Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Vertu nú einu sinni skynsamur Geir og farðu frá.
21.1.2009 | 18:01
Það er Geirs að koma í veg fyrir ofbeldi. Ég er sannfærður um að kominn er það mikill hiti og reiði í menn að fólk sætti sig ekki við það að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið eins og ekkert hafi í skorist.
Mótmælin munu stigmagnast og enda í alvarlegum ofbeldistilhneigingum ef að ríkisstjórnin þrásitur.
Segðu af þér Geir - það er fullt tilefni til þess; gjörbreyttar aðstæður í þjóðfélaginu, óneytanlegur mikill vilji til að boðað sé til kosninga. Það má minnast á það álit fjölmargra þungagiktaraðila bæði hérlendis sem erlendis, að endurheimting trausts á landinu geti aldrei orðið nema með nýju fólki í æðstu stöðum.
Hvað þarf til að þú segir af þér? - Ég bara spyr.
Ekki á kosningabuxunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um lýðræði
21.1.2009 | 16:36
Hafi einhver ekki áttað sig á að nú er tími breytinga runninn upp skal það vera nú. Það er ekki nóg að boða til kosninga og það er ekki nóg að skipta út fólki. Það þarf að skipta hér út heilu kerfi. Það þarf að koma í veg fyrir að örfáir einstaklingar geti sett heila þjóð í skuldaklafa. Það þarf að koma í veg fyrir að samtrygging og eiginhagsmunapot sé drifkrafturinn í ákvarðanaferli og stjórnsýslu hins íslenska lýðveldis. Ef einungis er skipt út fólki, flokkum og einungis stungið upp í leka hér og hvar mun allt bresta á ný það er eins augljóst og þetta íslenska efnahagshrun var mörgum, en því miður, of fáum.
Hvað ber að gera?
Nú, er rétti tíminn til að koma á beinu lýðræði.
Við höfum búið við fulltrúa lýðræði allar götur frá því heimastjórn komst á. Margir þekkja ekki annað fyrirkomulag og eiga erfitt með að ímynda sér að annað form sé mögulegt. Ég ætla hér með þessum skrifum að benda á að, ekki einungis sé annað form lýðræðis til og vel mögulegt, heldur að það sé beinlínis æskilegt og nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt vegna þess að lýðræðið, eins og við þekkjum það hér á vesturlöndum, er ekki lýðræði nema að nafninu til. Það er nauðsynlegt vegna þess að þingmennska er orðin fagmennska. Það er nauðsynlegt vegna þess að ákvarðanir eru í síauknum mæli teknar á grundvelli öflugra þrýstihópa og stórfyrirtækja. Það er nauðsynlegt vegna þess að stjórnsýsla er bundin á klafa sérfræðingaveldis.
Hvað er beint lýðræði?
Þegar lýðræði kom til eftir einræði konungsstjórna og aðalsveldi miðaldanna var það fyrst og fremst hugsað til að svokallaðir málsmetandi menn hefðu sitt að segja um lagasetningu ríkisins. Til var komin ört vaxandi borgarastétt sem kölluð var og hafði hún ölast æ meiri auð í krafti embætta sinna og starfa. Aðallega var um að ræða iðnaðarstétt og atvinnurekendastétt. Í sögubókum hefur verið talað um iðnbyltingu í þessu sambandi og er tilkoma gufuvélarinnar þar veigamikill þáttur. Það sem hér er aðalatriðið er að hið nýja lýðræði sem fengið var með því að steypa af stóli ríkjandi valdhöfum var ekki allra. Til að byrja með höfðu einungis eignamenn atkvæðarétt. Konur fengu ekki atkvæðarétt almennt á vesturlöndum fyrr en á tuttugustu öldinni.
Nú, í byrjun tuttugustu og fyrstu aldarinnar er það svo að allir almennir borgarar hafa atkvæðisrétt en í kvaða málum? Þegar stjórnlagaþingin voru fyrst sett í Frakklandi máttu allir atkvæðabærir menn kjósa um þær tillögur sem bornar voru fram. Eftir því sem fleiri fengu atkvæðarétt myndaðist þörf fyrir að hafa fulltrúa á þingi sem kusu fyrir hönd annarra atkvæðabærra manna; það varð m.ö.o. óframkvæmanlegt að ljósa um mál á annan hátt. Myndaðist þá sá háttur að almennar kosningar urðu um þessa fulltrúa sem síðan fóru á hið eiginlega þing og kusu um hin eiginlegu mál.
Ég hef bent hér á samhengi tækninnar og tækniframfara við tilkomu lýðræðis á vesturlöndum. Ég fullyrti að tæknilega séð var það nauðsynlegt að þróa lýðræðið þannig að fulltrúar, í stað hins almenna borgara, fer til þings og tekur þar afstöðu til hinna eiginlegu mála og málefna sem tekist er á um. Ég hef því sýnt fram á að það er þróun sem knýr fram breytingarnar og þessi þróun er óstöðvandi. Nú stöndum við frammi fyrir mikilli tækniþróun undanfarinna ára, þróun er varðar samskiptatækni og hefur gerbylt samfélaginu og heiminum öllum. Þessi þróun hefur orðið til þess að þörfin fyrir fulltrúalýðræði er með öllu horfin. Þeir vankantar sem áður voru á því að almennir borgarar gætu sjálfir (fulltrúalaust) kosið um sín mál, eru nú horfnir. Tæknilega er ekkert lengur því til fyrirstöðu að ég og þú getum sjálfir/sjálf gert upp hug okkar varðandi mál eins og: fjárlög, virkjanamál, umhverfisstefnu, efnahagsbandalög, velferðamál og heilbrigðismál. Það er alger óþarfi að skekkja lýðræðið í dag með millilið. Það eina sem stendur í vegi fyrir framþróun lýðræðisins í dag er þekkingarskortur almennings á þeirri staðreynd að til er annar möguleiki en fulltrúalýðræði og tregða þeirra sem völd hafa til að láta þau af hendi.
Hvernig yrði beint lýðræði í framkvæmd?
Ríkisstjórn
Vitanlega má hugsa sér ólíkar útfærslur á beinu lýðræði en ég sé fyrir mér að kosin yrði ríkisstjórn á fjögurra ára fresti; m.ö.o. vil ég sjá að ráðherrar yrðu kosnir beint, þannig gætir þú og ég tekið beina afstöðu til þess hvort væri betri forsætisráðherra Jón eða síra Jón, hver færi best með heilbrigðis-, mennta-, velferðar eða utanríkismál svo eitthvað sé nefnt. Þetta fyrirkomulag myndi betur tryggja það að faglega hæfir menn sæju um málefni ríkisins og er gott að nefna t.a.m. fjármál eins og staðan er á Íslandi í dag.
Aðilar myndu bjóða sig fram til ákveðins ráðherraembættis og það væri almennings að kveða á um hver hlyti embættið ekki einhverrar fámennrar flokksforystu og eða niðurstöðu samningaviðræðna milli fámennra flokksforystna. Þegar búið væri að kjósa um hverjir færu með embættin (í raun ráði í embættin) myndu ráðherrar stýra sínum ráðuneytum svipað og gert er í dag en lagabreytingar og lagafrumvörp yrði að leggja fyrir þjóðina í stað Alþingis áður. Umræðan færi fram út í samfélaginu í fjölmiðlum og skapaður yrði vettvangur þar sem breytingatillögur kæmu fram og yrðu ræddar. Rétt eins og nú væri hægt að skipa nefndir sem gætu fjallað um mál í þaula og sett fram frumvarpstildrög fyrir ráðuneyti að leggja fyrir þjóðina. Hægt er að hugsa sér að einu sinni á ári færi fram atkvæðagreiðsla um lagafrumvörp ráðherra en boðað væri til atkvæðagreiðslu oftar ef þurfa þykir, t.a.m. ef mikið liggur við, óvæntir atburðir gerast o.s.frv.
Forseti.
Áfram yrði kosið til forseta. Hlutverk forseta yrði framkvæmdastjórn íslenska ríkisins. Hann væri eins konar öryggisventill og sæi um að ráðherrar sinntu skyldum sínum, færu ekki út fyrir valdsvið sitt og leggðu fram frumvörp á tilskyldum tíma.
Dómarar.
Dómarar, bæði í yfir- og undirrétti yrðu kosnir á sama hátt beint af almenningi. Þetta fyrirkomulag þekkist t.a.m. í BNA og er því ekkert nýtt. Betur er ekki hægt að tryggja aðgreiningu dómsvaldsins frá framkvæmdarvaldinu. Að gefnum lágmarkskröfum um menntun og reynslu getur hver sem er boðið sig fram til dómarastarfa og skal þjóðin skera úr milli einstaklinga séu fleiri en einn umsækjandi.
Í BNA eru önnur veigamikil opinber embætti einnig sett undir vilja hins almenna kjósanda, má þar nefna lögreglustjórn og prestsembætti og skal ekki undan dregin skynsemi þess að veigamiklir embættismenn leggi árangur starfa sinna í dóm hins almenna borgara.
Tæknileg útfærsla.
Í öllum vestrænum samfélögum hafa menn kennitölu sem auðkennir einstaklingin og er sérvalinn hans. Hægt er að hugsa sér að aðgangur að samskiptakerfi sem byggir á nettækni þeirri sem flestir borgarar þekkja og hafa aðgang að í dag myndi verða vettvangur hins nýja lýðræðiskerfis. Á netsíðum gætu menn fylgst með gangi mála í einstökum ráðuneytum, fylgst með nefndarstörfum o.frv. Hver einstaklingur hefði sitt pláss þar sem hann gæti viðrað sínar skoðanir líkt og þekkist í dagsins bloggi. Menn gætu sett fram athugasemdir á síður ráðuneytanna ef að menn vildu sjá einhver atriði sérstaklega varðandi frumvörp í vinnslu. Að lokum væri það á ábyrgð ráðherra að setja fram hið endanlega frumvarp og leggja í dóm kjósenda. Kosið yrði með símakosningu og tenging símanúmers við kennitölu tryggði að allir atkvæðabærir einstaklingar gætu kosið og það einu sinni.
Ég er hér að kasta fram, að einhverju leiti, nokkuð róttækri hugmynd. Ég geri mér grein fyrir því að hana þurfa menn að melta og velta fyrir sér. Ég óska eftir umræðu og þess vegna eru þessi skrif samansett. Vafalaust eru á henni vankantar sem umræða ein getur skýrt. Ég hef velt henni fyrir mér lengi og ekki séð betri leið til að tryggja lýðræði og réttlæti í samfélaginu. Hafir þú, lesandi góður, einhverju við að bæta, eða eitthvað út á hugmynd mína að setja fagna ég gagnrýni þinni.
Með virðingu
Þór L. S. Þórunnarson
Þá er byltingin hafin.
21.1.2009 | 10:16
Við sýndum það íslendingar í gær að í okkur er dugur, áræðni og þor. Reiðin verður ekki lengur byrgð inni og vonleysinu var snúið í andstæðu sína. Öll þjóðin, ekki bara þeir sem mættu á Austurvöll, sáu vonarglætu um að hægt væri að gera eitthvað; að hægt væri að koma þessari ríkisstjórn frá.
Nú er að fylgja lagi þetta var einungis byrjunin. Við sáum hvað samtakamátturinn ásamt aðgerðum getur gert. Nú er nauðsyn að samræma AÐGERÐIR. Það var augljóst að reiðir íslendingar gátu í gær skakið þingheim. Mönnum var brugðið, fáir á þingi áttu von á þessu. Það eitt sýnir, svo ekki verður um villst, hversu fyrtir þingmenn eru þjóðinni; halda eins og utanríkisráðherra að óánægjuraddirnar endurspegli ekki hug þjóðarinnar. En samur við sig hélt þingheimur sínu striki (með örfáum, en góðum undantekningum þó) og ásetti sér að láta fólkið ekki trufla sig í ræðuhöldum og fáránleikaleikhúsi.
Ég kalla eftir mótmælagöngu. Mótmælagöngu sem tekið verður eftir. Ég legg til að við hittumst í Mjódd og göngum eftir Miklubrautinni að Austurvelli, helst strax næsta mánudag. Þið sem enn hafið vinnu leggið hana niður og sameinumst í kröfugöngu sem stöðvar hjól samfélagsins. Við þurfum að vera mörg sameinuð, helst 10 þúsund. Látið boð út berast, nú þarf að standa saman. Þetta er stríð sem sker úr um það hvort við erum niðurlægðir þrælar eða manneskjur með sjálfsvirðingu; hvort við erum stoltir einstaklingar með sjálfsvirðingu eða aumingjar sem borga skulu brúsann fyrir óhófssukk örfárra undanfarinna ára.
Sendið mér tölvupóst á thor@internet.is eða setjið hér inn athugasemd söfnum liði og berjumst til þrautar! Gerum þetta að veruleika, komum þessari stjórn frá því sjálfviljug fer hún ekki.
Við sýndum það og sönnuðum að við getum gert það við getum látið til okkar taka og haft áhrif utan þess að kasta atkvæði í flokkamaskínur á fjögurra ára fresti sem engu breytir.
Lifi byltingin!
Við erum rétt að byrja - byltingin er hafin!
21.1.2009 | 00:58
Já það tókst að hrista upp í þingheimi í dag en við erum ekki hætt. Við gefumst EKKI upp. Við hættum ekki fyrr en ríkisstjórnin fer frá - byltingin er hafin!
Það gerðist í dag að fólk sá að það getur haft áhrif og það verður ekki stöðvað úr þessu.
Við munum standa vaktina og láta í okkur heyra þar til á okkur er hlustað. Við hvetjum til borgaralegrar óhlýðni, við söfnum liði til að ganga Miklubrautina, við stöðvum umferð, við munum leggja niður vinnu! Við linnum ekki látum fyrr en ríkisstjórnin er farin frá!
Þetta var fyrsta stig og lokaviðvörun til ríkisstjórnarinnar - sem, að fréttum að dæma, var ekki tekin alvarlega. Ríkisstjórnin fékk í dag alvarlega áminningu en forsætisráðherra biður um FRIÐ!!!! Þú skalt ENGAN frið fá. Ef að þetta er ekki nóg til að þú skiljir, eigum við engra kosta völ aðra en að lama hér allt samfélagið og hreinlega bola þér frá - og það MUNUM við gera.
Byltingin verður ekki stöðvuð. Það verður enginn friður fyrr en Geir fer FRÁ! Hann biður um vinnufrið. Við biðjum um frið frá honum. Farðu burt Geir. Við viljum þig ekki. Þú ert gagnslaus og ert búinn að klúðra því sem klúðrað verður. Þú fékkst þinn séns. Þú ert ekki einu sinni maður til að skynja þinn vitjunartíma en þér skal skiljast það - fyrr en síðar. Þú þrásetni, sjálfumglaði eiginhagsmunapotari - þinn tími er liðinn.
Lifi byltingin!
Þetta er í áttina
20.1.2009 | 17:44
Við erum að ná til einhverra en eins og segir í fréttinni þá er enn alger veruleikafirring hjá flestum á þessu lága Alþingi.
Við létum í okkur heyra í dag og við munum ALDREI gefast upp fyrr en þessi ríkisstjórn fer frá og boðað hefur verið til kosninga.
Við munum boða til aðgerða á næstu dögum - og þær munu þyngjast og stigmagnast þar til réttlætið hefur náð fram að ganga. Þessi ríkisstjórn, þetta þing hefur EKKERT umboð lengur frá þjóðinni og það þarf að gera þessu liði það ljóst - með góðu eða íllu.
Lifi Byltingin! Áfram Ísland!
Þjóðin var í Alþingisgarðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til Hamingju íslendingar
20.1.2009 | 17:27
Þið létuð finna fyrir ykkur í dag og í dag er ég stoltur yfir því að vera íslendingur - það hef ég ekki verið lengi. Við getum það! -Við getum komið þessari ríkisstjórn frá. Við getum komið höndum yfir fjárglæframenn og endurheimt virðingu út í heimi. Við stóðum saman í dag. Við gáfumst ekki upp.
Áfram svona - við getum það!
Allt á suðupunkti við Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég ákalla ykkur Íslendingar – nú er tími til aðgerða!
20.1.2009 | 10:14
Ég veit ekki hvort ég geti sagt með hreinni samvisku að mér þyki það leitt, en nú höfum við engan kost annan íslendingar en byltingu. Hálft ár er nú liðið frá þjónýtingu bankanna, haustþing Alþingis liðið (þar sem ekkert markvert gerðist) og vorþing skal sett í dag.
Meira og minna sitja sömu menn í sömu í embættum; aðilar sem áttu að sjá til þess að svona illa gæti ekki farið. Ekkert boðar á Alþingiskosningum og þessir einstaklingar sem enn sitja sem fastast, hafa margsýnt það að þeir eru langt í frá vandanum vaxnir, þegar kemur að viðbrögðum gjaldþrots hins íslenska þjóðarbús. Þrátt fyrir mótmælafundi, álitsgerðir, almenna óánægju og furðu erlendra aðila, sitja enn sömu aðilar og bera beina sök á hræðilegu ástandi.
Það er nú fullreynt góðir íslendingar. Þetta lið fer ekki sjálfviljugt. Það ætlar sér að þrásitja og reyna að láta fenna í spor eigin afglapa. Það ætlar að sýna okkur afturendann og gefa skít í íslenska þjóð. Það trúir því einlægt að það sé best til þess fallið að lagfæra ástandið þvílík óforskammfeilni!
En það eru, sem betur fer, fjölmargir einstaklingar sem ekki vilja sætta sig þetta ástand. Heill sé þeim sem láta verkin tala því annað gengur ekki það er útséð.
Næsta skref er borgaraleg óhlýðni. Ég legg til vinnustöðvunar. Leggjum öll niður vinnu á. Mætum öll upp í Mjódd og göngum eftir Miklubrautinni niður að Alþingi og krefjumst þess að boðað verði TAFARLAUST til kosninga og að nýtt þing verði samankomið í vor. Tafarlaust skal lækka stýrivexti og tafarlaust skal gera ráðstafanir til að festa íbúðarlán í þeirri greiðslubyrði sem hún var fyrir einstaklinga á vormánuðum 2008.
Ég ákalla alla réttsýna, dugandi og heila íslendinga stöndum saman og hrekjum þetta lið af höndum okkar. Þau hafa fengið sitt tækifæri og klúðrað því svo að ekki var betur gert þó einlægur vilji lægi að baki. Talið við mig, talið saman, samræmum aðgerðir svo að við getum þrýst á breytingar - og það strax!
Ég ákalla ykkur Íslendingar nú er tími til aðgerða!
Nú skulu hinir útvöldu fá að borga!
20.1.2009 | 09:22
Jæja allt er, hægt og rólega, að koma upp á yfirborðið sem mörg okkar grunaði en gátum á engan hátt sannað. En að hugsa sér hvað þetta gerist hægt! Enginn er enn dreginn til ábyrgðar fyrir að hafa beinlínis stuðlað að hruni bankanna og þar með þjóðarbússins alls - hvers vegna? Jú vegna þess að það er en SÖMU aðilar við stjórnvölinn og voru inn á gafli hjá þessu fjárglæfra, sjálfumglaða eiginhagsmunaliði. Sama spillingarpakk og ferðaðist í einkaþotum þessara pappírsauðsmanna og var á gestalista þeirra í fínum veislum og þáði ótaldar MÚTUR og var, eða vildi, fá að vera í hópi hinna útvöldu.
Þeir sem bera endanlega ábyrgð eru stjórnvöld. Þau settu leikreglurnar og áttu að sjá til þess að frekju drengirnir gætu ekki dregið alla þjóðina með sér í forarpyttinn sem nú hefur gerst. Það voru stjórnvöld sem skelltu skollaeyrunum við viðvörunum sem þó nóg var af. Þessi sömu stjórnvöld sem nú enn þrásitja og sjá hjá sér ENGA sök.
Nú ætla þessir siðblindu og óforskömmuðu einstaklingar að setja enn eitt löggjafarþingið með sjálfum sér. Klukkan 13 í dag. Ég hvet ALLA íslendinga til að mæta á Austurvöllinn til að mótmæla. Aðra, sem ekki geta mætt hvet ég til að láta í sér heyra á annan hátt, með tölvupóstum, símhringingum, bréfsendingum, lesendabréfum og útvarpsþáttum; dragið fána í hálfa stöng, hægið á eða stöðvið vinnu þessa stund, þeytið bílflautur - Látum í okkur heyra! Látum þetta lið vita að við höfum ekki verið svæfð og við munum EKKI sætta okkur við að þau geti bara setið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þingmenn sem eru æðsta vald íslensku þjóðarinnar lét það viðgangast fyrir framan nefið á sér, þrátt fyrir viðvaranir, að örfáir einstaklingar gátu dregið alla þjóðina í skuldafen og gjaldþrot - OG ÞAU ÆTLA SÉR AÐ SITJA ENN!
Nei takk - burt með þetta pakk!
Milljarðalán án áhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jæja og hvað ætlið þið að gera íslendingar?
19.1.2009 | 21:54
Svakalega er ég orðinn þreyttur, pirraður og hreinlega brjálaður yfir þessu aðgerðarleysi.
Ætlum við virkilega að láta þetta yfir okkur ganga ÞEGJANDI OG HLJÓÐALAUST?
Góðir landar við VERÐUM að krefjast réttlætis. Þessir aðilar sem högnuðust gríðarlega og lifðu í fáránlegum vellystingum eiga EKKI að komast upp með að stinga undan fé þegar við sitjum eftir í skuldasúpu; skuldasúpu sem við stofnuðum ekki til og höfðum EKKERT um að segja.
Og þessi vanhæfa, vonda, vonlausa og getulausa ríkisstjórn, Hún og undanfarar hennar einkavæddu gróðann og hefur nú gott sem þjóðnýtt tapið - ÞAÐ GENGUR EKKI.
Ég segi stopp. Þið sem hafið tapað öllu og þið sem eruð á góðri leið með það. Nú er tíminn kominn. Byltum þessu samfélagi. Réttlæti verður ekki komið á með bænaskjölum og mótmælafundum. Það verður að koma til bylting. Byrjum á því að stöðva samfélagið. Stöðvum umferð, stöðvum vinnu, stöðvum hjól samfélagsins og komum skilaboðum áleiðis. ÞAÐ ER KOMIÐ NÓG.
Nýja ríkisstjórn tafarlaust!
Óháða aðila til að fara yfir og rannsaka aðdraganda bankahrunsins og einkavæðingarferli bankanna.
Boðið til kosninga strax - kjósum í vor
Þangað til skal sitja þjóðstjórn allra stjórnmálaflokka á þingi.
Nýtt fólk strax!
Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mætum öll á Austurvöll kl. 13 á morgun!
19.1.2009 | 20:53
Ég ákalla ykkur öll góðir íslendingar! Takið ykkur frí frá vinnu (ekki biðja um frí takið ykkur frí) og mætið á Austurvöllinn þegar þingsetning fer fram. Mótmælum þessu endalausa dugleysi þessara vondu stjórnmálamanna. Þau hafa klúðrað ÖLLU sem hægt var að klúðra. Aðdragandi hins íslenda efnahagshruns var fyrirsjáanlegur öllum sem það vildu sjá (sjá t.d. eins árs gamla bloggfærslu mína hér).
Eftirmálanum hefur ekki verið hægt að klúðra ver en gert hefur verið. Hvað er þetta! - ætlar þetta fólk ekki að skilja að það er rúið öllu trausti? Hvernig getur þetta fólk verið svo heimskt að halda að við treystum ÞEIM til að rétta af efnahaginn og bjarga því sem bjargað verður? Þau halda það virkilega vegna þess að þau sjá hjá sér enga sök. Gersamlega siðblindir og ... mig skortir orð ... heimskir einstaklingar.
Við viljum ykkur ekki meir. Farið heim og finnið ykkur aðra vinnu; ef að annars einhver vill fá ykkur til starfa farið annars á bæ og sveit og finnið það á eigin skinni hvernig er að lifa af því!
Mætum öll á Austurvöllinn og látum í okkur heyra, látum þau finna fyrir reiði okkar. Látum þau ekki komast upp með meira múður komum þeim burt STRAX!
Sýnið ábyrgð mætið og látið þingheim heyra raust ykkar!