Hæst glymur í tómri tunnu

pyramid_of_capitalist_system.gifÞað var frekar aumkunarvert viðtal við Ross Beaty, forstjóra Magma Eneregy, í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Þar var hann að básúna eigið ágæti og reyna að telja okkur trú um að við þurfum á honum að halda. Fyrir þá sem eru í einhverjum vafa um markmið þessa erlenda einkafyrirtækis þá er það nú skýrt: Að verða leiðandi (lesist sitja eitt að) í jarðvarmaorkuframleiðslu í heiminum. Segið mér; hvers vegna á einkafyrirtæki að vera að vasast í því? Einkafyrirtæki eru ekkert betur til eins eða neins fallin, það hefur fjármálakreppan sem nú ríður yfir sannað með öllum þeim ríkisstyrkjum sem veittir eru til að redda einkafyrirtækjum í öllum geirum og álfum.

Ég segi það við forstjóra Magma Energy og ég segi það við alla gíruga einstaklinga sem vilja græða á því að samfélög þurfa orku til að ganga:

Þú þarft á okkur að halda – við ekki þér! Við getum vel rekið okkar orkufyrirtæki á samfélagslegum grunni og öll grætt þar með. Farðu heim, við höfum fengið meira en nóg af einstaklingum sem hafa ofurtrú á eigin ágæti og hafa ekkert – ekkert annað en eigingirni að leiðarljósi þrátt fyrir fagurgala um annað. Svei ´attann!

 

Nú eru gráðuguggarnir farnir í annan ham en áður. Eðlilega eru þeir í vörn nú en hættir að láta eins lítið fyrir sér fara og strax eftir hrun. Lýður Guðmundsson stjórnarformaður Exista mætti í myndver ríkisútvarpsins og lét illa yfir því óréttlæti sem hann taldi sig hafa verið beittan – ja greyið. Ég þekki ekkert til þessa manns annað en það sem ég er að sjá og heyra í fréttum varðandi Exista. Ég les mér til á netinu að:

Lýður stofnaði Bakkavör Group árið 1986 og hefur stýrt fyrirtækinu síðan, ásamt bróður sínum Ágústi Guðmundssyni. Lýður er einnig stjórnarformaður Bakkavarar Group, stjórnarformaður Skipta, varastjórnarformaður Kaupþings banka, stjórnarmaður í Sampo Group, situr í fulltrúaráði Storebrand og er stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands.

Sem sagt einn af þessum útrásarvíkingum (lesist: útferðarvesalingum). Voru það ekki Bakkabræður sem keyptu Landsímann? Það sem landlægur vandi í íslensku viðskiptalífi, sérstaklega var þetta óhæfa varðandi einkabankanna þrjá sem nú eru liðin tíð, er: samþjöppun valds, samtrygging, krosseignatengsl, blekkingar, innherjaviðskipti, markaðsmisnotkun, vanhæfni og hroki. Bara það að þessi Lýður, sem stofnaði eitthvert matvælapökkunarfyrirtæki árið 1986 sé rúmum áratug síðar orðin varastjórnarmaður stærsta banka Íslands, stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands og eigandi og stjórnarmaður fleiri stórfyrirtækja segir allt sem segja þarf. Þó að þú sért ágætur í því að pakka matvælum og koma á markað þá þarf það ekki að þíða að þú hafir vit á bankastarfsemi eða fjarskiptarekstri eða tryggingastarfsemi. Af hverju halda menn sig ekki bara við það sem þeir eru góðir í. Maðurinn virðist vera að gera það gott í matvælapökkuninni; er ekki þetta endalausa stjórnarmanna kjaftæði ofmetnaður og remba? Þú ert ekki, fremur en nokkur annar, óumræðanlegur snillingur sem ert betur til þess fallinn en aðrir til að gera alla hluti.

Þetta er eins með Jón Ásgeir og Baug. Faðir Jóns, sem að flestir sjá sem fínan kall, stofnaði lágvöruverslun á Íslandi með tvær hendur tómar og fór að gera það gott. Sonurinn hafði, hins vegar, stóra drauma og nú eru kröfur í þrotabú Baugs 316 þúsund milljónir eða þar um bil. Af hverju var ekki hægt að láta sér nægja að reka þetta ágæta fyrirtæki Bónus og gera það vel? Nei það þurfti að þvælast um heiminn á einkaþotum, fjárfesta í lúxussnekkjum sem Saddam Hussein hefði öfundast út í, kaupa íbúð Kennedys í New York og spila sig stórann kall!

Fínt þetta á ekki að koma mér við; en það KEMUR MÉR VIÐ, VEGNA ÞESS AÐ ÞIÐ HAFIÐ DREGIÐ MIG, OG ALLA ÍSLENSKU ÞJÓÐINA, MEÐ YKKUR Í FALLINU! Þið fáránlegu græðgis fjandar. Og að voga sér að koma fram í fjölmiðlum og tala um nornaveiðar og ósanngjarna meðhöndlun!!! Já það er verið að rannsaka málin en það er vitað mál að þið hafið varið til þess milljónum að dansa á línunni milli þess löglega. Það vita það allir að þið gerið allt sem í ykkar valdi stendur að moka undir eigin rassgat og notið öll göt í löggjöfinni og skattaskjól sem þið finnið. Já, það er ekki búið að sanna neitt ólöglegt á ykkur enn, og óvíst að það verði nokkurn tíma en þið hafið valdið Íslandi skaða. Nafn Íslands er ónýtt. Við erum nú þekkt sem Nígería Norðursins vegna aðgerða gráðugra einstaklinga sem ekki gátu fengið nóg. Manna sem beittu öllum þeim löglegu ráðum sem hægt var til að efnast en gáfu algeran skít í þær afleiðingar sem það gæti haft fyrir íslenska þjóð.

 

Já, vera má að kalla megi það nornaveiðar og ósanngirni að ata þá einstaklinga auri sem eyðilagt hafa mannorð heillar þjóðar; Ég kalla þetta tilraun til réttlætis.

Munið það - við þurfum ekki á ykkur að halda en þið á okkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Ég ætlaði að fara að kommenta hjá þér en sá svo link á Zeitgeist hér til vinstri svo væntanlega hefði það lítið upp á sig.

ps. prófílmyndin þín er strangt til tekið ólögleg, sbr. 12. gr. a. laga nr. 34/1944.

Páll Jónsson, 27.8.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Mæli með myndinni Money Masters fyrir þá sem hafa sans fyrir Zeitgeist myndunum.

p.s. Prófílmynd mín er ekki ólögleg STRANGT til tekið sbr. t.d 1 gr. Ég sé þó vel að um þetta má deila og er það þá vel og markmiðinu náð, því það er að fá fólk til að setja spurningamerki við hvað er íslenskt og hvað ekki og hversu langt menn vilji fara í að varðveita það og af hverju.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 27.8.2009 kl. 18:08

3 Smámynd: Páll Jónsson

Fyrirgefðu pirringinn með Zeitgeist, er ekki mesti aðdáandinn en óþarfi að láta það bitna á færslunni hjá þér. Sem fellow manni utan trúfélaga finnst mér hins vegar skrýtið ef þú sérð ekkert að myndinni. Rangfærslurnar myndarinnar varðandi trúmál eru svo hræðilegar að þó ég fyrirlíti þetta kristnidót af öllum lífs og sálar kröftum þá fer það samt í taugarnar á mér. Árás fyrstu Zeitgeist myndarinnar á hina kristnu hefð eru bókstaflega skemmdarverk á málstað okkar trúleysingja. Það mætti halda að Ken Ham hefði samið þetta til að gera lítið úr okkur.

En um að nota fánann má kannski deila... en það að nota skjaldarmerkið er klárlega ólöglegt, það er engin spurning um það. Ekki það að ég myndi hafa miklar áhyggjur ef ég væri þú, fyrst löggunni er sama um að íslenski barinn noti þetta þá fer hún varla að kvarta yfir því þótt þú gerir það.

Páll Jónsson, 27.8.2009 kl. 22:19

4 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Páll, ég tel gildi Zeitgeist myndanna fyrst og fremst liggja í því hvernig farið er í peningakerfið, sögu þess og forsendur. Money Masters myndin fer þó mun ítarlegar í það mál.

Mér þætti vænt um ef að þú sæir þér fært að benda á það hverjar rangfærslurnar eru nákvæmlega, það væri bara gott upplýsingarinnar vegna.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 27.8.2009 kl. 22:48

5 Smámynd: Páll Jónsson

Ítarlega svarið er þetta. Stutta svarið er... oh fokk, það eru svona tvö ár síðan ég tók síðast útdrátt úr þessu, ég meika ekki að gera það aftur, þú verður bara að lesa þetta.

En jæja, við trúleysingjarnir forðumst þetta a.m.k. eins og heitan eldinn. Svo af hverju ætti ég að trúa því sem þeir segja á öðrum sviðum? Þeir eru búnir að sýna mér að þeim er sama um staðreyndir, þeir vísa í bækur (í þeim tilvikum sem þeir yfirleitt vísa í heimildir) sem alvitað er að eru kjaftæði o.s.frv., svo er næsta skref þá ekki að opna bjór og gá hvað annað er í sjónvarpinu?

Páll Jónsson, 27.8.2009 kl. 23:23

6 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Þú virðist vera að falla í eigin gryfju þegar þú gagnrýnir Zeitgeist myndirnar Páll. Ég fylgdi hlekknum sem þú sagðir benda á rangfærslurnar í myndinni og athugaði. Fyrsta athugun leiddi nefnilega í ljós að síðan sem hlekkurinn var á “Conspiracy Science” var sjálf full af rangfærslum þannig að notkun þeirrar síðu einnar og sér til að hrekja fullyrðingar Zeitgeist myndanna gerir ekkert annað en styrkja mál myndanna með afleiðum.

Byrjum á því að vitna í “Um höfundinn” á Conspiracy Science síðunni, ég vitna beint:

“About Me

My name is Edward L Winston, and I live in St. Louis, Missouri, .... Professionally I'm a software engineer for a modestly sized web development firm …

I went to a 4 year college, where I primarily studied things related to software engineering, computer science, and astronomy. I also took a lot of history courses and language courses. My family isn't well off though, my parents are both blue collar -- my mother works in textiles and my father works on an assembly line -- and I had to use my own money to go to college.

I am not a member of the "Illuminati", I'm not Jewish, or a reptile half-breed from another dimension/planet, I do not work for any government or mega-corporation; I have absolutely no vested interest in the success of any of the conspiracies I debunk. To me, conspiracy theories are generally all about the same thing, something big happens or might happen, and the people behind it are the rich, Jews, Catholics, aliens, Illuminati, communists, or whoever people want to insert.”

Ég tek eftir því að Edward tekur það fram hvað hann er ekki þegar kemur að trúmálum, hann lætur þess, hins vegar, ógetið hvað hann er – og hann tekur ekki fram að hann sé trúleysingi.

 

Ég vitna aftur beint:

“About the Site

In late 2007 I heard about this movie [Zeitgeist] going around the Internet about conspiracies such as Christianity, September 11th, and the Federal Reserve, about how all of these things culminate to control you and put chips in your arms and convert North America into a single country with a single currency called "The Amero"; no I'm not joking, this movie does make such claims. I searched the Internet trying to find a web site that debunked the entire movie, but I could not, and what I did find typically was a Christian web site debunking only Part I. It was astonoshing to me how even some of these Christian sites would agree with Parts II and III, but not Part I.”

Myndin fjallar vissulega um Amero gjaldmiðilshugmyndina en er að vitna í frétt einnar stóru fréttastöðvarinnar í BNA, og hvað er svona mikið djók við það? Ég átti í engum vandræðum með að finna http://www.zeitgeistmovie.com og myndirnar eru einnig aðgengilegar á google videos og youtube ásamt öðrum stöðum – bara að leita. Það eru meira að segja stafsetningarvillur í þessari málgrein Edwards sem aldrei er sérstaklega trúverðugt.

Ég ætlaði ekki að láta þetta hafa áhrif á mat mitt og valdi af handahófi eina staðhæfingu Edwards af Conspiracy Science (CS) varðandi líkindi með upprisu Jesú og annarra guða til forna.

Ég valdi gríska guðinn Attis.

Samkvæmt CS segir handrit Zeitgeist svo frá: “

Attis, of Phyrigia, born of the virgin Nana on December 25th, crucified, placed in a tomb and after 3 days, was resurrected.”

CS kemur svo með sýna skýringu:”

This explanation is not only over simplified, but inaccurate. Attis was not necessarily born of a virgin (because it does not say whether or not his mother is a virgin [sic]), in fact Attis was born of Nana after she ate the fruit of an almond tree which had been grown from the blood of either Agdistis or Cybele. Attis was worshipped as the god of vegetation, responsible for death and rebirth of plant life. It was thought that each winter he died and in the spring he was reborn. Each spring his resurrection would be celebrated. It goes without saying that spring does not take place in December, nor is the change of seasons a crucifixion, there is no mention of any tombs anywhere, and seeing how he is dead all winter, it goes without saying that winter is longer than 3 days [17].”

SC vísar svo á hlekkinn http://www.encyclopedia.com/doc/1E1-Attis.html  sem heimild sem vísar svo aftur til kafla 34 í bók Sir George Frazer The Golden Bough frá 1922. Ég ætla því að vísa í þann texta beint svo að þú getir áttað þig á efninu. Ég feitletra svo það sem mér þykir styðja þann samanburð sem gerður er milli þessara tveggja guða í Zeitgeist myndinni og er það sem máli skiptir í því samhengi, þ.e. samlíking þessara tveggja guða og líkindi.

“ANOTHER of those gods whose supposed death and resurrection struck such deep roots into the faith and ritual of Western Asia is Attis. He was to Phrygia what Adonis was to Syria. Like Adonis, he appears to have been a god of vegetation, and his death and resurrection were annually mourned and rejoiced over at a festival in spring.

Attis was said to have been a fair young shepherd or herdsman beloved by Cybele, the Mother of the Gods, a great Asiatic goddess of fertility, who had her chief home in Phrygia. Some held that Attis was her son. His birth, like that of many other heroes, is said to have been miraculous. His mother, Nana, was a virgin, who conceived by putting a ripe almond or a pomegranate in her bosom.”

Taktu eftir Páll að CS fullyrðir:” This explanation is not only over simplified, but inaccurate. Attis was not necessarily born of a virgin (because it does not say whether or not his mother is a virgin)” Hér fullyrðir vinur þinn Edward að ekki sé sagt hvort móðir Attis sé hrein mey með því að vitna í Sir James George sem einmitt segir að: “Nana, móðir hans, var hrein mey.” Ekki er þetta nú trúverðugt þykir mér.

Allavega höldum aðeins áfram í texta The Goulden Bough.

 

“Such tales of virgin mothers are relics of an age of childish ignorance when men had not yet recognized the intercourse of the sexes as the true cause of offspring…

The great spring festival of Cybele and Attis is best known to us in the form in which it was celebrated at Rome; but as we are informed that the Roman ceremonies were also Phrygian, we may assume that they differed hardly, if at all, from their Asiatic original. The order of the festival seems to have been as follows.  On the twenty-second day of March, a pine-tree was cut in the woods and brought into the sanctuary of Cybele, where it was treated as a great divinity. The duty of carrying the sacred tree was entrusted to a guild of Tree-bearers. The trunk was swathed like a corpse with woollen bands and decked with wreaths of violets, for violets were said to have sprung from the blood of Attis, as roses and anemones from the blood of Adonis; and the effigy of a young man, doubtless Attis himself, was tied to the middle of the stem. On the second day of the festival, the twenty-third of March, the chief ceremony seems to have been a blowing of trumpets. The third day, the twenty-fourth of March, was known as the Day of Blood: the Archigallus or highpriest drew blood from his arms and presented it as an offering... The ghastly rite probably formed part of the mourning for Attis and may have been intended to strengthen him for the resurrection.

… At all events, we can hardly doubt that the Day of Blood witnessed the mourning for Attis over an effigy of him which was afterwards buried. The image thus laid in the sepulchre was probably the same which had hung upon the tree.

 But when night had fallen, the sorrow of the worshippers was turned to joy. For suddenly a light shone in the darkness: the tomb was opened: the god had risen from the dead; and as the priest touched the lips of the weeping mourners with balm, he softly whispered in their ears the glad tidings of salvation. The resurrection of the god was hailed by his disciples as a promise that they too would issue triumphant from the corruption of the grave. On the morrow, the twenty-fifth day of March, which was reckoned the vernal equinox, the divine resurrection was celebrated with a wild outburst of glee.

Sir James George Frazer (1854–1941). The Golden Bough. 1922.
XXXIV.  The Myth and Ritual of Attis

http://www.bartleby.com/196/81.html

Já Páll ég get ekki betur séð en að heimildin sem SC vitnar í, til að hnekkja því sem haldið er fram í Zeitgeist myndinni, segi akkúrat það sem Zeitgeist heldur fram nánast orðrétt. Það er svo fyrir utan aðalatriðið, sem er það að, Zeitgeist er að benda fólki á líkindi fornu trúarbragðanna og þá staðreynd að kristni er langt í frá eitthvað sérstakt fyrirbæri. Vera má að Zeitgeist sé ekki að öllu leiti fullkominn í sinni röksemdafærslu en eftir stendur sú staðreynd – og um hana er ég sannfærður, sem trúarbragðalaus manneskja – að kristni er í raun sólardýrkun og guð “ljóssins” byggir á ævafornri dýrkun árstíðanna og þar með tíðahringsins.

 

Þessi stutta yfirferð í gegnum röksemdir CS gegn Zeitgeist myndarinnar gerði ekkert annað en að sannfæra mig frekar um ágæti þeirrar myndar.

 

Já, ég held það Páll að þú ættir bara að fá þér annan bjór og kannski annan til og glápa svo bara á sjónvarpið.

 

 

Þór Ludwig Stiefel TORA, 28.8.2009 kl. 02:21

7 Smámynd: Páll Jónsson

Lastu kaflann sem þú sjálfur ert að vitna í?

Í Zeitgeist kemur fram, skv. umræddri síðu a.m.k. að "Attis, of Phyrigia, born of the virgin Nana on December 25th, crucified, placed in a tomb and after 3 days, was resurrected."

Það er varla orð í þessari setningu sem ekki er óheiðarlegt. Hver skólakrakki veit að 25 desember hefur ekkert með meintan fæðingardag Jesú að gera nema á táknrænan hátt... Kirkjan hefur aldrei farið í felur með það að sá dagur var valinn af æðstráðendum kirkjunnar mörghundruð árum eftir dauða hans til að sú hátíð gæti tekið yfir þær sólstöðuhátíðir sem fyrir voru.

Zeitgeist höfundurinn veit þetta vitanlega fullvel en hendir þessu samt út í von að einhver bíti á.

Sá hluti greinarinnar sem víkur að krossfestingunni og upprisunni er lýsing á hátíð sem áhangendur Attis héldu, ekki lífi hans. Líkt og fram kemur í greininni sjálfri þá drapst Attis eftir að hafa skorið undan sér í brjálæðiskasti (einhverjir segja hann hafa verið drepinn af villigelti) og litlar heimildir eru fyrir því að hann hafi nokkurn tímann risið upp frá dauðum, þó Agdistis hafi vissulega komið því svo fyrir að líkami hans rotnaði aldrei. Bíddu, var Zeitgeist sem sagt að ljúga upp í opið geðið á mér? Kemur á óvart.

Hvernig í dauðanum getur þetta hafa sannfært þig meira um ágæti myndarinnar?

Páll Jónsson, 28.8.2009 kl. 10:43

8 Smámynd: Páll Jónsson

Úh, Sindri yfirguðfræðingur okkar trúlausra tekur svo syrpu á Hórusdæminu.

Páll Jónsson, 28.8.2009 kl. 10:48

9 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Ja hérna. Þú áttar þig á því að í Zeitgeist er verið að tala um líkindi milli trúarbragða og benda á að þar hefur klárlega átt sér stað þróun og að EKKERT sérstakt er við kristin trúarbrögð í þeim efnum - allt er þar tekið upp frá þeim trúarbrögðum sem fyrir voru á undan.

Þetta með dagsetningar t.d. 25. desember skaltu ekki hengja þig í. Bæði hefur dagatalið breyst (Julianskt og Greoríanskt); sömuleiðis er verið að tala um það að fæðingardagur og dauði Jesú er tímasett á sólstöðum og jafndægrum - það er aðalatriðið; ef að Jesú hefði verið sagður fæddur t.d. 15. nóvember þá gætum við verið að tala saman.

Bíddu, last þú ekki það sem ég var að vitna í? Þú segir:"og litlar heimildir eru fyrir því að hann hafi nokkurn tímann risið upp frá dauðum, þó Agdistis hafi vissulega komið því svo fyrir að líkami hans rotnaði aldrei."

 But when night had fallen, the sorrow of the worshippers was turned to joy. For suddenly a light shone in the darkness: the tomb was opened: the god had risen from the dead

Og þú heldur áfram:"Sá hluti greinarinnar sem víkur að krossfestingunni og upprisunni er lýsing á hátíð sem áhangendur Attis héldu, ekki lífi hans."

Já og þú trúleysingin tekur þá páskahátíð kristinna manna sem hvað - lýsingu á lífi Jesú?

Það sem er AÐALATRIÐIÐ í málflutningi Zeitgeist er EKKI að um nákvæmlega sömu trúarsögur, setningar eða siði að ræða, heldur að þetta sé allt runnið af SÖMU rót og sé tengt tíðahringnum. Það er verið að tala um fæðingu guðsins í tengslum við hækkandi sól og upprisu guðsins, og sigur yfir dauðanum, í tengslum við vorjafndægur. Slær það þig ekkert að báðir guðirnir hanga í tré á vorhátíðunum?

Þú spyrð mig svo hvernig þetta geti sannfært mig um ágæti myndanna - ég vil spyrja þig á móti: ertu enn jafn sannfærður um réttmæti gagnrýni heimasíðunnar Conspiracy Science?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 28.8.2009 kl. 12:14

10 Smámynd: Páll Jónsson

Meh, fann þessa heimasíðu á google eftir fimm mínútna leit (hef ekki rekist á hana lengi), var að leita að annarri síðu þar sem allt Zodiac dæmið er gagnrýnt.

En það þýðir ekki að byrja með þessa páskaumræðu, það standa ekki uppi neinar deilur um það hvernig goðsagan um Attis gengur fyrir sig svo við hreinlega vitum að áhangendur hans töldu sig ekki vera að endurleika líf hans. Enda kemur fram í þessari sömu grein hvernig hann á að hafa drepist í raun. En kallinn var goð gróðursins svo væntanlega var verið með þessu að fagna endurlífgun hins græna eftir veturinn.

Páll Jónsson, 28.8.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband