Varúð, þetta gæti vakið þig af doðanum!

Þetta myndband er að varpa skilningi á peningakerfið; skuldir, vextir og gagnrýnislaus trú, er það sem heldur spilverkinu gangandi. Verið er að þrýsta á RÚV að setja þessa mynd á dagskránna hjá sér og styð ég það heilshugar.

Hérna er linkur á myndina sem heitir: Zeitgeist: Addendum, fyrir þá sem skilja ensku og vilja ekki bíða eftir að hún verði, kannski, sýnd í sjónvarpi allra landsmanna. 

Þessi mynd á MIKIÐ erindi við okkur íslendinga nú þegar verið að tala um Icesave þvingunarpakkann og þær skuldir sem verið er að steypa íslenska ríkinu í. Takið sérstaklega eftir þegar sagt er "kerfið byggir á skuldum og eldsneyti kerfisins eru vextir".

http://video.google.com/videoplay?docid=7065205277695921912

 

Hérna er svo fyrri hluti annarrar myndar um sögu vestræna peningakerfisins. Alger frumskylda hvers hugsandi manns að sjá.

http://video.google.com/videoplay?docid=-7336845760512239683

Engin getur tekið afstöðu til Icesave samkomulagsins, AGS tillagna eða annarra skuldbindinga íslendinga, vegna efnahagshrunsins, án þess að sjá þessa mynd.

http://video.google.com/videoplay?docid=-7336845760512239683

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

neðri 2 linkarnir eru ekki að virka rétt.

Ævar Rafn Kjartansson, 5.7.2009 kl. 20:53

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Úbbs .... Takk fyrir þetta Ævar - þeir ættu að virka núna.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 5.7.2009 kl. 21:00

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Tek undir þetta með þér Þór.  Fólk ætti að gefa sér tíma í að setja sig inn í tilurð þeirra peninga sem nú á að innheimta með vöxtum, verðtryggingu og gengisbreytingum.

Þessar myndir eru ágætar til þess að átta sig á því að yfir 90% peninganna sem voru lánaðir voru aldrei til sem áþreifanleg verðmæti. 

Eins er fyrri myndin Zeitgeist the movie góð til að sjá þetta í sögulegu samhengi.  Þessar myndir eru allar langar og það þarf þolinmæði til að horfa á þær en þær eru vel þess virði.

Hér er svo ein stutt mynd sem gefur til kynna hvað í vændum er og hvernig fólk getur brugðist við því.

http://thecrowhouse.com/aw1.html 

Magnús Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 23:15

4 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Já þetta er fín mynd Magnús og ég mun halda henni fram þar sem myndin hefur, hjá mér, mikinn samhljóm. Hún er þó að tala um  málin út frá vitundarstigi sem, þó satt megi vera, setur hlutina, sem við erum að fást við í núinu, örlítið úr samhengi. Ekki misskilja mig, myndin tekur skýrt fram: "hættum að spila með og þá munu hlutirnir breytast". Vera má að það sé nóg að breyta hugsuninni (og það er vissulega forsenda breytinga) en það sem myndin Money Makers er að gera umfram, og það sem ég tel afar mikilvægt, er að sú mynd fer í söguna á því kerfi (peningakerfi) sem við lifum við og gjörsamlega stjórnar öllu okkar lífi.

Fólk er fast á klafa lífsgæðakapphlaups, eins og sýnt er fram á í mynd Crow House en, ekki síður, fast í skuldaþrældóm þess peningakerfis sem við búum við, eins og myndin Money Makers og Zeitgeist myndirnar sýna. Peningakerfið er byggt upp á skuldsetningu og það er að skapa þá óhamingju sem fólk er að kaupa sig frá með rusli og sýndarfullnægingu. Ef að við losnum undan þrælaoki vaxta og skulda, þá fyrst getum við hægt á og farið að velta fyrir okkur raunverulegum gildum og sótt lífshamingjuna.

Það er, fyrir mér, alger forsenda, til að átta mig á því að hægt sé að hafa hlutina öðruvísi, að sjá hvernig hlutirnir hafa orðið til. Money Makers fer svo lengra og sýnir fram á hvernig hægt er, á raunhæfan hátt, að breyta því kerfi sem við búum við - og í því liggur mikilvægi þeirrar myndar.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 6.7.2009 kl. 06:58

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hjartanlega sammála þér Þór, til að átta sig á því hvað það er mikilsvert að fylgja eigin samvisku er gott að hafa séð þessar myndir því þær staðfesta að það er verið að hafa rangt við, eins og reyndar flesta grunar.

Sjálfur sá ég myndirnar sem þú bendir á fyrir nokkru síðan.  Zeitgeist the Movie fyrir rúmu ári en henni svipar nokkuð til Money Makers.  En ég hef tekið eftir að sumir félagar mínir sem vita hvar þeir hafa smvisku sína, hafa ekki gefið sér tíma til að kynna sér þessar myndir.  En þær draga upp tæra mynd af því umhvað málið snýst og þegar fólk mun átta sig á því í stórum stíl mun kerfið ekki halda.

Annars hafa verið að koma til landsins menn sem hafa verið að benda á sömu hlut s.s. Michael Hudson ofl..  Næstkomandi nóvember 21., hefur einn af þeim athyglisverðari boðað komu sína til Íslands á heimasíðu sinni en það er David Icke.

http://www.davidicke.com/index.php/ 

Magnús Sigurðsson, 6.7.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband