Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Það var lagið
2.2.2009 | 21:24
Svona eiga menn að vera. Láta ekki duga orðin tóm heldur framkvæmdir og það á fyrsta degi.
Bravó Ögmundur ég er mjög sáttur við veru þína í heilbrigðisráðuneytinu. Ég treysti engum betur til að vernda heilgrigðiskerfið okkar í kreppunni.
Það er eins og það hafi létt yfir að losna við frjálshyggjupúka Sjákfstæðisflokksins úr ríkisstjórn - púha.
Innlagnargjöld afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nú er tjaldið bleikt en Ísland er marglitt.
2.2.2009 | 14:12
Mér finnst það dásamlegt hvað við á Íslandi erum "ligeglad" með kynhneigð Jóhönnu. Það sýnir mér hvað þessi þjóð er í raun eðlileg. Við erum ein stór fjölskylda (vegna þess hvað við erum fámenn) og sum okkar eru samkynhneigð, önnur tvíkynhneigð og svo eru flestir með kynhneigð.
Það vissu fáir um kynhneigð Jóhönnu á Íslandi því að það er hennar mál. Okkur hinum kemur það bara ekkert við. Okkur skiptir máli hvað fólk gerir annars staðar en í svefnherberginu eða á sínum heimilum. Menn gera meira mál úr þessu þarna úti í hinum stóra en miður þykir mér að ekki hef ég séð á það minnst í heimspressunni að okkar samkynhneigði forsætisráðherra hefur verið vinsælasti stjórnmálamaðurinn á Íslandi um árabil - mér finnst það skipta máli.
Ég er stoltur yfir því að vera íslendingur þessa dagana. Stoltur yfir því að okkur tókst að losna við vonda og duglausa ríkisstjórn og stoltur yfir því að hafa fengið kvenmann sem forsætisráðherra og stoltur yfir því að kynhneigð hvorki stendur í vegi fyrir né ýtir undir frama fólks.
Hitt er svo annað eins og ýjað er að í fréttinni. Þetta vekur athygli út í heimi og það jákvæða athygli til tilbreytingar. Ég hef starfað í ferðaþjónustu og alltaf haft tröllatrú á því að ferðaþjónusta geti orðið einn blómlegasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Það var þannig að ferðamenn komu hingað fyrst og fremst vegna náttúru landsins en í auknum mæli eru ferðamenn að sækjast eftir því að heimsækja landið nú vegna þess fólks sem hér býr. Þið sjáið aðdáun heimspressunar á hversu sjálfsagt og eðlilegt það þykir að gera yfirlýstan samkynhneigðan einstakling að forsætisráðherra. Fólk hefur orð á því sem hingað kemur hversu vingjarnlegt fólk er og þetta lýsir þjóðarkarakternum. Allt hangir þetta saman við þetta yndislega viðhorf - "Æ það reddast og hvaða máli skiptir það".
Til hamingju Jóhanna og megi þér vegnast sem best í starfi. Þinn tími er kominn og við væntum mikils af þér.
Sigur kvenna og samkynhneigðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjö Lurkar
30.1.2009 | 15:58
Ég vaknaði í morgun með Sjö Lurka sterklega í huga mér. Hvað gat það þýtt?
Sjö Lurkar er Tarot spil svo við skulum sjá hvað það þýðir.
Þetta eru tvö tákn og lítum á hvert fyrir sig til að byrja með; byrjum á tölunni sjö.
Ég er rosaleg sjöa sjálf en í þessu tilfelli getur talan ekki átt við mig. Ég leit í kringum mig og sá að ný ríkisstjórn á væntanlega að taka við á morgunn þan 31. janúar 2009 og það er talan sjö.
Sjö er mögnuð tala sem hefur yfir sér dulrænu og sérstakan kraft. Það eru sjö dagar í vikunni, það voru sjö plánetur sem hinir fornu sáu með berum augum og það eru sjö atriði sem komast fyrir í skammtíma minni mansins. Pythagoras og hans fylgjendur álitu töluna sjö hafa sérstaka stöðu vegna þess að hún var hæsta frumtalan sem einungis gekk upp í sjálfri sér og einum. Þessi tala er tákn um sköpun, frumkvæði og hugsun. Talan sjö er sögð tengjast Neftún, plánetu sköpunarkrafts, blekkingar og dýptar.
Þegar litið er til framtíðar hefur talan sjö á sér áru sjálfsblekkingar og sambönd o eru ekki sögð endast og samninga skal forðast að gera. Sjálfskoðun er lykilatriði og geta til að horfast í augu við sannleikann er það atriði sem vegur á milli feigs og ófeigs.
Lítum þessu næst á Lurkana. Lurkar í Tarot spilunum tákna karllæg element. Þeir standa fyrir sköpun, ávöxt og frumlæg jarðnesk áhrif. Lurkarnir tákna hreyfingu og aðgerðir, nýjar hugmyndir og frumkvæði; í raun tákn fyrir nýtt upphaf. En allt á sér andstæðu og neikvæða hlið Lurksins er tengd fljótfærni, óskhyggju, einfeldni og sjálfsblekkingu.
Jæja setjum nú saman þessa þætti; sjö og Lurka.
Mín forna bók um dulspeki segir sjö Lurka tákna goðsögn og líklegan ávinning; ekki slæm teikn það. Önnur heimild segir sjö Lurka búa yfir tvíbentri tilveru. Annars vegar segir frá ákefðinni við þeim áskorunum sem skapaðar hafa verið með eigin frumkvæði og baráttu og hins vegar lýsir spilið algerum skorti á aðstæðum og hvert stefnir.
Þar sem væntanleg ríkisstjórn mun eiga sinn fæðingardag á morgun verð ég að vitna til enn einnar heimildar og leggja nokkur lykilorð til er varða Sjö Lurka:
Barátta; taka þarf stöðu, hafa þarf yfirsýn, við ofurefli er að etja. Verið er að þvinga til viðskipta. Verjið stöðu.
Ég óska nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í starfi og óska þess einlægt að hún nái markmiðum sýnum og nái að stýra þjóðarskútunni í var.
Að sjálfsögðu
29.1.2009 | 13:47
Að sjálfsögðu verður ný ríkisstjórn að taka á þessu IceSave máli frá grunni. Það þarf að skoða málið út frá viðbrögðum bresku ríkisstjórnarinnar. Ef að aðgerðir hennar hafa í einhverju rýrt getu bankanna til að standa í skilum með innistæður þá þarf að sækja það mál fyrir dómi. Það á ekki að leggjast sjálfkrafa á íslenska ríkið.
Sömuleiðis þarf að athuga innan Landsbankans hvað varð um peningana. Þeir gufa að sjálfsögðu ekki upp. Einhverjar líkur eru á því að vafasamir gjörningar hafi verið í gangi síðustu vikur fyrir hrun og þannig hafi stórar upphæðir horfið úr landi og úr bankanum. Við vorum vitni að MILLJARÐA þjófnaði, á skala sem við höfum aldrei upplifað áður og eigum hreinlega erfitt að átta okkur á.
Að sjálfsögðu þarf að taka þetta IceSave mál upp frá grunni - um það snérust m.a. mótmælin gegn fyrrverandi ríkisstjórn. Allt þarf að endurskoða - frá grunni!
Opnast Icesave-málið að nýju? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þetta er bara byrjunin á þeim afskiptum sem verða munu
29.1.2009 | 13:39
Jæja þá eru menn að fá nasasjón af því sem verður íslenskur veruleiki framtíðarinnar ef að við festumst á klafa AGS.
Það er ekkert grín að lenda undir vilja sjóðsins. Ég vek athygli á að þetta er í raun ekki alþjóða sjóður. Þetta er bandarískur sjóður, þ.e. hann er með lögfesti í BNA og bandaríkjastjórn ein hefur neitunarvald í sjóðnum. Á bak við þennan sjóð eru sömu aðilar og eru bak við seðlabanka bandaríkjanna - sem er EINKA banki.
Vilhjálmur: Óskiljanleg ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löglegir ræningjar
29.1.2009 | 13:07
Jæja nú er virkilega farið að sjást í þann samtryggingar- og spillingar valdastrúktúr sem við búum við íslendingar. Hugsið ykkur, þegar draga á saman er fólki sagt upp, bæði í einkageiranum sem og hjá hinu opinbera. Menn hafa einhver áunninn réttindi, oftast þriggja mánaða uppsagnafrest, eftir það fara menn á atvinnuleysisbætur. Þetta var það umhverfi sem við flest héldum að væri veruleikinn. Við höfðum meira að segja talið að, þegar kemur að hinu opinbera, mætti eitt yfir alla ganga en nei...
Það er hreinlega pínlegt, óþolandi og gersamlega óásættanlegt að horfa upp á það hvernig sníkjudýr hafa komið sér vel fyrir á fjósbitanum og lifa feitt á íslenskri þjóð. Þannig hafa gráðugir einstaklingar, sem svífast einskis þegar kemur að eigin hagsmunum stutt hverjir aðra í að leggjast upp á ríkið og hagað því þannig að svo erfitt og dýrt er að losna við þá að erfitt sé að réttlæta þá aðgerð. Hvílík óskammfeilni, hvílík hörmung að hafa fengið á sig þvílíkan viðbjóð íslensk þjóð gengur með njálg og það marga stóra orma!.
Það kostar tugi milljóna að losna við bankastjórana, þó að þeir hafi brugðist í starfi hvernig má það vera? og er það eitthvað sem við íslendingar eigum að kyngja þegjandi og hljóðalaust? Þessir menn hafa mergsogið þjóðina, þegið milljónir í mánaðarlaun (vegna hinnar miklu ábyrgðar sem í starfi þeirra fellst) og hafa komið því svo fyrir að þeir eru ráðnir til SJÖ ára (af hverju í ósköpunum? af hverju eru þeir ekki bara ráðnir og hægt er að segja þeim upp með þriggja mánaða uppsagnarfresti eins og okkur hinum?). Sjáið í gegnum þetta góðir íslendingar, þetta er ekki neitt annað en kúgun og rán. Valdaelítan hefur komið því þannig fyrir að almenningur í landinu á að sitja uppi með ákveðna aðila og illmögulegt er að hrista þá af sér er það eitthvað sanngjarnt og eðlilegt? Ég segi nei!. Þetta eru ekki samningar sem bornir voru undir almenning og almenningur á því ekki að vera bundinn af þeim. Þetta voru samningar sem gerðir voru í skjóli myrkurs milli samtryggingaraðila í þeim tilgangi að ræna almenning og láta það líta út sem löglegan gjörning.
Við krefjumst Nýs Íslands þar sem hreinsað verður til í rotnum iðrum og við krefjumst þess að við fáum að byrja með hreint borð. Við erum EKKI bundin þvílíka samningum og þeim er seðlabankastjórar og fjármálaeftirlitsmenn hafa sett sjálfum sér. Þjóðinni blæðir vegna þessara manna, fólk missir atvinnu og heimili, eignir og sparnað vegna þessara manna og þeir einir eigi að fá mjúka lendingu? Þeir sem mesta bera sökina? Getur það verið? Halda þeir virkilega að við séum svo heimsk?
Nei Davíð Oddson og fylgifiskar. Við sýndum það að við getum bitið frá okkur og þú átt nú einn kost Segðu af þér strax, afsalaðu þér öllum biðlaunum og uppsagnarfresti og málið er frá. Ef ekki þá muntu kalla yfir þig þvílíka reiðiöldu þér verður ekki vært á landinu og munt þú útlægur gerður.
Við munum hefja uppbyggingu á Nýju Íslandi þar sem þú og þinna verður minnst með hrolli. Afætur og aumingjar á borð við þig Davíð Oddson munum við ekki þola og þjófnaður sem færður var í löglegan búning mun sóttur til saka af fullri hörku. Þú ert að stela frá fátækum þú feita afæta! Þegar skorið er niður í velferðarþjónustunni hangir þú á fjósbitanum og fitnar þú forherti aumingi.
Þið brugðust í ykkar störfum seðlabankastjórar og þið eigið þess vegna að fara frá strax og það án nokkurra eftirlauna eða uppsagnarfrests. Þið þáðuð há laun vegna mikilvægis ykkar starfa og því gilda um ykkur sérstakar reglur. Við þurfum að koma ykkur burt strax til að rétta hér af þjóðarskútuna, störf ykkar og tilvera kemur í veg fyrir það, meira en það, auka enn á lekann. Þið þurfið að fara burt og það er ekkert réttlæti í því, að vegna mistaka ykkar og lélegra starfa, þurfum við íslendingar að borga ykkur tugi milljóna til þess eins að losna við ykkur ÞAÐ GENGUR EKKI OG ÞAÐ MUNUM VIÐ EKKI SÆTTA OKKUR VIÐ - SKILJIÐ ÞAÐ!
Lifi byltingin - lifi Nýtt Ísland
Vildu lækka vexti en ekki IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frábært
28.1.2009 | 17:45
200.000 málverk verða aðgengileg á vef BBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.1.2009 kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jóhönnu kannski en ekki varaformanninn
26.1.2009 | 15:47
Nú þegar fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar eru byrjaðir á þeim barnalegu látum að kenna hvorir öðrum um og tala eins og þetta stjórnarsamstarf hafi verið ómögulegt vegna þess að hinn flokkurinn vildi ekki ... og við gátum ekki vegna þess að hinn flokkurinn gat ekki ... o.s.frv., o.s.frv. Núna þegar menn eru komnir í kosningaham og við, fólkið í landinu, fáum eitthvað að segja um það hverjir eigi að fá tækifæri til að takast á við vandann sem fyrir liggur, þá tel ég tíma til að fara aðeins aftur í söguna. Það er kominn tími til að vinsa úr skemmdu eplin og fá heiðarlega dugandi einstaklinga inn á þing.
Fyrir ári síðan átti ég í tölvusamskiptum við Ágúst Ólaf Ágústson varaformann Samfylkingarinnar. Ástæðan var vegna þess uggs er ég bar í brjósti hvað varðaði stöðu bankanna sem mér voru þá ljósar og sú staðreynd að litið var svo á að ríkissjóður hlypi undir bagga með þeim ef illa færi (sem allt stefndi óneytanlega í).
Ég vil vekja athygli lesenda á dagsetningum tölvupóstanna og þeim sjálfumglaða tón sem greina má í svari varaformannsins. Ég birti hér með spurningu mína er ég upphaflega beindi til varaformannsins:
-----Original Message-----
Sent: 30. janúar 2008 13:40
To: Ágúst Ólafur Ágústsson
Subject: Krónan of lítil fyrir bankana
Blessaður Ágúst.
Nafn mitt er Þór Þórunnarson og ætla ég að taka þig á orðinu og skrifa þér tölvupóst. Ég skrifa þér þennan póst sem þingmanni, löglærðum manni og hagfræðingi.
Það er frétt í Fréttablaðinu 29. janúar síðastliðinn sem rekur mig til þessara skrifa. Fréttin fjallar um lánshæfis einkunn og horfur íslenska ríkisins að mati Moody´s. Í fréttinni segir m.a. orðrétt: Áframhaldandi alþjóðlegur vöxtur bankakerfisins er sagður hafa leitt til þess að ófyrirséðar fjárhagslegar skuldbindingar ríkisins hafi vaxið upp fyrir æskileg mörk.
Mig langar að spyrja þig hvort:
a)
rétt sé að íslenska ríkið sé á einhvern hátt fjárhagslega skuldbundið varðandi einkabanka sem starfa hér á landi (reyndar að litlum hluta þegar á heildarstarfsemi íslensku bankanna er litið) og hvort eðlilegt sé að hægt sé að tala um "ófyrirséðar skuldbindingar" þegar snýr að ríkissjóði, og
b) ef rétt sé að ríkissjóður sé með skuldbindingar gagnvart einkabönkum, hvort það sé eðlilegt og hver sé ábyrgur fyrir þeirri ákvörðun.
Eins og ég hóf þennan póst þá er ég að skrifa þér vegna þess að þú hvetur fólk til að
skrifa þér, en einnig lít þannig á starf og tilgang alþingismannsins að hann eigi að vera
í tengslum við fólkið og vera talsmaður þess og málsvari.
Ég vona að þú getir varpað ljósi á þessar vangaveltur mínar.
Með fyrirfram þökk
Þór Þórunnarson
Hér kemur svo svar varaformannsins:
Sæll
Takk kærlega fyrir póstinn og spurningarnar.
Það er alveg ljóst að íslensku bankarnir hafa stöðu svokallaðra kerfisbanka. Þetta þýðir að þeir eru "too big to fail" eins og sagt er. Markaðurinn álítur þannig á að ef kerfisbankar lenda í vandræðum þá hlaupi hið opinbera (fyrst og fremst Seðlabankinn) undir slíkt. Slíkt getur haft áhrif á lánshæfismat íslenska ríkisins.
Ríkissjóður er hins vegar ekki með beina ríkisábyrgð á bönkunum eins og ríkissjóður hefur t.d. gagnvart Íbúðalánasjóði (sem er reyndar umdeilt í ljósi evrópskra regla og samkeppnisregla)
Bestu kveðjur,
Ágúst Ólafur
Eins og þið sjáið lesendur telur varaformaður Samfylkingarinnar bankana vera of stóra til að mega fara í þrot. Hann segir ekkert um það að þess vegna þurfi að hefta stærð þeirra. Hann virðist meira að segja svo blindur að hann einu sinni íhugi þann möguleika að þessir of stóru bankar fari á hausinn og dragi þannig ríkissjóð með sér í fallinu sem var þó áhyggja mín og ásæða fyrirspurnarinnar til þingmannsins. Ég var ekki ánægður með þetta svar og sendi því annan póst á varaformanninn:
-----Original Message-----
Sent: 31. janúar 2008 16:55
To: Ágúst Ólafur Ágústsson
Subject: Re: "Krónan of lítil fyrir bankana"
Þakka þér kærlega fyrir svarið.
Ég er vissulega nokkru nær varðandi ábyrgðarhlutverk ríkissjóðs gagnvart bönkunum og takk kærlega fyrir það.
Það er samt sem áður enn óskýrt, sem var þungamiðjan í fyrirspurn minni, s.s. það hvers vegna ríkissjóður eigi að bera ábyrgð á þessum þætti hagkerfisins umfram aðra, t.d. álbræðslur, eða flugrekstur. Er eitthvað lögmál sem segir að mér, sem skattgreiðenda, beri að hlaupa undir bagga með einstaka banka ef að hann er illa rekinn (eins og t.d. í tilfelli Societé General). Það er að sjálfsögðu ekkert lögmál, heldur ákvörðun og ég spyr því, aftur - ákvörðun hverra?
Ég vil síst af öllu misnota velvind þína og krefja þig svara, en verð að segja að ég skil ekki hvers vegna ríkissjóður þurfi að hlaupa undir bagga með einkafyrirtækjum þó svo að "markaðurinn", eins og þú orðar það (hvað svo sem það er), álíti svo.
- Einnig, ef að það liggur í spilunum, að ríkissjóður hlaupi undir bagga, ef að í illt stefnir hjá bönkunum, er þá ekki eðlilegt að ríkissjóður fái eitthvað í staðinn. Á það að gilda hér, en aðeins hér, að einhver fái eitthvað fyrir ekki neitt; eða fær ríkissjóður eitthvað í staðinn fyrir þessa kerfisbankaábyrgð?
Að setja reglur um lausafjárstöðu og hlutfall útlána/innlána og því um líkt, til að minnka líkur á áföllum í bankakerfinu, er eitthvað sem ég fæ vel skilið og tel eðlilegt að ríkið geri; enda eiga viðlíka reglur einnig við um ýmsan annan atvinnurekstur. En að þurfa að setja fé inn í einkafyrirtæki, við ákveðnar aðstæður, og þurfa að sæta því að fá verri kjör á alþjóðlegum lánamarkaði, vegna einkafyrirtækja - er það ekki eitthvað sem ber að athuga og helst útiloka? Má ég spyrja þig - finnst þér þetta eðlilegt og rétt tilhögun?
Þetta með Íbúðarlánasjóð skil ég vel. Íbúðarlánasjóður er í raun íslenska ríkið að lána einstaklingum til íbúðarkaupa og grundvallast fyrst og fremst á pólitík en ekki markaðs- eða gróðasjónarmiðum. Það er því ofureðlilegt, í mínum huga, að ríkissjóður ábyrgist hann.
Bestu kveðjur og enn og aftur þakkir fyrir skilmerkilegt svar.
Þór L. S. Þórunnarson
Og hér kemur svo ítarlegt svar varaformannsins:
Sæll
Bankar eru alls staðar taldir hafa sérstakt eðli þegar kemur að fyrirtækjaumhverfi. Löggjafinn setur t.d. ákveðnar kröfur á þessi fyrirtæki umfram önnur fyrirtæki t.d. um hver megi eiga ráðandi hluti ofrv.
Það eru viðurkennt, bæði í fræðunum og í praktíkinni, að áfall í bankakerfinu er langt um alvarlegra en áföll hjá öðrum fyrirtækjum. Þess vegna er álitið að ríkisvaldið grípi inn í ef stóráföll verða hjá "kerfisbönkum" þótt sú ákvörðun liggi hvergi fyrir. Það er eins og markaðurinn geri ráð fyrir því. Og þetta er eins um allan heim.
Mér finnst eðlilegt að hið opinbera sér hálfgerður bakhjarl gagnvart bönkunum sem hafa þessa stöðu. En þetta þýðir ekki að banki geti ekki farið á hausinn en öðru gegnir um kerfisbankana.
Bestu kveðjur,
Ágúst Ólafur
Eins og þið sjáið lesendur góðir finnst Ágústi varaformanni það eðlilegt að bankarnir hið opinbera sé hálfgerður bakhjarl einkabankanna. Hann svarar engu um það hvað ríkið (fólkið) eigi að fá í staðinn og hann minnist í engu á aðgerðir sem ríkið hafi gripið til, ætli að grípa til, eigi að grípa til, til að koma í veg fyrir að illa fari og tryggja muni sem best hag ríkissjóðs (þjóðarinnar) ef til þess þurfi að koma að ríkið þurfi að verða hálfgerður bakhjarl einkabankanna!!! Þetta er einfaldlega svona vegna þess að það sé eins og markaðurinn[sic] geri ráð fyrir því og það sé eins út um allan heim.
Ekki hefur varaformaðurinn farið hátt með þessa skoðun sína. Honum var s.s. ljóst að góðar líkur voru á því að ríkið yrði að hlaupa undir bagga með einkabönkunum en gerði engu að síður ekkert til að draga úr vexti þeirra, aðskilja erlenda starfsemi innlendri eða auka bindiskyldu. Þessi þingmaður getur ekki brugðið fyrir sig því að hann hafi ekki vitað af hættunni sem við blasti. Þessi þingmaður hefur orðið uppvís að vítaverðu kæruleysi í starfi og honum ber að segja upp!
Ég bendi enn og aftur á dagsetningar tölvupóstanna.
Lifi byltingin og Nýja Ísland!
Jóhanna næsti forsætisráðherra? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geir farinn - Davíð situr
26.1.2009 | 13:36
Þetta er magnað. Geir hefur ekki þorað að taka þá ákvörðun sem hefði getað bjargað stjórninni og þá verið best fyrir þjóðina (samkvæmt Geir var best að ríkisstjórnin sæti a.m.k. fram á næsta vetur). Geir er nú stikkfrí af því að Davíð verði rekinn, sem telja verði öruggt þegar ný stjórn tekur við.
Það er áreiðanlegt að Davíð Oddson hefur eins og óargadýr reynt að koma í veg fyrir að ljótur blettur komi á hans pólitíska feril. Davíð hugsar í sögubókum. Hann getur ekki hugsað sér að hans verði minnst með þeim hætti að hann hafi verið rekinn úr stóli seðlabankastjóra; það væri ömurlegt fyrir þennan mikla leiðtoga sem hann vill að verði sú uppdregna mynd sem hann hafi í minningunni.
Sigurganga Davíðs er lokið með mikilli niðurlægingu. Það var hann sem hafði forystu fyrir þeirri stefnu sem nú hefur hlotið skipbrot, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllu. Það var hann sem stýrði Seðlabankanum þegar Ísland varð gjaldþrota og það er hann sem verður rekinn fyrstur seðlabankastjóra á Íslandi.Geir fórnaði sjálfum sér til að setja ekki blett á Davíð, hann fórnaði ríkisstjórninni og hann fórnaði þjóðarhag. Far vel Geir, náðu þér vel af veikindum þínum og áttu gott ævikvöld. Þú stóðst með þínum leiðtoga en, því miður ekki með þjóðinni.
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfskipaðar væluskjóður
26.1.2009 | 10:55
Það eina sem ég get vælt yfir nú eru þessir sjálfskipuðu aular sem tala fyrir munn þjóðarinnar - mikið er ég orðin ÞREYTTUR á þeim. Þeir láta hafa sig í viðtöl því það kitlar þeirra litla hjarta.
VIÐ fórum ekki til Lundúna að kaupa sælgætisbúðir eða hlutabréf, þú þarna Hallgrímur vitleysingur.
VIÐ vorum hér heima að vinna okkar vinnu og VIÐ vorum flest á þannig launum að lítið var afgangs milli mánaða. Ef að þú ætlar að láta hafa eitthvað eftir þér (væntanlega vegna þess að þú hefur einhvern skilning á ástandinu) þá skaltu DRULLAST til að fara rétt með. VIÐ tókum ekki þátt í neinu útrásarævintýri. VIÐ héldum ekkert partý upp á hundruðir milljóna. VIÐ flugum ekki á einkaþotum. VIÐ fórum kannski í eina utanlandsferð og það á "monkey class" - þú þarna ###!"!!"####...
Þetta voru ÖRFÁIR einstaklingar og ég neita að láta spyrða mig við þá landráðaseggi og græðsgisaumingja. Það er ekki hægt að segja að þjóðin hafi sem heild á nokkurn hátt hegðað sér óeðlilega þó að þessir 20 - 30 EINSTAKLINGAR hafi fengið að vaða hér uppi með frekju og græðgi. Alþingi lét þá vissulega komast upp með slíkt og þeir einstaklingar sem þar sitja eru nú að fá að súpa seiðið af því. Það eina barnalega sem VIÐ erum sek um var að treysta þeim.
Næst þegar þið þarna sjálfskipuðu talsmenn þjóðarinnar farið í viðtal til að njóta ykkar 15 mínútna - gerið sjálfum ykkur þann greiða að tala í eigin nafni - ekki þjóðarinnar því, þrátt fyrir ykkar framúrskörun og ofurvinsældir þá eruð ÞIÐ ekki þjóðin.
Bjartar sumarnætur að baki á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |