Nú verður fólk að vakna!

Þetta er óhugnanlegt, hreint og beint. Þessi ráðstöfun að setja fingraför í vegabréf kemur frá BNA og var sett í kjölfar hins svokallaða "stríðs gegn hryðjuverkum". Stóri bróðir sá sér leik á borði til að geta fylgst enn betur með einstaklingunum og faldi það inn í eitthvað sem hægt er að kalla "föðurlands gjörninginn" á íslensku (e.: Patriotic Act).

Ég hef ekki farið til BNA síðan, ekki getað hugsað mér það. Hingað til hafa verið tekin fingraför af grunuðum glæpamönnum en nú á að taka fingraför af öllum. Eftirlitsmyndavélar eru alls staðar, gögn skráð og geymd um eðlileg viðskipti og samskipti manna í millum, þetta er að verða óhugnanlega geðveikislegt. Þetta er bara stig í því að setja í okkur örgjörva sem skrásetur allar okkar ferðir og gjörðir.

Af hverju erum við Íslendingar ekki spurð hvort við viljum hafa þann háttinn á að setja fingraför í íslensk vegabréf? Erum við ekki sjálfstæð þjóð?

Mér líkar illa hvert stefnir í þessum efnum.


mbl.is Fingraför í vegabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir

Fyrir mér skiptir þetta ekki máli, Ég hef ekkert að fela.

Ég fór til Bandaríkjanna um daginn og þá voru teknar myndir af fingraförunum mínum við komuna inn í landið. Biðröðin var löng á flugvellinum. Ef ég hefði verið með fingraförin í passanum hefði ég getað farið í fljótu röðina. Ég hefði nú frekar viljað það.

Það voru meira að segja tekin fingrafaraskann við innganginn inn í Disney World.

Sama er mér.

Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir, 25.6.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hverjir þurfa að hafa áhyggjur af því að fingraför þeirra séu til á skrá?

Ekki heiðarlegt fólk, svo mikið er víst.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 13:29

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ertu virkilega (skorrdal) að líkja saman að fingraför þín séu til hjá opinberum aðilum og að myndavél frá "stóra bróður" sé inn á heimili þínu? Er ekki í lagi með þig? Hvaða upplýsingar er hægt að opinbera um þig með fingraförum þínum?  

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 13:57

4 Smámynd: Reputo

Þetta snýst ekkert um hvort þið hafið eitthvað að fela eða ekki. Þetta flokkast sem innrás í einkalíf fólks og er prinsippatriði frekar en eitthvað annað. Ég er heiðarlegur borgari sem ávallt hefur greitt sína skatta og ekki komist í kast við lögin, en það breytir engu um það að ég hef engann áhuga á því að yfirvöld hafi fingraförin mín í sinni vörslu, eða DNA, eða blóðsýni, eða hvaðsvosem snertir mig persónulega.

Ef þið hafið ekkert á móti þessu legg ég til að þið afhendið bara sjálfviljug að fyrra bragði fingraför, augnskannaför, blóðsýni, þvagsýni, DNA mengi, geðsjúkdómasögu fjöskyldunnar, debet og kreditkortaaðgang, símreikninga, internetaðgang og hvaðeina sem hægt er að nota til að fylgjast með ykkur og auðvelda rannsókn hugsanlegra afbrota eða hvort þið eruð líkleg til afbrota. Svo gætuð þið kórónað þetta með ígræddum örgjörva sem einmitt er byrjað að dreifa fyrir þá sem vilja í BNA. Það er bara spurning hvenær það verður skilda.

Reputo, 25.6.2009 kl. 14:03

5 Smámynd: Reputo

Gunnar, þetta er óþarfa upplýsingaöflun hins opinbera. Þeir hafa ekkert með þetta að gera og fólk á að sjálfsögðu að vera í sjálfvald sett með það hvort það gefur fingrafarasýni eða ekki. Ég hygg ekki á ferðalag til Ameríkuhrepps og því ætla ég að neita að gefa fingraförin mín þegar kemur að endurnýjun vegabréfsins.

Reputo, 25.6.2009 kl. 14:07

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er hugsað sem vörn fyrir heiðarlega borgara, ekkert annað

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 14:38

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

NEXUS er næsta stig stóra bróðurs.  Þetta er "hraðkort" sem gerir þér kleyft að fljúga fram hjá tollvörðum, og í gegnum landamæri USA og Kanada á skemmri tíma en aðrir.

Hængur máls er sá að kortið hefur að geyma "chip" sem nemar geta fundið í sístækkandi radíus.  Eina sem þú þarft að gera er að horfa í vél, og þú labbar fram hjá röðinni, án þess að svara "fúlum spurningum" : hvað varstu að gera? hvað keyptirðu? osv fr

Fyrir einfeldinga eins og mig, sem hefur heldur ekkert að fela, er þetta einungis tímasparnaður og aukin þægindi.  Á hinn bóginn, er þetta klárlega það sem Big Brother BNA ætlar að þrykkja í gegn á komandi árum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.6.2009 kl. 16:15

8 Smámynd: Offari

Hryðjuverkaárásin á tvíburaturnana hefur breytt mörgu og ekki lái ég þeim að þeir vilji hafa öflugra eftirlit með því hverji koma til bandaríkjahrepps. Hinsvegar er þetta orðin algjör paranoja sem grefur undan allri von um frið í okkar heimi.

Offari, 25.6.2009 kl. 17:09

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hvenær kemur að því að heiðarlegir borgarar hafa ekkert að fela heima hjá sér?

Magnús Sigurðsson, 25.6.2009 kl. 17:58

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fingraför okkar veitir engar upplýsingar um okkur nema hver við erum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 17:58

11 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Gunnar þú virðist ekki átta þig á alvöru máls eins og svo margir aðrir því miður. Í dag eru það fingraför á morgun DNA sýni og í kjölfarið þarftu að gefa allt upp sem vert er um þig að vita: heilsufarssögu, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir o.s.frv. Að lokum eru allar upplýsingarnar um þig Gunnar Theodór Gunnarsson kt.: xxxxxx-xxxx, fæddur í Reykjavík Íslandi árið 1960 o.s.frv. hverjum þeim aðgengilegar sem greiða vilja fyrir og, hugsanlega, hafa eitthvað út á þig, eða þína að setja.

Næsta skref er að hræða almúgann til að láta setja í sig flögu (nú eða selja almenningi það sem hagræðingu) til að auðkenna þig á enn auðveldari hátt en vegabréfið gerir í dag. Það er svo hægt að fylgjast nákvæmlega með hverju þínu skrefi, hvað þú kaupir, gerir í frístundum, í hvað þú eyðir peningunum, hvaða skoðanir þú hefur á stjórnvöldum o.s.frv.; sem sagt ekkert einkalíf.

Spurningin er hversu langt á að leyfa stjórnvöldum að fara með þetta áður en einstaklingunum finnst þetta vera innrás í friðhelgi einkalífsins. Síðan má spyrja sig hvaða tilgangi fingrafara setning í vegabréfin þjónar. Eða heldurðu virkilega að sú aðgerð geri heiminn eitthvað öruggari? 

Þór Ludwig Stiefel TORA, 25.6.2009 kl. 18:18

12 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Fundust ekki trúnaðargögn úr ísl. utanríkisráðuneytinu á öskuhaugum fyrir nokkrum árum ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.6.2009 kl. 20:22

13 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Í hænuskrefum er einkalífið tekið af okkur, þar dugar hræðsluáróðurinn best til að selja almenningi það að það sé honum fyrir bestu að vel sé fylgst með flestum okkar athöfnum, ekki að efa að reynt verður að selja fólki þá fráleitu og ógeðfeldu hugmynd að allir verði að hafa ígrædda flögu til að tryggja öruggi(sic), það verkefni er á fullu nú þegar og verður troðið niður í kokið á okkur öllum hvort sem okkur líkar betur eða ver innan fárra ára.

Hræðsluáróður verður aðal taktíkin eins og svo oft áður og ekki síst á seinni árum(jafnvel hjá þjóðum með hátt menntunarstig!), enda virkar fátt betur á þá sem stöðugt eru á nálum um öryggi sitt og tilbúnir að afsala sér miklu af frelsi sínu og annarra til að upplifa sína langþráðu, en aðvitað fölsku öryggiskennd.  

"Look around, look around, can you believe
Dm                    Am/G
what you see?  It's amazing...
Dm                         Am/G
   They're changing it bit by bit
      
Dm                        Am/G
In tiny baby steps, so you won't notice"

(DIKTA)

Georg P Sveinbjörnsson, 25.6.2009 kl. 20:49

14 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er verið að byggja upp fingrafarabanka heiðarlegra sem er skynsamara en að reyna byggja upp banka með fingraförum óheiðarlegra. Flestar þjóðir læra af bituri reynslu sem við slendingarnir getum ekki og líklega aldrei.

Valdimar Samúelsson, 25.6.2009 kl. 21:28

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þór, við skulum láta nægja að taka afstöðu til fingrafaramálsins en ekki segja að eitthvað annað, meira og verra komi seinna. Við tökum afstöðu til þess þegar og ef til þess kemur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 23:23

16 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Nei Gunnar th. akkúrat ekki, það þarf að taka afstöðu og það strax. Ástæðan er einföld og hana gaf ég í skyn í svari mínu til þín. Það er verið að opna fyrir möguleika á að safna um þig upplýsingum, þegar búið er að opna þann glugga þá er opinn möguleiki á að safna öðrum upplýsingum og hver veit hvar á að draga mörkin, hver ákveður hvar draga eigi mörkin?

Ég lagði áherslu á það í pistlinum að fólk eigi að hafa eitthvað um það að segja, það á ekki bara að skella þessu á. Og ég endurtek að ég get ekki séð að þetta skili okkur í neinu öruggari heimi.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 25.6.2009 kl. 23:54

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru mörg óleyst glæpamálin, þó fingraför finnist á vettvangi. Ef allir eru í fingrafarabanka þá væri e.t.v. hægt að klófesta slatta af hættulegum glæpamönnum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.6.2009 kl. 00:02

18 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ekki það að manni langi sérstaklega til Bandaríkjanna, en ef það á að heimta af manni fingraför eins og hverjum öðrum glæpamanni þá er ljóst að maður fer þangað aldrei.

Jón Gunnar Bjarkan, 26.6.2009 kl. 04:23

19 Smámynd: Dúa

Nú þegar eru skönnuð í manni augun þegar maður fær nýtt vegabréf. Var þannig sl. sumar.

Dúa, 26.6.2009 kl. 04:46

20 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Svolítið er erfitt að skilja þessa umræðu. Réttilega er hér  sagt: Þeir sem hafa hreinan skjöld hafa ekkert að fela.

Eiður Svanberg Guðnason, 26.6.2009 kl. 11:11

21 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Nei Eiður það er víst ekki hægt að útskýra hlutina fyrir þeim sem ekki vilja skilja. Hver er með hreinan skjöld, hver ákveður hvað er hreinn skjöldur? Ef að ég er með hreinan skjöld vil ég fá að vera í friði fyrir yfirvöldum, það er víða tryggt í stjórnarskrá. Svo minni ég á að á bak við stjórnvöld er EINSTAKLINGAR og, eins og hefur komið fram hér, er þeim ekki treystandi fyrir upplýsingum.Á meðan hægt er að misnota upplýsingar þá er það gert - svo einfalt er það mál.

Meginreglan á að vera að fólk eigi að fá að vera í friði fyrir yfirvöldum. Þá FYRST þú brýtur eitthvað af þér hefur þú fyrirgert rétti þínum til að fá að vera í friði. Í réttaríkinu eru menn svo sekir uns sekt er sönnuð.

Þetta varðar friðhelgi einkalífsins. Af hverju á ég að gefa fingrafaraprent, DNA sýni eða augnsteinamynstur, eða nokkrar aðrar upplýsingar um mig, ef að ég er venjulegur löghlýðinn borgari sem hef ekkert að fela og lifi bara mínu venjubundna lífi? Vegna þess að, hugsanlega, einhvern tíma í framtíðinni, er það mögulegt að ég muni, kannski brjóta einhver lög?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 26.6.2009 kl. 11:27

22 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Sekir uns sekt er sönnuð - já er það ekki sá snúningur sem er að verða á réttarríkinu? En höfum þetta frekar: Saklausir uns sekt er sönnuð;)

Þór Ludwig Stiefel TORA, 26.6.2009 kl. 11:29

23 Smámynd: Skríll Lýðsson

þett er er einfalt, mín fingraför eru mín einkaeign og hið opinbera á enga kröfu á þau nema á mig sannist brot

Skríll Lýðsson, 26.6.2009 kl. 14:50

24 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Eins og ég segi, óttaslegið fólk er ávalt tilbúið að gefa eftir af frelsinu til að það upplifi sig öruggara. Nytsamir sakleysingjar kyrja með hræðslukórnum og grátbiðja yfirvaldið um að skerða einkalíf sitt, það þarf varla að hafa fyrir því lengur að reyta þetta af okkur smá saman, hræðslupúkarnir hreinlega æpa á meira eftirlit og brúka gjarnan frasann kjánalega um "þeir sem hafi ekkert að fela" þurfi ekki að hafa áhyggjur þó verulegur afsláttur sé gefinn á friðhelgi einkalífsins, Stasi fólk talaði svona líka.

" MEN FIGHT FOR LIBERTY AND WIN IT WITH HARD KNOCKS. THEIR CHILDREN, BROUGHT UP EASY, LET IT SLIP AWAY AGAIN, POOE FOOLS, AND THEIR GRANDCHILDREN ARE ONCE MORE SLAVES " D H. Lawrence

Georg P Sveinbjörnsson, 26.6.2009 kl. 16:10

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það eru til lyf við vænisýki

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.6.2009 kl. 17:30

26 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Verst að ekki eru til nein lyf við fáfræði.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 26.6.2009 kl. 18:09

27 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fingraför í passa staðfesta að mynd og kennitala í vegabréfi séu rétt. Ég sef betur ef ég veit að litlar líkur eru á því að einhver annar en ég sé að búa til persónu upplýsingar um mig. 

Júlíus Björnsson, 27.6.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband