Nú er tjaldið bleikt en Ísland er marglitt.

Mér finnst það dásamlegt hvað við á Íslandi erum "ligeglad" með kynhneigð Jóhönnu. Það sýnir mér hvað þessi þjóð er í raun eðlileg. Við erum ein stór fjölskylda (vegna þess hvað við erum fámenn) og sum okkar eru samkynhneigð, önnur tvíkynhneigð og svo eru flestir með kynhneigð.

Það vissu fáir um kynhneigð Jóhönnu á Íslandi því að það er hennar mál. Okkur hinum kemur það bara ekkert við. Okkur skiptir máli hvað fólk gerir annars staðar en í svefnherberginu eða á sínum heimilum. Menn gera meira mál úr þessu þarna úti í hinum stóra en miður þykir mér að ekki hef ég séð á það minnst í heimspressunni að okkar samkynhneigði forsætisráðherra hefur verið vinsælasti stjórnmálamaðurinn á Íslandi um árabil - mér finnst það skipta máli.

Ég er stoltur yfir því að vera íslendingur þessa dagana. Stoltur yfir því að okkur tókst að losna við vonda og duglausa ríkisstjórn og stoltur yfir því að hafa fengið kvenmann sem forsætisráðherra og stoltur yfir því að kynhneigð hvorki stendur í vegi fyrir né ýtir undir frama fólks.

Hitt er svo annað eins og ýjað er að í fréttinni. Þetta vekur athygli út í heimi og það jákvæða athygli til tilbreytingar. Ég hef starfað í ferðaþjónustu og alltaf haft tröllatrú á því að ferðaþjónusta geti orðið einn blómlegasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Það var þannig að ferðamenn komu hingað fyrst og fremst vegna náttúru landsins en í auknum mæli eru ferðamenn að sækjast eftir því að heimsækja landið nú vegna þess fólks sem hér býr. Þið sjáið aðdáun heimspressunar á hversu sjálfsagt og eðlilegt það þykir að gera yfirlýstan samkynhneigðan einstakling að forsætisráðherra. Fólk hefur orð á því sem hingað kemur hversu vingjarnlegt fólk er og þetta lýsir þjóðarkarakternum. Allt hangir þetta saman við þetta yndislega viðhorf - "Æ það reddast og hvaða máli skiptir það".

 

Til hamingju Jóhanna og megi þér vegnast sem best í starfi. Þinn tími er kominn og við væntum mikils af þér.


mbl.is Sigur kvenna og samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég hef reyndar ekki sömu trú á ferðamannaiðnaðinn og þú hefur ég held einfaldlega að matarbúr okkar muni verða okkar sterkasti útflutningur næstu árin.  Samdrátturinn bitnar helst á þeim hlutum sem fólk getur sleppt, menn geta hinsvegar aldrei sleppt því að éta.

Offari, 2.2.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Æ Offari nú veldur þú mér smá vonbrigðum. Ferðamannaiðnaðurinn er orðinn þriðji stærsti tekjuliður þjóðarbúsins og sú atvinnugrein sem er í örustum vexti bæði hvað varðar atvinnusköpun sem og tekjuöflun. En allavega við hljótum að geta verið sammála um að í kreppunni þurfum við á öllum gjaldeyristekjum að halda og þar muna verulega um það sem ferðaþjónustan skilar.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 2.2.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband