#METOO

Mimesis

 

Ég hef fylgst međ umrćđunni um #METOO-byltinguna og – eins og ađrar konur – já og menn, hef ég fundiđ reiđina krauma innra međ mér vegna ţessara sagna. Ég velti ţví fyrir mér hversu djúpt ţetta nćr og hversu algengt ţetta er og var. Jafnframt reiđinni hef ég ţó glađst yfir ţví ađ ţetta er komiđ upp á yfirborđiđ og ég fagna ţví ađ tímarnir virđast vera ađ breytast og kynbundiđ ofbeldi, mismunun og einelti, virđast vera á undanhaldi. Fleiri og fleiri konur og hópar kvenna hafa stigiđ fram fyrir skjöldu og lýst atvikum, ađstćđum og framkomu sem eru algerlega óásćttanlegar. Ég hef horft á ţetta úr fjarlćgđ og glađst yfir ţeirri vakningu sem er ađ verđa gegn kynbundnu ofbeldi og auknum skilningi á ţví í hverju ţađ felst – í hvađa formi sem ţađ birtist. Ţađ vekur hjá mér von ađ sjá hvernig gerendur slíks ofbeldis eru dregnir fram í dagsljósiđ sem ofbeldismenn, kúgarar og hrottar og hvernig samfélagiđ, stofnanir og fyrirtćki eru ađ fara í saumana á ţessum málum og ađ gera eitthvađ til úrbóta til ađ koma í veg fyrir hrottaskap af ţessu tagi. Ţađ virđist sem viđhorfsbreyting í ţessum málum sé framundan – frábćrt!

Án ţess ţó ađ bera í bakkafullan lćkinn ţá langar mig ađ nota ţennan međbyr og vekja athygli á ákveđnum anga kynbundins ofbeldis sem snertir mig sérstaklega, ég er ađ tala um kynbundiđ ofbeldi sem beinist gegn transkonum. Ţessi grein er skrifuđ til ađ láta vita ađ #METOO á einnig viđ um transkonur og ţađ á einnig viđ um mig – og ţví ćtla ég nú ađ leggja mitt ađ mörkum og hrópa – #METOO!

Transkonur er hópur sem upplifir kynbundiđ ofbeldi sem nánast daglegt brauđ. Ég vona ađ umrćđan, sem átt hefur sér stađ í kjölfar #METOO, hafi kennt fólki ađ kynbundiđ ofbeldi felst í mörgu öđru en nauđgun eđa líkamlegri snertingu – kynbundiđ ofbeldi felst í OFBELDI (andlegu sem líkamlegu) sem byggir á kyni viđkomandi fórnarlambs og er beint gegn ţví. Ég hef upplifađ ţađ á vinnustađ ađ ţurfa ađ hlusta á stanslausar athugasemdir um kvenleika minn, óviđeigandi spurningar um kynfćri mitt og orđiđ fyrir kynferđislegri áreitni sem mörgum ţykir algerlega sjálfsagt vegna ţess ađ ég fćddist sem karl og ćtti ţví ađ geta tekiđ ţví ‘eins og mađur’. Ég, sem transkona, verđ nánast fyrir daglegu ofbeldi, mismunun og einelti, sem byggir á ţví ađ ég er transkona. Algengast er ađ veriđ sé ađ karlkenna mig og koma fram viđ mig á niđurćgjandi hátt vegna ţess ađ ég fćddist í öđru kyni en ég samsama mig viđ og lifi sem. Ég upplifi ţađ sem ofbeldi – sérstaklega ţegar ítrekađ er veriđ ađ karlkenna mig ađ ég nú tali ekki um ţegar veriđ er ađ gera ţađ viljandi og til ađ meiđa mig og sćra.

Ţiđ ykkar sem ţekkiđ mig og skrif mín á ţessum vettvangi vitiđ ađ á síđasta ári fór ég í skiptinám. Í ţví tilfelli var mér gróflega mismunađ vegna kyngervis míns. Viđkomandi skólayfirvöld komust upp međ ţessa mismunun. Stjórnendur Listaháskólans óskuđu eftir fundi međ mér um máliđ eftir ađ heim var komiđ en ég veit ekki til ţess ađ neitt hafi veriđ ađhafst eđa ađ máliđ hafi átt sér einhverja eftirmála. Ég lít á slíka mismunum, byggđa á kyngervi mínu, sem ofbeldi og segi ţví – #METOO!

Nánast daglega verđ ég fyrir ţví ađ vera karlkennd af ákveđnu starfsfólki Listaháskólans sem og af sumum samnemendum. Ţegar ţetta er orđiđ daglegt brauđ – ţrátt fyrir ađ hafa látiđ í mér heyra ađ mér sé misbođiđ ţegar ţannig er komiđ fram viđ mig ţá upplifi ég ţađ sem einelti byggđu á kyngervi mínu og ég segi ţví – #METOO!

Á fyrsta ári mínu viđ Listaháskóla Íslands lenti ég í ţví ađ gestakennari karlkenndi mig viljandi opinberlega fyrir framan alla samnemendur í yfirferđ og gerđi lítiđ úr mér ţegar ég leitađist viđ ađ leiđrétta hann. Ég kvartađi formlega undan ţessum einstakling til viđeigandi ađila innan Listaháskólans og fékk ţau viđbrögđ ađ ţessi ađili vćri vinur yfirmanns deildarinnar og „ótrúlegt“ ađ ţetta hefđi gerst enda ţessi einstaklingur oft í samskiptum viđ samkynhneigđa einstaklinga og ţekkti slíkt fólk og ákaflega ljúfur einstaklingur og mikiđ prúđmenni. Máliđ tók ţann snúning ađ ég var áminnt um ađ vera ekki ađ tala illa um viđkomandi ţegar ég tjáđi mig um atvikiđ á Facebook. Ekkert var ađhafst í málinu af skólayfirvöldum ađ öđru leiti. Ég upplifđi ţetta sem opinberlega niđurlćgingu og algert diss af hálfu skólayfirvalda og skilningsleysi á ţví ađ ég er transkona og upplifi ţađ sem niđurlćgingu, skömm, vanvirđingu og óvild ađ vera karlkennd opinberlega í kennslustund en allt magnađist ţó upp ţegar ég upplifđi viđbrögđ skólastjórnarinnar. Ég segi ţví – #METOO!

Ég starfađi eitt sinn hjá Reykjavíkurborg sem verkstjóri. Eitt sinn var haft samband viđ mig af fjölmiđlafulltrúa borgarinnar. Sá vildi ná tali af Toru Victoriu. Ţegar ég svarađi í símann ţá neitađi ţessi starfsmađur borgarinnar ađ taka mig trúanlega sem konu. Ég er augljóslega međ dýpri rödd en hann á ađ venjast af hálfu kvenna og hann spyr mig ţví til ađ niđurlćgja mig: „Hvers son ertu Tora?“ Ég sćtti mig ekki viđ slíka framkomu í tengslum viđ mitt starf og kvartađi undan framkomu mannsins. Máliđ var tekiđ upp af starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar og ađila innan jafnréttis– og mannréttindaráđi. Mađurinn bađ mig ekki afsökunar en hann fékk tiltal frá borginni. Ég segi ţví – #METOO!

Ég sat um tíma fundi sem tengdust hinsegin samfélaginu. Á ţessum fundum sat ákveđinn ađili sem gefur sig út fyrir ađ vera talsmađur samkynhneigđra og hinsegin fólks á Íslandi og hefur gefiđ út bćkur og rit er fjalla um hinsegin samfélagiđ á Íslandi. Ţessi ákveđni ađili gerđi sér alltaf sérstakt far um ađ karlkenna mig og ţađ ţó ađ ég léti skýrt í ljós ađ mér ţćtti ţađ miđur og var misbođiđ. Ţetta keyrđi svo um ţverbak ađ ađrir ađilar sem sátu fundina fóru ađ taka eftir ţessu. Á endanum kvartađi ég opinskátt undan ţessum ađila og sá mig tilneydda til ađ hćtta ađ sćkja ţessa fundi. Ég segi ţví - #METOO!

Um daginn setti ég upp einkasýningu á verkum mínum. Ákveđinn ađili sem hefur stađiđ ađ ţví ađ sýna hinsegin list á vegum Samtaka 78 mćtti og áttum viđ spjall saman. Ţessi ađili, sem gefur sig út fyrir ađ vera kynsegin og menntađur á sviđ myndlistar, karlkenndi mig – á minni einkasýningu ţar sem ég er m.a. ađ fjalla um ţađ ađ vera transkona! Ţegar ég mótmćlti ţessari framkomu sagđist hann hafa fullt leyfi til ađ gera mistök en bađ mig ekki afsökunar. Ég segi ţví – #METOO!

Mig langar ađ athuga hvort konur, sem orđiđ hafa fyrir kynbundnu ofbeldi, kannist ekki viđ atriđi eins og: Ertu nú ekki ađ gera of mikiđ úr ţessu? Ég trúi ţessu ekki upp á ţennan sómamann. Alltaf ert ţú međ einhver leiđindi og vesen! En ţetta eru allt komment sem ég ţarf ađ heyra ţegar ég mótmćli framkomu sem ţeirri sem ég hef nú lýst.

Í ţessari grein hef ég einungis lýst kynbundnu ofbeldi sem ég hef orđiđ fyrir sem transkona. Ég hef einnig orđiđ fyrir kynbundu ofbeldi sem ađrar konur ţurfa ađ ţola og hefur komiđ svo berlega upp á yfirborđiđ í #METOO umrćđunni. Ţađ hefur veriđ gengiđ framhjá mér viđ mannaráđningar í störf vegna ţess ađ ég er transkona. Ég hef veriđ niđurlćgđ opinberlega og grín hefur veriđ gert ađ minni persónu fyrir ţađ eitt ađ vera transkona – ţađ fyrir mér er kynbundiđ ofbeldi og ţví segi ég – #METOO!

Ég er ađ segja frá ţessu til ađ sýna fram á ađ kynjamisrétti, kynbundiđ ofbeldi og einelti sem byggir á kyni snýst ekki um bara um sex eđa kynlíf. Ţađ snýst um valdbeitingu. Ađferđirnar sem beitt er ganga út á ađ niđurlćgja, gera lítiđ úr, slá út af laginu og láta fórnarlambinu líđa illa og láta ţađ efast um eigiđ ágćti. Ţađ er ráđist ađ sjálfsáliti einstaklingsins og fólk er hrakiđ burt, smćttađ og sćrt. Enginn kćrir sig um ađ vera á stađ sem bíđur upp á ofbeldi, sama hvernig birtingarmynd ţess er – og í verstu tilfellum ţá verđur slíkt til ţess ađ fórnarlambiđ vill ekki lifa lengur; ég hef veriđ á ţeim stađ oftar en ég kćri mig um ađ rifja upp hér.

Ţegar veriđ er ađ karlkenna transkonur ţá er veriđ ađ beita ţćr kynbundu ofbeldi – ţví segi ég #METOO!


SNART 2017 TORA

SNART - TORA


SNART - TORA - OPNUN

TORA-poster-web


Einkasýning - Opnun - Velkomin

Blessađur veri bloggheimur. Hér hef ég ekki veriđ í nokkur ár en ćtla mér nú ađ blogga um einkasýningu mína í Listaháskóla Íslands.

Ţetta er stutt blogg: Veriđ öll velkomin á opnun sýningar minnar kl. 5 - 7 fimmtudaginn 26. október nćstkomandi.

 

SNART einkasýning Tora Victoria Stiefel 


Icesave samningarnir komnir á netiđ

Jćja hér gefur ađ líta samningana um endurgreiđslu á Icesaveskuldum Íslendinga.

http://icesave3.wordpress.com


Sáttmáli

Ef ţiđ viljiđ ráđa - mćtiđ ţá á kjörstađ á morgun.

Stjórnarskrá = Samfélagssátt-máli

Ţór L. Siefel/Tora Victoria

#9827


Ađ tryggja ţađ ađ fariđ sé eftir Stjórnarskránni.

Hér er hlekkur á heimildarmynd eftir Aaron Russo sem fjallar um ţađ hvort stjórnarskrárbrot hafi veriđ framiđ í Bandaríkjum Norđur Ameríku. Ţessi mynd er tćpir tveir tímar og varpar fram ţeirri spurningu hvort ađ ekki sé alltaf fariđ eftir ţví sem stendur í stjórnarskrá BNA. Ég vil vekja athygli á ţessari mynd núna ţegar viđ íslendingar erum ađ fara ađ kjósa til stjórnlagaţings. Stjórnarskráin er grunnlög og ţví er ákaflega mikilvćgt ađ fólkiđ átti sig á mikilvćgi ţess sem veriđ er ađ kjósa um.

Ég hef lagt á ţađ áherslu í mínum frambođsmálflutningi ađ setja ţurfi inn skýrt ákvćđi í stjórnarskránna um hvađ gera skuli ţegar grunur leikur á stjórnarskrárbroti. Ţađ skiptir engu máli hversu réttlát, vel orđuđ og göfug stjórnarskrá er, ef ekki er í henni ákvćđi sem tekur á ţví ţegar grunur leikur á stjórnarskrárbroti. Ţađ ţarf ađ vera niđursett fyrirfram ákveđiđ ferli sem fer af stađ og tekur á stjórnarskrárbrotum eđa grun um slíkt.

Í Bandaríkjunum er ţađ hćstiréttur sem kveđur á um ţađ hvort stjórnarskráin er brotin. Í Ţýskalandi er sérstakur stjórnlagadómstóll sem tekur á ţessum málum.

Í mínum tillögum legg ég til ađ kallađ verđi til ţjóđaratkvćđagreiđslu um ţađ ţegar grunur leikur á um stjórnarskrárbrot. Ég vil sjá ađ einn tíundi hluti kosningarbćrra íslendinga, forseti lýđveldisins, helmingur alţingismanna og helmingur hćstaréttar geti kallađ til ţjóđaratkvćđagreiđslu ţegar grunur leikur á stjórnarskrárbroti og lagt máliđ ţannig í dóm ţjóđarinnar.

Ég held ađ slíkt ákvćđi myndi best tryggja ţađ ađ stjórnarskráin vćri virk og ađ réttlćti vćri fylgt í úrskurđi um brot á stjórnarskránni.

 

Lifiđ heil – lifi lýđrćđiđ

Ţór L. Stiefel

Frambjóđandi #9827


Ekki gera ekki neitt!

Mig langar ađ vekja athygli á áhugaverđum síđum er fjalla um kosningarnar til Stjórnlagaţings.

Fyrsta ađ nefna er síđan Kjóstu sem haldiđ er úti af Hvatningarhópi frambjóđenda til Stjórnlagaţings.

Síđan vil ég vekja athygli á Svipunni. Ţađ var Svipan sem reiđ á vađiđ međ ađ kynna frambjóđendur og ţar er allt unniđ í sjálfbođavinnu - alveg frábćrt framtak!

Einnig er frábćrt einstaklingsframtak ađ finna á síđunni Stjórnlagaţing 2010. Ótrúlega flott síđa og vel unnin. Á henni er gott ađ átta sig á frambjóđendum og rađa ţeim á allavega hátt, eftir titlum, póstnúmerum, aldri o.s.frv.

DV.is hefur einnig haldiđ úti góđri síđu um frambjóđendur. Á henni er hćgt er gera einfalt próf til ađ finna ţá sem líklegir eru til ađ standa ţér nćrri sem kjósanda. Endilega kíkiđ á.

Á kosningarvef Dóms- og Mannréttindaráđuneytisins er ađ finna allt ţađ kynningarefni sem kynningarbćklingurinn hefur ađ geyma. Ţar er einnig hćgt ađ setja upp lista yfir frambjóđendur og prenta út til ađ taka međ sér á kjörstađ.

Ruv.is hefur sett inn viđtöl viđ alla frambjóđendur á sína síđu. Ţar er nú hćgt, í rólegheitum, ađ finna frambjóđendur og heyra ţá svara ţví hvort breyta eigi Stjórnarskránni, hverju ţá helst og af hverju ţeir bjóđi sig fram.

Mbl.is hefur einnig sett upp síđu sem fjallar um Stjórnlagaţingiđ. Ţar er hćgt ađ nálgast ađsendar greinar frá frambjóđendum, ýmsar fréttir og fréttaskýringar sem fjalla um ţessar merkilegu kosningar.

Ađ lokum vil ég hvetja alla til ađ kynna sér vel frambjóđendur og mćta á kjörstađ. Ţessar kosningar eru svar stjórnvalda viđ ţeim mótmćlum sem átt hafa sér stađ í ţjóđfélaginu í kjölfar hrunsins. Ef ađ viđ ekki fjölmennum á kjörstađ eru ţađ skilabođ til stjórnvalda um ađ fólkinu sé sama um hvađ verđur. Viđ heimtuđum breytingar. Viđ fengum Stjórnlagaţing. Breyting á stjórnarháttum, aukiđ lýđrćđi og gegnsći hefst međ breytingum á sjálfri Stjórnarskránni. Ef ađ viđ gerum ekki neitt gerist ekki neitt. 

Mćtum öll á kjörstađ og látum í okkur heyra!

Međ von um farsćlt og gott Stjórnlagaţing.

Ţór L. Stiefel/Tora Victoria #9827


Ţarf ađ breyta stjórnarskrá lýđveldisins núna?

Loksins ćtlar ríkisfjölmiđillinn ađ taka sig á og gefa frambjóđendum til stjórnlagaţings kost á ađ kynna sig fyrir hlustendum. Rás 1 ćtlar ađ ráđast í ţađ ađ gefa öllum frambjóđendunum kost á ađ svara fjórum spurningum og kynna sig og áherslur sínar í heilar fimm mínútur. Betra seint en aldrei segi ég. En líkurnar á ţví ađ hlustendur nái öllum frambjóđendum eru hverfandi og ćtla ég ţví ađ birta svör mín hér viđ spurningunum sem ríkisútvarpiđ hefur sent frambjóđendum - ţau koma hér:

 

Ţarf ađ breyta stjórnarskrá lýđveldisins núna?

            Já. Ţađ hefur stađiđ til alla tíđ frá ţví ađ ţessi ţjóđ öđlađist sjálfstćđi og fékk eigin stjórnarskrá ađ fara í allsherjar endurskođun á stjórnarskránni. Nú ţegar ţjóđin hefur gengiđ í gegnum hremmingar og allsherjar skipbrot er tími til kominn ađ endurskođa stjórnkerfiđ frá grunni. Ţađ varđ hér samfélagsrof, sem ég vil kalla. Gjá myndađist milli ríkra og fátćkra, milli stjórnkerfisins og ţjóđarinnar. Einkavćđing, sérstaklega auđlinda ţjóđarinnar, kallar á ţađ ađ skýrt sé kveđiđ á um tilhögum hlutanna. Firring stjórnmálanna undanfarin ár hrópar á ţađ ađ á fólkiđ sé hlustađ. Aukin ţátttaka almennings er algert lykilatriđi ef sátt á ađ nást og íslensk ţjóđ geti tekiđ til ađ byggja upp ađ nýju úr ţeim rústum sem ráđţrota hugmyndafrćđi undanfarinna ára og áratuga hefur leitt af sér. Grunnurinn ađ ţessu felst í stjórnarskrá lýđveldisins.

-        Hverju helst?

Sérstaklega ţarf ađ taka á auđlindum ţjóđarinnar og tryggja ţađ í stjórnarskrá ađ auđlindir ţjóđarinnar séu ćvarandi í sameign ţjóđarinnar. Einnig er algert lykilatriđi ađ auka lýđrćđiđ í landinu og koma á skipulagi sem tryggir aukna ţátttöku almennings í ákvarđanatökum um öll ţau mál er varđa heill og framtíđ ţjóđarinnar.

Einnig ţarf ađ koma inn ákvćđi í stjórnarskránna um hvađ gera skuli ef ađ grunur leikur á stjórnarskrárbroti. Ég legg til ađ helmingur Alţingismanna, helmingur hćstaréttar, forseti lýđveldisins og tíundi hluti kosningabćrra íslendinga geti kallađ eftir ţjóđaratkvćđagreiđslu ţegar grunur leikur á stjórnarskrárbroti og ţannig lagt máliđ í dóm ţjóđarinnar sjálfrar.

-        Ef ekki – af hverju ekki?

 Ţarf ekki ađ svara ţar sem ég vil breytingar.

Af hverju gefur ţú kost á ţér?

            Ég gef kost á mér vegna ţess ađ ég hef sterkar skođanir á ţví hvernig samfélagiđ getur orđiđ betra, réttlátara og langlífara til framtíđar. Ég gef kost á mér vegna ţess ađ ég vil ađ á stjórnlagaţingi sé breiđur hópur íslendinga er endurspegli ţjóđina í öllum sínum fjölbreytileik. Ég gef kost á mér vegna ţess ađ ég hef ekki áđur veriđ í stjórnmálum og hef aldrei sett stefnuna á ţađ ađ stjórna öđrum. Ég tel ađ á stjórnlagaţingi megi ekki  einungis vera langskólagengiđ fólk, á miđjum aldri međ ţekkingu á lögum, stjórnunarháttum, eđa sérfrćđingar hverju nafni sem ţeir nú nefnast. Á stjórnalagţingi, sem leggur til nýja stjórnarskrá fyrir lýđveldiđ, á ađ vera fjölbreitt flóra hins almenna íslendings – eđa ţađ fólk sem á ađ lifa eftir ţessari sömu stjórnarskrá.

 

Lifiđ heil!

Ţór Ludwig Stiefel/Tora Victoria # 9827

 


Ţýska stjórnarskráin framsćkin

Ég birti hér í leyfisleysi úrdrátt úr pistli af ruv.is um ţýsku stjórnarskrána. Ţađ eru tvö atriđi í henni sem ég vildi sérstaklega sjá ađ yrđu tekinn upp í nýrri íslenskri stjórnarskrá. Ţađ er fyrsta greinin sem kveđur á um ađ mannleg reisn njóti algerrar friđhelgi og ţađ sé skylda ríkisvaldsins ađ styrkja hana og vernda. Hitt mikilvćga atriđiđ, og ţađ sem ákallanlega vantar í íslensku stjórnarskrána, er ákvćđi sem tekur á ţví ţegar grunur leikur á stjórnarskrárbroti. Í ţýsku stjórnarskránni er tekiđ á ţessu međ sérstökum stjórnlagadómstól. Mín hugmynd gengur, hins vegar, út á ţađ ađ helmingur alţingismanna, helmingur hćstaréttar, forseti Íslands og einn tíundi atkvćđabćrra íslendinga geti fariđ fram á ţjóđaratkvćđagreiđslu ţegar grunur leikur á stjórnarskrárbroti og lagt máliđ ţannig í dóm ţjóđarinnar sjálfrar. En hér kemur pistillinn  ritađur af Ingólfi Bjarna Sigfússyni; pistilinn, sem fjallar einnig um bandarísku stjórnarskránna, má lesa í heild sinni hér: ruv.is

 

Ţýska stjórnarskráin framsćkin

Ţýskaland eftir seinni heimsstyrjöldina var rústir einar og viđ ţađ ađ klofna í tvennt. Vesturveldin buđu Ţjóđverjum á sínu yfirráđasvćđi stofnun nýs ţjóđríkis en ţýskir stjórnmálamenn höfnuđu ţví í fyrstu. Ţeir vildu hvorki stjórnarskrá, höfuđborg né ríkisstjórn, ţví slíkt myndi festa skiptingu landsins í sessi. En ţeir skiptu ađ lokum um skođun og í byrjun september 1948 settust 70 ţingmenn niđur í svokölluđu ţingráđi til ađ semja stjórnarskrár.

Fjarri opinberri umrćđu sátu ţingmennirnir, flestir eldri karlar og réđu ráđum sínum. Ofarlega í huga ţeirra var ađ lćra af sögunni, falli Weimar-lýđveldisins og hörmunga nasistatímans. Viđ ţetta bćttust áhrif hersetuveldanna, einkum Bandaríkjamanna. Ţjóđ sem ekki vildi stjórnarskrá fékk ţví grundvallarlög sem engin ţekkti, voru nánast samin í reykfylltum bakherbergjum og voru ćtluđ til bráđabirgđa. Viđ ţetta bćttist ađ bandamenn voru allt annađ en sáttir viđ útkomuna en skömmu fyrir miđnćtti 8. maí 1949 samţykktu 53 ţingmenn nýju grundvallarlögin. 12 voru á móti. Enginn klappađi. 60 árum síđar eru grundvallarlögin enn í gildi og í Ţýskalandi eru ţau lifandi hluti samfélagsumrćđunnar.

Stundum er talađ um stjórnarskrárţjóđernisstolt, perfassungs-patriotismus. En hvađ felst ţá í ţessum grundvallarlögum sem veldur ţví ađ ţau skipta Ţjóđverja svona miklu máli? Lykilsetningin er í margra augum 1. greinin. Mannleg reisn nýtur algerrar friđhelgi. Ríkisvaldinu ber skylda til ađ virđa hana og vernda. Segja má ađ lögin séu leidd út frá ţessum setningunum. Ţví í greinunum sem fylgja er ţetta útskýrt og útfćrt. Mannréttindi eru skilgreind sem grundvallarréttindi. Ţau sögđ friđhelg og óframseljanleg og grundvöllur mannlegs samfélags, friđar og réttlćtis í heiminum. Og til ađ festa ţetta rćkilega í sessi banna grundvallarlögin međ öllu ađ 1. greininni sé breytt.

Lögin eru fremur ítarleg. Alls 146 greinar sem ná yfir fjölda málaflokka. Ţar er međal annars fjallađ um grunnréttindi á borđ viđ jafnrétti, frelsi einstaklingsins, trú- og tjáningarfrelsi, vernd fjölskyldunnar og hjónabandsins og skilgreindur er réttur foreldra. Einnig er tćpt á fundafrelsi og tryggđ leynd símsamskipta og bréfasendinga. En einnig eru settar skorđur viđ valdi ríkisins og rammi um lagasetningu. Í grundvallarlögunum er einnig fariđ rćkilega í skiptingu valds sem er skiljanlegt í ljósi reynslunnar í Ţýskalandi. Sérstakur stjórnlagadómstóll tryggir ađ ný lög og stjórnvaldsathafnir standist grundvallarlögin. Kjörnefnd ţingsins velur helming dómaranna og sambandsráđiđ hinn helminginn. Ţeir eru settir til 12 ára og mega ekki vera kjörnir aftur. Völd ţeirra eru umtalsverđ. Ţeir geta fjallađ um lög og lagabálka. Fylgjast međ starfsemi stjórnmálaflokkanna og geta jafnvel bannađ ţá brjóti ţeir í bága viđ grundvallarlögin. Dómurinn fjallar um valdsviđ ríkis og sambandslanda og borgarar geta skotiđ ţangađ málum, svo fátt eitt sé nefnt.

 

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband