Það þarf því ekki að vera neitt sérstaklega vænisjúkur einstaklingur til að halda því fram að þetta skyndilega mikla framboð ódýrs fjármagns og jafn skyndilega þurrð þess hafi verið plönuð aðgerð með það í huga að ná einhverskonar völdum eða taki á þjóðunum. Staðreyndin er allavega sú að eftir sitja þjóðir og einstaklingar með miklar skuldir sem greiða þarf af vexti (við rífumst m.a. um það hér á landi hversu marga milljarða! við þurfum að greiða í vexti til útlanda á ári). Þessar vaxtagreiðslur koma í öllum tilfellum úr vasa einstaklingsins; ríkið greiðir vexti með því að innheimta skatta af einstaklingum og fyrirtækjum, fyrirtækin greiða vexti og skatta með því að leggja það á vöruverð o.s.frv. Einstaklingurinn greiðir vexti, skatta og vöruverð úr eigin vasa.
Nú ættum við að vera farinn að skilja mekanismann er liggur á bak við vexti. Sú fullyrðing að vextir séu hagstjórnartæki fær ekki staðist nána skoðun en virkar ágætlega sem hylming yfir raunverulegan tilgang vaxtatöku. Vextir eru ekkert annað en yfirfærð mynd þrælahalds.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.2.2009 kl. 01:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)