Íslenska Efnahagsundrið

Ég rölti mér í bókabúðina í kvöld og settist með kaffibolla með bók sem ég fann. Bók þessi heitir "Íslenska efnahagsundrið" og er eftir Jón F. Thoroddsen hagfræðing.

Við höfum flest verið frekar í myrkrinu þegar kemur að því að skilja hvernig "kerfið" virkaði og því vil ég leifa mér hér að mæla með þessari bók fyrir alla þá sem vilja fá skýra mynd af íslenska "efnahagsundrinu". Frábær lesning og aðgengileg og á mannamáli.

Bókin sýnir, svo ekki verður um villst, að spillingin og svikamyllan náði til allrar elítu Íslands. Allir sem gátu dönsuðu í kringum loftbólubréfin. Við hin horfðum á í forundran og spurðum okkur: Hvaðan komu allir þessir peningar? Já Jón Thoroddsen skýrir það vel í þessari bók hvaðan þeir komu. Peningarnir komu frá mér og þér. Oftast að okkur forspurðum. Verið var að ræna lífeyrissjóðina með svikum og mútum til handa stjórnarmanna. Verið var að blekkja einfeldninga til að setja sparifé sitt í séreignasjóði og peningamarkaðssjóði þrátt fyrir að starfsmenn þessara sjóða hefðu ekki meiri trú á þeim en svo að þeirra eigið sparifé var ekki sett í þá. Meira að segja var vildarviðskiptavinum ráðið til þess að taka fé sitt úr slíkum sjóðum undir það síðasta á meðan enn var verið að auglýsa ágæti þeirra og ná inn nýjum einfeldningum.

Mæli með þessari bók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

þetta er svipað og fá jólagjafir keyptar út á stolið  kreditkort sem við  þurfum  svo að bera ábyrgð á.

Hörður Halldórsson, 16.6.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband