Skuggamyndir eiga sér fyrirmyndir

Það er sagt að djöfulsins besta trikk hafi verið að telja mannfólkinu trú um að hann sé ekki til. Á sama hátt finnst mér margt afgreitt er lítur að því er fram fer á bak við tjöldin úti í hinum stóra heimi. Þegar minnst er á það að til séu aðilar sem hugsi stórt og algerlega út frá eiginhagsmunasemi, já að til séu aðilar sem vilji, og ætli sér að ná völdum í heiminum, þá er allt slíkt afgreitt sem samsæriskenningar og rugl.

Það sem við getum gert til að komast fram hjá þess konar útilokun og meinloku er að setja – það sem við teljum sannleika – fram í skáldsagnaformi. Þannig hafa merkir menn á borð við Aldus Huxley og Georg Orwell sett fram sýn á sannleikann sem fær alla þá er skrif þeirra lesa til að hugleiða og sjá hlutina eins og þeir eru.

Segjum sem svo að til séu gáfaðir menn, en jafnframt eigingjarnir og vanþroska menn, því gáfur og þroski fer langt í frá alltaf saman. Segjum sem svo að til séu slíkir menn og að þeir hafi sett sér það að stjórna heiminum með því að ná að leggja undir sig auðlindir jarðarinnar. Þeir hafa ákveðið að tryggja sér og afkomendum sínum ævarandi völd og tryggja afkomu sína með því að stjórna fremur en að vera stjórnað. Þess konar menn, sem hafa vit til, sjá að maðurinn er ekkert annað í eðli sínu en hópdýr sem hægt er að smala og stjórna, rétt eins og hverri annarri dýrahjörð. Þessir menn átta sig á því að dýr sem alið er upp í dýragarði hefur alls enga uppföttun á öðru lífi en því að lifa bakvið rimla og vera fóðrað. Slíkt dýr er jafnvel hrætt við frelsið og hreinlega kýs að vera í búri sínu jafn vel þegar hlið þess er opnað. Þetta dýr er algerlega skilyrt manngerðum lífsskilyrðum og hreinlega getur ekki lifað á annan hátt.

Ég ætla nú að fantasera eilítið um að til séu menn, hættulegir, gáfaðir og eigingjarnir menn sem hafi fattað þetta og, bæði geti, og hafi, yfirfært þessa þekkingu yfir á mannsamfélagið – hinn mannlega dýragarð.

Hugsið ykkur að það séu til menn sem hugsi á þann hátt að þeir segi sem svo: “Mannskepnan er rétt eins og aðrar skepnur. Hana þarf að fóðra og hún þarf að fá að fjölga sér. Ef að henni er haldið í fjötrum og henni haldið niðri á andlega sviðinu með fíkniefnum og afþreyingu, þá getum við blóðmjólkað þessa skepnu til eilífðarnóns rétt eins og hvert annað húsdýr. Á meðan mannskepnan ekki þekkir neitt annað, þá mun henni ekki einu sinni hugnast neitt annað lífsmynstur en það sem við bjóðum henni upp á. Við setjum henni reglurnar, við fóðrum hana og sjáum henni fyrir grundvallarþörfum og afþreyingu og þá mun mannskepnan haga sér eins og við viljum og hún mun vera þæg og hún mun staldra við í helsi sínu án nokkurra rimla. Hún mun sjálf sjá um að tukta sína meðlimi til hlýðni, því hún á erfitt með að hugsa sér lífið á annan hátt en þann sem við höfum veitt henni.”

Hugsum okkur nú að til séu menn sem hugsi á þennan hátt og hafi hugsað á þennan hátt: “Ef að við nálgumst mannlegt samfélag út frá hjarðeðli þess og notfærum okkur þekkingu okkar á þessu eðli, þá getum við náð stjórn á þessari hjörð og stýrt henni í þá átt er okkur þóknast til þess að hún dansi okkur til dýrðar og hagsmuna.”

 

Hugsaðu þér nú, lesandi góður; það er ef til vill möguleiki á því að einhver þarna úti í hinum stóra heimi, hugsi á þennan hátt og hafi til þess aðstöðu að láta á það reyna hvort ekki sé það mögulegt að framkvæma.

Ert þú mannvera sem virðir fyrir þér skuggamyndir eða veltir fyrir þér hvaðan skugginn kemur?     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband