“Byltingar þynnast út og hverfa og skilja einungis eftir sig slepju nýs kerfisbákns.” (Franz Kafka)

Greyin mín reynið nú að skilja samhengi hlutanna.

bureaucracy_mid-size.jpg

Nú fer krumla samdráttar að kreppa að og það neyðir, sem betur fer, marga til að vakna til vitundar um lífið og tilveruna.

Hver þjóð býr við það stjórnskipulag sem hún á skilið. Ef að einstaklingarnir (og þar með þjóðin sjálf) ekki nenna, eða hafa dug í sér, til að berjast fyrir góðu stjórnskipulagi, þá er slæmt stjórnskipulag hlutskiptið.

Einhver sagði að íslensk stjórnskipan hafi verið mjög áþekk því er þekktist í Austurþýska alþýðulýðveldinu. Þetta átti við áður en samningurinn um evrópska efnahagssvæðið var innleiddur hér og íslendingum þar með gert að losa eitthvað um þau höft og hömlur er landlægar voru hér til þess tíma. Það skal tekið fram að þessi gagnrýni var meint sem mjög neikvæð og ég er henni algerlega sammála. Gagnrýnin gekk út á það að hið íslenska samfélag væri gegnsýrt embættismannaspillingu og að ekkert væri hér hægt að gera án þess að vera innundir hjá embættismannakerfinu. Ef að þú vildir fá lán þá var það undir duttlungum bankastjóra (embættismanns) komið. Ef að þú vildir fá gjaldeyri var það undir duttlungum embættismanns komið. Ef að þú vildir byggja var það undir duttlungum embættismanns komið. Nánast allt sem þú vildir taka þér fyrir hendur var undir duttlungum embættismannakerfisins komið.

Frjálshyggjan sem tröllriðið hefur öllu undanfarið var vissulega leið til þess að losna undan oki embættismanna. Ein veigamesta röksemd fyrir einkavæðingu stofnana og fyrirtækja hins opinbera er einmitt sú að minnka vald embættismannanna.

En hvað er svona slæmt við embættismenn?

Í sjálfu sér er ekkert slæmt við embættismenn en það sem er slæmt við embættismenn er þegar þeir þurfa ekki að svara fyrir gjörðir sínar og komast eftirlitslaust upp með mistök, afglöp, sóun, spillingu, rangtúlkanir og það að fara út fyrir valdsvið sitt, svo eitthvað sé nefnt – í stuttu máli sagt það getur reynst þrautin þyngri að hafa hemil á embættismönnum.

Okkar stjórnskipan, rétt eins og víðast hvar, skiptist í þrjá þætti: Löggjafarvald, Framkvæmdarvald og Dómsvald. Okkur er talin trú um að við búum við lýðræði, en almenningi er einungis gefinn kostur á að kjósa (lesist: hafa aðhald með) Löggjafarvaldinu. Hinir tveir þættir stjórnskipunarinnar eru sjálfráðir og ekki nema óbeint undir Löggjafarvaldinu (lesist: almenningi).

czech-bureaucracy.jpg

Það var mikil umræða í vetur og sumar meðal alþingismanna um að þinginu(löggjafarvaldinu) hefði tekist að verjast ofríki Framkvæmdarvaldsins. Allir þeir sem eitthvað hafa fylgst með þjóðmálum vita og að Alþingi Íslendinga, þ.e. Löggjafarvaldið, hefur verið lítið annað en afgreiðslustofnun Framkvæmdarvaldsins – svona rétt til að hlýða forminu.

Og nú krefst ég þess að fólk fari að átta sig á SAMHENGI HLUTANNA.

Í raun er betra að segja að stjórnkerfið skiptist ekki í þrennt (Löggjafar-, Framkvæmdar- og Dómsvald), heldur tvennt: kjörna fulltrúa og embættismenn.

Áður en menn komu á lýðræði, þá var þessi tvískipting valdsins einnig til staðar en þá var um konung og embættismenn að ræða. Nú setur kjörið þing lög en áður var það konungur en í báðum tilfellum eru það embættismenn sem ráðleggja, framkvæma og dæma, sem er hin hliðin á peningnum.

Með því að fá það fram að kjósa löggjafarþing var því einungis hálfur sigur unninn í áttina að lýðræði – embættismannakerfið er algerlega eftir nánast óhreift eins og það hefur verið í aldir.

Í vetur þustu menn út á torg og kröfðust kosninga og vildu nýja menn á þing. Almenningur vildi að menn sættu ábyrgð. Þetta er ósköp skiljanleg krafa, að krefjast þess að fá að gera það EINA sem almenningur má gera varðandi stjórnskipunarákvarðanir en það er að kjósa til löggjafarþings. Ég hef, hins vegar, margoft bent á það hér á þessu bloggi að það að skipta út andlitum á Alþingi breytir litlu.

Vissulega voru gerð mistök af hálfu löggjafans sem hafa sitt að segja hvernig komið er fyrir íslenskri þjóð nú og einnig er hægt að benda á atriði sem ríkisstjórnir undanfarið hafi gert vitlaust, en það er bara ekki nema lítið brotabrot af sögunni. AÐALATRIÐIÐ ER AÐ EMBÆTTISMANNAKERFIÐ, SEM ALLT FÓR Á SVEIF MEÐ ÚTRÁSARVÍKINGUNUM ER ENN TIL STAÐAR ÓHREIFT.

Reynið að átta ykkur á samhengi hlutanna.

Það er staðreynd að það var á færi embættismanna að veita Landsbanka Íslands hf. leyfi til að opna útibú í Englandi og Hollandi og einungis þeirra. Að sjálfsögðu getur ekki hver sem er opnað bankaútibú í Englandi og Hollandi. Það þarf að framfylgja ákveðnum skilyrðum, t.d. að vera fjárhagslega traust (e. Financially sound) sem fyrirtæki. Það var LÍ hf. hins vegar alls ekki, í raun var það vegna þess að bankinn var í fjárhagsvandræðum að hann fór út í það að opna Icesave reikninganna; það sem forstjóri bankans kallaði “tæra snilld”.

Það sem ég er að impra á hér er alvarlegur galli á stjórnskipulagi okkar og hins vestræna heims. Við sjáum nú í sambandi við Icesave, að ákvörðun embættismanna (þ.e. hvort veita ætti Landsbanka Íslands hf. leyfi til að hefja starfsemi í Englandi og Hollandi), hefur gífurlegar afleiðingar og það miklar að ég vona að fólk átti sig á því að slíkt MÁ ALDREI VERA LÁTIÐ EMBÆTTISMÖNNUM EFTIR AÐ ÁKVEÐA.

Við sjáum einnig hvernig Fjármálaeftirlitið og aðrar stofnanir íslenska ríkisins brugðust gersamlega í aðdraganda (og, að sjálfsögðu, einnig) í viðbrögðum við hruninu. Við sjáum að það eru nánast sömu embættismennirnir alls staðar í kerfinu. En ég verð að úthrópa það enn og aftur – sjáið samhengi hlutanna; Það er ekki nóg að skipta út einum og einum stjórnanda einhverrar stofnunarinnar – það er embættismannakerfið sjálft sem er vandamálið.

Bara til að skýra þetta út í einföldu máli ætla ég að enda þetta á litlu dæmi.

Ég fór í sund í dag. Ég hafði meðferðis sundkort, sem er fyrirframgreiddur aðgangur að sundstöðum Reykjavíkur. Þegar ég kem í afgreiðslu sundlaugarinnar er mér tjáð að það kosti meira að fara í sauna.

“Gott og vel” segi ég, “ég ætla þá að nota sundkortið mitt og greiði mismuninn með peningum”

“Nei það er ekki hægt”, segir afgreiðsludaman.

“Af hverju ekki?”, spyr ég.

“Af því bara”, svara afgreiðsludaman með þjósti.

“Hvar segir það, hvaða reglur kveða svo á?”, spyr ég og er nú farið að fjúka í mig.

“Það hefur bara alltaf verið svona”, rífst afgreiðsludaman við mig.

Ég er ekki tilbúinn að sætta mig við að geta ekki notað það sem ég hef fyrirfram greitt til sundstaða Reykjavíkur upp í það að komast inn á sundstað Reykjavíkur. Ég fæ að tala við forstöðumanneskju Sundstaða Reykjavíkur.

“Þetta hefur alltaf verið svona. Þú getur t.d. ekki verið með barnamiða og greitt í milli til að komast í sund sem fullorðin. Þannig er þetta bara. Þetta er reglur sem ITR setur.”

 timeline_3347493_10_470x348.png

Sjáið þið vandamálið? Í fyrsta lagi hefur ITR ekki sett neinar reglur um þetta, það var hrein lygi. Í öðru lagi, hafi ITR sett um þetta reglur, þá er það hæpið, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, að slíkt sé á verksviði ITR. Í þriðja lagi má færa fyrir því rök að sundstöðum Reykjavíkur sé óheimilt samkvæmt lögum að neita að taka við fyrirfram greiddum aðgöngumiða, sem greiðslu upp í þjónustuna – þetta er í raun lagalega jafngildi  peninga, og það jafngildi sem ITR sjálft hefur gefið út.

Hérna er vandamálið svart á hvítu: Embættismaðurinn er að setja reglur. Eitthvað sem embættismaðurinn á alls ekki að gera – hann á einungis að fara efir reglum og sjá til þess að eftir reglum sé farið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti því uppfæra fræga setningu Ronalds Reagan á embættismannakerfið hér á landi:

"Government is not a solution to our problem, government is the problem." - Ronald Reagan.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 12:42

2 identicon

Þetta skrifaði Milton Friedman í ritgerð sem gefin var út árið 1993:

"The major social problems of the United States—deteriorating education, lawlessness and crime, homelessness, the collapse of family values, the crisis in medical care—have been produced by well-intended actions of government. That is easy to document. The difficult task is understanding why government is the problem. The power of special interests arising from the concentrated benefits of most government actions and their dispersed costs is only part of the answer. A more fundamental part is the difference between the self-interest of individuals when they are engaged in the private sector and the self-interest of the same individuals when they are engaged in the government sector. The result is a government system that is no longer controlled by "we, the people." Instead of Lincoln's government "of the people, by the people, and for the people," we now have a government "of the people, by the bureaucrats, for the bureaucrats," including the elected representatives who have become bureaucrats. At the moment, term limits apear to be the reform that promises to be most effective in curbing Leviathan."

Ritgerðina í heild má finna á:

http://www.hooverpress.org/productdetails.cfm?PC=142

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband