Samfylkingin Svarti Pétur

Þó ég hafi aldrei verið sjálfstæðismaður og muni aldrei verða þá verð ég að minnast á það hversu sá flokkur virðist fá mikinn heiður af núverandi stjórnarsamstarfi og þar með hugsanlegum stjórnarslitum. Það eru tveir flokkar í ríkisstjórn og bera báðir ábyrgð. Það er jafnmikið Samfylkingarinnar að ákveða áframhaldandi tilvist ríkisstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins.

Í kvöld beindist, sem betur fer, kastljósið að hlut Samfylkingarinnar í stjórnarsamstarfinu. Það virðist vera nokkur hópur innan þess flokks sem vil taka tillit til þeirra háværu radda sem krefjast kosninga hið fyrsta og það er gott mál.

Nú verður spennandi að sjá hvað forystan gerir - varaformaðurinn talaði um að efna til kosninga hið fyrsta. Ingibjörg er alvarlega veik og Össur vill sitja áfram að því er virðist. Það er undarlegt svona pólitískt að Samfylkingin myndi ekki vilja kosningar. Flokkurinn ætti að geta haldið sínu nokkurn veginn og líklega vera með trygga setu í ríkisstjórn og góðar líkur á forsætisráðuneyti. Kannski er tregi til að takast á við efnahagsvandann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband