Löglegir ræningjar

Jæja nú er virkilega farið að sjást í þann samtryggingar- og spillingar valdastrúktúr sem við búum við íslendingar. Hugsið ykkur, þegar draga á saman er fólki sagt upp, bæði í einkageiranum sem og hjá hinu opinbera. Menn hafa einhver áunninn réttindi, oftast þriggja mánaða uppsagnafrest, eftir það fara menn á atvinnuleysisbætur. Þetta var það umhverfi sem við flest héldum að væri veruleikinn. Við höfðum meira að segja talið að, þegar kemur að hinu opinbera, mætti eitt yfir alla ganga en nei...

Það er hreinlega pínlegt, óþolandi og gersamlega óásættanlegt að horfa upp á það hvernig sníkjudýr hafa komið sér vel fyrir á fjósbitanum og lifa feitt á íslenskri þjóð. Þannig hafa gráðugir einstaklingar, sem svífast einskis þegar kemur að eigin hagsmunum stutt hverjir aðra í að leggjast upp á ríkið og hagað því þannig að svo erfitt og dýrt er að losna við þá að erfitt sé að réttlæta þá aðgerð. Hvílík óskammfeilni, hvílík hörmung að hafa fengið á sig þvílíkan viðbjóð – íslensk þjóð gengur með njálg og það marga stóra orma!.

 

Það kostar tugi milljóna að losna við bankastjórana, þó að þeir hafi brugðist í starfi – hvernig má það vera? og er það eitthvað sem við íslendingar eigum að kyngja þegjandi og hljóðalaust? Þessir menn hafa mergsogið þjóðina, þegið milljónir í mánaðarlaun (vegna hinnar miklu ábyrgðar sem í starfi þeirra fellst) og hafa komið því svo fyrir að þeir eru ráðnir til SJÖ ára (af hverju í ósköpunum? – af hverju eru þeir ekki bara ráðnir og hægt er að segja þeim upp með þriggja mánaða uppsagnarfresti eins og okkur hinum?). Sjáið í gegnum þetta góðir íslendingar, þetta er ekki neitt annað en kúgun og rán. Valdaelítan hefur komið því þannig fyrir að almenningur í landinu á að sitja uppi með ákveðna aðila og illmögulegt er að hrista þá af sér – er það eitthvað sanngjarnt og eðlilegt? Ég segi nei!. Þetta eru ekki samningar sem bornir voru undir almenning og almenningur á því ekki að vera bundinn af þeim. Þetta voru samningar sem gerðir voru í skjóli myrkurs milli samtryggingaraðila í þeim tilgangi að ræna almenning og láta það líta út sem löglegan gjörning.

 

Við krefjumst Nýs Íslands þar sem hreinsað verður til í rotnum iðrum og við krefjumst þess að við fáum að byrja með hreint borð. Við erum EKKI bundin þvílíka samningum og þeim er seðlabankastjórar og fjármálaeftirlitsmenn hafa sett sjálfum sér. Þjóðinni blæðir vegna þessara manna, fólk missir atvinnu og heimili, eignir og sparnað vegna þessara manna og þeir einir eigi að fá mjúka lendingu? Þeir sem mesta bera sökina? Getur það verið? Halda þeir virkilega að við séum svo heimsk?

 

Nei Davíð Oddson og fylgifiskar. Við sýndum það að við getum bitið frá okkur og þú átt nú einn kost – Segðu af þér strax, afsalaðu þér öllum biðlaunum og uppsagnarfresti og málið er frá. Ef ekki þá muntu kalla yfir þig þvílíka reiðiöldu þér verður ekki vært á landinu og munt þú útlægur gerður.

 

Við munum hefja uppbyggingu á Nýju Íslandi þar sem þú og þinna verður minnst með hrolli. Afætur og aumingjar á borð við þig Davíð Oddson munum við ekki þola og þjófnaður sem færður var í löglegan búning mun sóttur til saka af fullri hörku. Þú ert að stela frá fátækum þú feita afæta! Þegar skorið er niður í velferðarþjónustunni hangir þú á fjósbitanum og fitnar þú forherti aumingi.

 

Þið brugðust í ykkar störfum seðlabankastjórar og þið eigið þess vegna að fara frá – strax og það án nokkurra eftirlauna eða uppsagnarfrests. Þið þáðuð há laun vegna mikilvægis ykkar starfa og því gilda um ykkur sérstakar reglur. Við þurfum að koma ykkur burt strax til að rétta hér af þjóðarskútuna, störf ykkar og tilvera kemur í veg fyrir það, meira en það, auka enn á lekann. Þið þurfið að fara burt og það er ekkert réttlæti í því, að vegna mistaka ykkar og lélegra starfa, þurfum við íslendingar að borga ykkur tugi milljóna til þess eins að losna við ykkur – ÞAÐ GENGUR EKKI OG ÞAÐ MUNUM VIÐ EKKI SÆTTA OKKUR VIÐ -  SKILJIÐ ÞAÐ!

 

Lifi byltingin - lifi Nýtt Ísland


mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Er ekki best að gera það sama og "maðurinn" sagðu um starfslok kaupfélagsstjóranna í denn.   Annað hvort verður að skjóta þá um leið og þeir láta af störfum eða kaupfélagið fer á husinn.

Magnús Sigurðsson, 29.1.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Þessi saga segir í raun allt. En kaupfélagið má ekki fara á hausinn þannig að ...

Þór Ludwig Stiefel TORA, 29.1.2009 kl. 13:56

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

  Double Barrel 





Magnús Sigurðsson, 29.1.2009 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband