Kúlulán upp á 850 milljónir króna

Birti hér leifislaust athugasemd sem ég fann á blogginu (vona að mér fyrigefist það).

Finnur Sveinbjörnsson, núverandi bankastjóri Kaupþings: Slapp undan 850 milljóna króna kúluláni

Eignarhaldsfélag í eigu Finns Sveinbjörnssonar, þáverandi bankastjóra Icebank og núverandi bankastjóra Kaupþings, fékk 850 milljóna króna kúlulán frá nokkrum bönkum árið 2007.  Milljónirnar voru notaðar til að kaupa hlutabréf í Icebank árið 2007.
Þegar Finni var sagt upp sem bankastjóra í árslok 2007 seldi hann félagið  Tæplega 16 milljóna króna skuld vegna vaxtakostnaðar var skilin eftir.

Þess má geta að Finnur á einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu og ekki hvílir ein króna á eigninni skv. FMR í febrúar 2009. (Er borgunarmaður 16 milljóna krónana!)


Þessar upplýsingar eru fengnar af hvitbok.vg
Þessi maður er ekkert betri en allir hinir kúlukallarnir-og kellingarnar.
 
Guðrún Garðarsdóttir
 
Átti ekki að skipta þessu vandræðasukkpakki út, hvernig var það? Er búið að auglýsa og ráða nýja bankastjóra eða hvað? Átti ekki að byrja með HREINAN skjöld? Nú fer maður að skilja hvers vegna það er verið að gera svo mikið sem að athuga það að afskrifa skuldir Björgúlfanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Maður veitt satt best að segja ekki hvað skal gera.  Enn eru starfandi menn og konur í bönkunum sem tóku þátt í hruninu.  Maður reytir hár sitt af reiði.  Held að önnur sleifabylting sé  nauðsynleg.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 9.7.2009 kl. 20:27

2 Smámynd: Himmalingur

Á meðan við gerum EKKI NEITT, heldur spillingin áfram!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Himmalingur, 11.7.2009 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband