Jæja og hvað ætlið þið að gera íslendingar?

Svakalega er ég orðinn þreyttur, pirraður og hreinlega brjálaður yfir þessu aðgerðarleysi.

Ætlum við virkilega að láta þetta yfir okkur ganga ÞEGJANDI OG HLJÓÐALAUST? 

Góðir landar við VERÐUM  að krefjast réttlætis. Þessir aðilar sem högnuðust gríðarlega og lifðu í fáránlegum vellystingum eiga EKKI  að komast upp með að stinga undan fé þegar við sitjum eftir í skuldasúpu; skuldasúpu sem við stofnuðum ekki til og höfðum EKKERT um að segja.

Og þessi vanhæfa, vonda, vonlausa og getulausa ríkisstjórn, Hún og undanfarar hennar einkavæddu gróðann og hefur nú gott sem þjóðnýtt tapið - ÞAÐ GENGUR EKKI.

Ég segi stopp. Þið sem hafið tapað öllu og þið sem eruð á góðri leið með það. Nú er tíminn kominn. Byltum þessu samfélagi. Réttlæti verður ekki komið á með bænaskjölum og mótmælafundum. Það verður að koma til bylting. Byrjum á því að stöðva samfélagið. Stöðvum umferð, stöðvum vinnu, stöðvum hjól samfélagsins og komum skilaboðum áleiðis. ÞAÐ ER KOMIÐ NÓG. 

Nýja ríkisstjórn tafarlaust!

Óháða aðila til að fara yfir og rannsaka aðdraganda bankahrunsins og einkavæðingarferli bankanna.

Boðið til kosninga strax - kjósum í vor

Þangað til skal sitja þjóðstjórn allra stjórnmálaflokka á þingi.

Nýtt fólk strax!


mbl.is Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband