Vill ekki einhver tala aðeins um ábyrgð lífeyrissjóðastjórnenda á hruninu?

Jæja þá fer alvarleiki bankasukksins og útrásarinnar svokölluðu að líta dagsins ljós.

Það var ekkert óeðlilegt við það að úr neyslubrjálæðinu drægi. Flestum fannst löngu kominn tími til að um hægðist á byggingarmarkaði og verð á húsnæði færi niður. Atvinnuleysi á Íslandi í dag væri nánast ekki neitt ef ekki hefði verið flutt inn vinnuafl í þúsundatali. Krónan var of hátt skráð og menn biðu eftir lækkun hennar, ekkert óvænt við það.

Það sem er alvarlegt núna og er að fara að skella á íslensku þjóðinni af fullum þunga er lækkun lífeyrisgreiðslna.

Bara fyrir þá sem hafa ekki áttað sig á því þá er rétt að taka það fram hér að bankarnir, útrásarvitleysingarnir og fjárfestingasukkið hefði aldrei getað átt sér stað nema vegna þess að verið var að spila með fé lífeyrissjóðanna. Það er sömuleiðis mikilvægt að menn átti sig á því að stjórnendur lífeyrissjóðanna réttlæta háar launagreiðslur sér til handa vegna þeirrar ábyrgðar sem í því felst að fara með sparifé (og framtíðarlífsgæði) sjóðsfélaga. Nú hafa þessir sömu stjórnendur (já þeir sitja nánast allir enn) kastað fé sjóðsfélaga þannig að nemur milljarða tapi. Þessir stjórnendur áttu einn stærsta þáttinn í því að fjármagna bankanna (og þar með eigendur þeirra og þar með einkalán til stærstu eigenda þeirra).

Ég vil að almenningur í landinu átti sig á margfeldisáhrifum þessara hrikalegu mistaka og vanhæfni stjórnenda lífeyrissjóðanna í landinu.

Í fyrsta lagi var verið að fjárfesta í fyrirtækjum útrásarvíkinganna og bönkunum og sjóðum þeim tengdum. Þannig var verið að kynda undir sukkið og svínaríið og jafnvel verið að gera þetta allt saman kleift sem síðan leiddi til efnahagshruns íslensku þjóðarinnar.

Í öðru lagi þýðir tap og afskriftir upp á milljarða það að útgreiðslur úr lífeyrissjóðunum (ellilífeyririnn sem þú og ég erum að spara fyrir) lækkar. Það þýðir ekki einungis það að við þurfum að búa við verri kjör í ellinni, heldur ekki síður að ríkið þarf að greiða meira. Kerfið virkar sem sagt þannig að ef tekjur einstaklings sem á rétt á ellilífeyri lækka, þá hækkar ellilífeyrinn.

Þannig hafa þessir stjórnendur lífeyrissjóðanna, sem réttlæta himinháar launagreiðslur til handa sjálfs sín, ekki einungis stuðlað að sukkinu sem var, heldur einnig eyðilagt framtíðarhorfur sjóðsfélaganna og, ekki síst, lagt auknar álögur á ríkissjóð (sem sagt hinn almenna skattborgara) vegna aukinna greiðslna úr almannatryggingunum. Þessar auknu álögur á ríkissjóð þýðir aftur að fjárlagagatið stækkar enn sem aftur kallar á niðurskurð o.frv.

Og, nota bene, þessir stjórnenda-aular sitja enn sem fastast og munu gera svo lengi sem þeir verða ekki svældir út eins og rottur úr ræsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Sjaldan er ein lygin stök sagði gamli maðurinn og tók í nefið.Nú er að skýrast hverjir taka við af landráðamönnunum sem tekjuhæstu einstakingar.Það eru stjórnendur lífeyrissjóðanna sem hafa spilað póker með eingir sjóðanna undanfarin góðæri. Þessir menn eru nú launahæstir allra í landinu en hafa ekki til þess unnið, fjarri því.Þá má einnig spyrja hvað eru stjórnvöld að hugsa? Ætla stjórnvöld að gera eitthvað í málinu ? Hvernig er kosið í stjórnir lífeyrissjóðanna ? eru ekki þar fulltrúar launþega ?Þeir hafa væntalega staðið að kosningu og ráðningu þessara höfðingja. Hafa þessir fulltrúar launþega ekki spurt þvottakonuna sem er með 140.000 á mánuði hvort eðlilegt sé að greiða forstjóra sjóðsins sem hún borgar í milljónir á mánuði ? Hvað hefur forstjóri lífeyrissjóðs að gera með sjö milljóna faratæki ? þarf hann ef til vill að fara til allra greiðenda í sjóðinn til að rukka ? Nei hann getur bara eins og þvottakonan labbað í vinnuna, tekið strætó  eða farið á sínum eigin bíl eins og flestir aðrir gera.Það er kominn tími til að breyta hvernig valið er í stjórnir lífeyrissjóðanna, svo maður tali nú ekki um fækkun þeirra. Í 300.000 manna þjóðfélagi er feiki nóg að vera með einn lífeyrissjóð.Þetta heyrir undir kratana í Samfylkingunni vænti ég.

Ragnar L Benediktsson, 19.4.2010 kl. 15:19

2 Smámynd: Skúli Kristinn Skúlason

Þetta er alveg rétt hjá þér, það er dauðaþögn í kringum lífeyrissjóðina!! Ótrúleg hvað fór þar fram og verkalýðshreyfingin er stjórnað af fámennri valdaklíku!!

Skúli Kristinn Skúlason, 19.4.2010 kl. 17:55

3 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Það er stórmerkilegt að í öllu þessu fárvirði sem gengur yfir í fjármálaheiminn eru bloggarar að skammast út af smá aurum til þeirra sem bera ábyrgð á því að upplýsa okkur um hvað gerðist. Um að gera að lækka laun og bætur hjá börnum og gamalmennum.Enginn minnist einu orði á ofurlaun lífeyrisforstjóranna. Sem dæmi svona að gamni má geta þess að:Forstjóri Lífeyrissjóðs ríkistarfsmanna hafði 19.711.000 í árslaun fyrir síðastliðið ár.Forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafði 30.000.000 í árslaun fyrir síðastliðið árForstjóri Lífeyrissjóðsins Gildi hafði  21.534.000 í árslaun fyrir síðastliðið ár.Forstjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins  hafði 16.768.000 í árslaun fyrir síðastliðið ár.Forstjóri Lífeyrissjóðsins Stapa hafði 12.917.000 í árslaun fyrir síðastliðið ár.Forstjóri Lífeyrissjóðsins Stafir hafði 19,048,011 í árslaun fyrir síðastliðið ár.Svona ef þið óupplýstir launþegar sem ekki komuð úr súpergaggó má finna út mánaðarlaunin með því að deila með 12 í árslaunin.Heildar rekstrarkostnaður þessarra sex sjóða var 2,171,717,084 krónur aurum sleppt.Heildar laun forstjóranna voru 120.038.011 krónur, aurum sleppt Hver er svo ástæðan fyrir þessum ofurlaunum ?Jú það er vegna þess að þessir snillingar hefðu annars farið frá lífeyrissjóðunum í bankanna, eða Baug eða VÍS eða eitthvað svoleiðis. Og árangur þeirra var svo framúrskarandi að engin laun væru of há fyrir þessa snillinga.Hver er svo útkoman  20 til 40 % tap. Sem þeir kalla neikvæða vexti .Eitt er þó víst að skúringarkonan fékk 17% vexti af sínu sparifé, meira að segja tryggt af ríkinu.

Ragnar L Benediktsson, 20.4.2010 kl. 08:00

4 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Í þessu sambandi má velta fyrir sér hversu þungt það vegur að samkvæmt lögum eða samningum, ekki viss á hvort er, hafa atvinnurekendur sjóðina í vasanum og hafa tilhneigingu nýta peningana, sem þeir hafa þegar greitt sem laun, í eigin þágu.  Til að þessi svikamilla haldi ekki áfram verður að setja lög sem banna þátttöku atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóða, þangað eiga þeir ekkert erindi. Ég held að sjóðfélagar hafi fullt vit á að ráða sér stjórnendur fyrir sjóðina þannig að hagmunir eigenda(launþega) ráði för, ekki hagsmunir atvinnurekenda.

Kjartan Sigurgeirsson, 20.4.2010 kl. 08:22

5 Smámynd: Jónas S Ástráðsson

Er ekki tími til komin að við tökum lífeyrissjóðina yfir og kjósum sjálf stjórn þeirra. Stjórn sem deilir kjörum með umbjóðendum sínum

Jónas S Ástráðsson, 20.4.2010 kl. 10:08

6 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Ég fullyrði að valdamestu aðilar á Íslandi í dag eru þeir sem fara með það fjármagn sem lífeyrissjóðirnir hafa. Ef að grannt er skoðað þá hafa þessir aðilar það í hendi sér að styrkja krónuna og setja stórframkvæmdir af stað. Þessir aðilar hafa þannig mikið að segja um það hvort ríkisstjórnin geti farið í framkvæmdir og uppbyggingu  t.a.m. vegaframkvæmdir. Eins og allir vita er íslenska ríkið komið í ruslflokk hvað lánstraust varðar og fær því einungis dýr lán en biðlar nú til lífeyrissjóðanna með að taka þátt í framkvæmdum eða lána ríkinu.

Ég hvet því fólk til að hugsa það vald sem stjórnir lífeyrissjóðanna hafa og þá sérstaklega topparnir þar. Við erum að ræða vald sem getur ákvarðað líf ríkisstjórna og framtíðarstefnu efnahagsmála á Íslandi. Ég óska þess að fólk átti sig á því að þeir sem fóru með vald lífeyrissjóðanna áttu stóran þátt í því efnahagsumhverfi sem stuðlaði að ofvexti bankanna og útrásarsukkinu. Allt þetta vald, í gegnum fjármagn sem er almannaeign og það án þess að ráðningaferli eða fjárfestinga-ákvarðanaferli séu opin. Öll þessi ábyrgð án þess að þurfa að svara fyrir. Allt þetta hrun, allt þetta sukk og svo sitja menn áfram eins og ekkert sé.

Átti ekki Nýja Ísland að vera opið og gegnsætt? Átti ekki að breyta hér um háttu?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 20.4.2010 kl. 12:02

7 Smámynd: Svabbi

Sæl Tora

Mjög góður punktur og þörf skrif.

Við þetta má bæta að lífeyrissjóðirnir hafa verið að leita sér að blóraböggli með því að kenna endurskoðendum um.

Af því að allt virtist í lagi með uppgjör þar, var allt í lagi. Meira ruglið. Endurskoðað uppgjör er oft orðið 1,5 árs gamalt og margt orðið breytt.

Enda voru stjórnir lífeyrissjóðanna meira og minna sokknir í spillinguna hjá þeim fyrirtækjum sem þeir fjárfestu hjá og meðlimir þeirra stjórna sátu í stjórnum lífeyrissjóðanna.

Nei, þeir þurfa að víkja.

Svabbi, 20.4.2010 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband