Og svo kom blessuð kreppan – eða hvað?

bonus.jpg

 

Það er alls ekki allt slæmt við það að kreppan knúði dyra hér á okkar litla landi, það finnst mér alla vega. Þetta var nú komið út í algerar öfgar. Lúxusbílar hér fleiri en samanlagt í Noregi og Danmörku. Fleiri bílar, einkaþotur, húsnæðisfermetrar hér á haus en í nokkru landi öðru. Já þetta var komið út í fáránlegar öfgar og það hlaut að koma að því að þetta myndi allt saman hrynja, kannski sem betur fer.

Íslendingar fengust ekki til að vinna þessa venjulegu líkamlegu vinnu og fáir unnu samkvæmt umsömdum launatöxtum; til þess voru fengnir Pólverjar og aðrir útlendingar. Þetta var svo öfgakennt og gerðist svo hratt að ég, sem búið hafði erlendis um skeið, rak bókstaflega í rogastans er ég kom aftur heim á skerið. Maður fékk ekki afgreiðslu á íslensu í matvöruverslun, heldur þurfti að bregða fyrir sig ensku og fékk til baka svör á einhverju sem, einungis með góðum vilja, var hægt að kenna við enska tungu; Pólverjar fengu, aftur á móti, afgreiðslu á sínu móðurmáli í Bónus, Hagkaup og Krónunni.

Sagt var að Íslendingar fegnust ekki í þessi láglaunastörf. Gott og vel en svo kom blessuð kreppan og þá ...

Ég var í matvöruversluninni í dag og lenti að sjálfsögðu á kassanum hjá starfsmanni í þjálfun. Ég leit á næsta kassa, í þeirri von um að komast hjá því að eyða hálftíma í röðinni vegna eðlilegs hægagangs nýliðans en þar var einnig starfsmaður í þjálfun. Maður brynjaði sig því bara þolinmæðinni, það þarf jú að þjálfa upp starfsfólk.

Þegar ég bjó í Danmörku var talsverð umræða um nýbúa og aðlöðun þeirra í dansk samfélag. Dönum þykir það algert skilyrði að þeir sem ætli sér að setjast að í Danmörku tali dönsku. Þar þýðir t.d. ekki að ræða það að fá atvinnu sem snýr að því að þjónusta viðskiptavini nema viðkomandi hafi sæmilegt vald á danskri tungu. Svakalega finnst mér skrýtið að þetta sé ekki viðmiðið hér á landi einnig. Þessir starfsmenn í þjálfun sem ég sá á kassanum í stórmarkaðnum í dag töluðu ekki íslensku. Í öllu þessu atvinnuleysi sem hér á landi ríkir í dag, á þá að segja mér að ekki hafi verið hægt að ráða fólk sem kann að tjá sig skammlaust á íslensku; geti t.d. svarað því hvort til sé skinka frá Goða? Furðulegt.

 

Já, fyrirgefur. Ég ekki skilja íslenskur. Talar ensku?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

kannski er astædan fyrir tvi ad danir krefjast dønsku su ad otrulega stor hluti teirra skilur hvorki ensku, ne lelega dønsku. hluti teirra er rasistar a gamla modan, enda turfti landid ekki ad hreinsa til i gømlum gildum i seinni heimsstyrjøldinni, eins og t.d. tjodverjar.

 held eg.

 mkv ur danaveldi aka grænlandi tar sem daninn heldur enn ad hann se fæddur yfirstettarkoloniherra

Baldvin Kristjánsson, 9.9.2009 kl. 09:30

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Jamm það má vera að Danir séu hálfgerðir rasistar, margir hverjir, en þú ert að horfa framhjá aðalatriði máls míns Baldvin.

Ég bjó í Danmörku í mörg ár og þekki því vel til þar og nærtækast að taka það sem dæmi. Ég hefði svo sem einnig getað tekið Frakkland, Þýskaland, Spán, jafnvel England sem dæmi einnig. Í öllum þessum löndum (í nánast öllum löndum held ég) er þess krafist, að sinni menn starfi er hefur með samskipti við siðskiptavini að gera, geti menn tjáð sig skammlaust á því tungumáli sem talað er í viðkomandi landi.

Á Íslandi er þetta ekki svo og grunar mig að þar sé á ferð hin alkunna minnimáttarkennd smáþjóðarinnar.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 9.9.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband