Flokkurinn með sjálfseyðingarhvötina

Ég verð að segja að annað eins “hara-kiri” í íslenskri stjórnmálasögu hef ég ekki vitnað á minni ævi og hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Það er algerlega ljóst að sá flokkur mun þurrkast út við næstu kosningar. Ekki er nóg með að meirihluti þingmanna fer þvert á yfirlýsta stefnu flokksins í Evrópumálum, með formanninn í farabroddi, heldur er þessi sjálfsmorðsflokkur að skjóta sig svo margfalt í alla fætur í þessari endurreisn og Icesave-málinu að ég bara ...

Er það virkilega svo mikilvægt að komast að stjórnarsetu að það er vert að fórna flokknum? Eru þingmenn ef til vill svo laskaðir á veruleikaskalanum að þeir haldi að þeir komist upp með svona lagað? Ég verð að viðurkenna að þetta er barasta svolítið broslegt, en um leið sorglega fáránlegt. Sko ég er ekki að taka afstöðu til ESB aðildarumsóknar eða ekki, ég er bara að tala um þennan stjórnmálaflokk og það stuttu eftir að allt ætlaði hér umkoll að keyra vegna firringar, blekkingar og óheilinda stjórnmálamanna.

Önnur eins svik við kjósendur hafa sjaldan, eða aldrei viðgengist í íslenskum stjórnmálum og ég hef það á tilfinningunni að kjósendur VG séu ekki með lélegt minni þegar kemur að kjördegi; oft á tíðum hugsjónafólk og að taka slíka kjósendur í afturendann er ekki ja ...

Nú er bara að bíða og sjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Fer ykkur ekki bráðum að skorta ofur-efstastigs lýsingaorð til að lýsa landráðum og þjóðarsvikum, ykkur sem telja bara ykkur sjálfa til þjóðarinnar. En svo na um VG, alvöru vinstriflokkur í lýðræðisríki gæti aldrei haft þjóðrembu og þjóðernishyggju sem eitt höfuð stefnumál sitt, því hvorttveggja er algerlga andstætt vinstri stefnu, þessvegna syngja sósíalsistar t.d. Internationalinn þegar þeir koma saman en ekki þjóðsönginn. Þannig hlýtur þjóðernishyggjan alltaf að vera víkjandi hluti stefnu vinstriflokks sem dekrar samt við hana. Ef einhver hefur kosið VG útá þjóðernishyggjuna en ekki útá önnur alvöru vinstri mál er viðkomandi einfaldlega á villigötum. Hver sem setur þjóðernishyggju framar öðrum pólitískum hugsjónum og hugmyndfræði er með því að staðsetja sig nær fasistum en öðrum stjórnmálastefnum, og VG er sem betur fer langt frá hægristefnu fasista.

Helgi Jóhann Hauksson, 16.7.2009 kl. 20:42

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þeir segjast vera alþjóðasinnar en ekki evrópusinnar!

Það fyndna er að þessir alþjóðasinnar vilja reisa 100 metra háa tollmúra um landið og helst framleiða allt hér á landi. Þeir eru á móti veraldarvæðingunni, þótt sannleikurinn sé að þrátt fyrir að sú ágæta væðing sé langt frá því að vera fullkomin og hafði í för með sér mörg félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg vandamál, þá hefur nákvæmlega þessi bylting bætt kjör fátæks fólks í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku meira en allur sá sósílalismi, sem lagður hefur verið á þessar heimsálfur. Það sem þessar þjóðir kjósa er verslunarfrelsi til að þær geti komið sínum varningi á framfæri hjá okkur til að þær geti keypt hjá okkur lyf, vélar og annan iðnvarning. VG er alveg stórundarlegt samansafn furðufugla og margt af því er alveg stórgáfað og vel máli farið fólk, en stórskrítið!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.7.2009 kl. 00:45

3 Smámynd: Kjartan Jónsson

Varðandi Evrópumálin, þá er þetta samkvæmt því sem síðasti landsfundur VG ályktaði: Flokkurinn er á móti Evrópusambandsaðild, en hann er líka lýðræðisflokkur og er þess vegna ekki á móti því að fólkið í landinu fái að taka afstöðu til aðildar í kosningum. Um það snýst þess aðildarumsókn. Það voru því í raun þeir þingmenn sem studdu ekki málið sem sviku landsfundarályktun flokksins, en landsfundurinn er æðsta valdastofnun flokksins.

Kjartan Jónsson, 17.7.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband