Það er vont en það versnar
21.6.2009 | 17:14
Jæja ef að einhverjir hafi verið í vafa þá er tekið af skarið nú engu breyttu þessar kosningar. Nú er liðið tæpt ár frá því að allt hrundi hér og það eina sem er í hendi er að Icesave skuldbindingar einkafyrirtækisins Landsbanka Íslands lenda á íslenska ríkinu. Við erum á þriðju ríkisstjórn síðan bankarnir voru ríkisvæddir og fleiri bankastofnanir hafa farið í þrot og landflótti er orðin áþreifanlegur. Menn farnir að eyðileggja húsin sín og hafa alla samúð meðborgara sinna. Fleiri huga á slíkt, fordæmið er sett.
Það er engin að efast um velvilja þeirra sem sitja við stjórnvölinn en margir efast um getuna. Vonleysið grefur um sig meðal þjóðarinnar. Brostnar vonir. Hvað varð um þetta stjórnlagaþing annars? Ekki heyrst á það minnst nú. Til hvers að minnast á það, kosningarnar eru jú afstaðnar og þarf ekki að hafa áhyggjur af því fyrr en eftir fjögur ár. Hvílíkt dritsker er þetta að verða. Krónan fellur og fellur, gjaldeyrishöft, hækkandi skattar, verri lífskjör og ekkert að gerast í uppbyggingunni. Og síðan þetta Icesave helvíti.
Já, það er vont en það versnar. Mér finnst Evrópusambandsumræðan vera eins og ósk um að við flytjum öll til Evrópu. Hættum þessu striti hér á skerinu og hverfum suður, eins og talað var um hér forðum; á Jótlandsheiðar með skrílinn og málið er dautt.
Það ganga hér frasar í samfélaginu sem lýsa hugarástandi þjóðarinnar: Við borgum ekki og þetta eru asnar Guðjón. Góð ræða sem fulltrúi Defence-hópsins hélt á útifundinum í gær. Ef að eignir Landsbankans ná upp í 75% af skuldbindingum Icesave þvingunarsáttmálans þá þarf íslenska ríkið að greiða 400 500 milljarða á átta árum, þ.e.a.s. frá 2016 2024; þeir sem gaman hafa af vaxtareikningi geta dundað sér við að reikna árlega 5,25% vexti af þeirri ógnarupphæð, ég nenni því ekki, mér rennur í skap við það. Allavega er það ljóst flestum að við ráðum ekki við það, fyrir utan nú það að engum finnst sanngjarnt að við íslendingar eigum að greiða fyrir fávitaskap stjórnenda einkafyrirtækis.
Þá á eftir að pæla í atvinnuleysinu, öðrum skuldum ríkissjóðs, lánshæfismati ríkisins og Landsvirkjunar, töpin í lífeyrissjóðakerfinu, gjaldþrotum heimilanna, færri kennslustundum barnanna, verri kjörum ellilífeyrisþeganna og ... nei ég, eins og fleiri, get einfaldlega ekki hugsað dæmið til enda. Hvílíkir fávitar hafa verið hér við stjórn að láta þetta allt fara svona til fjandans. Hvar er ábyrgðin? Eiga menn að komast upp með þetta? Já, þetta eru andskotans hálfvitar Guðjón og ég borga allavega ekki fyrr fer ég af landi brott.
Það er engin að efast um velvilja þeirra sem sitja við stjórnvölinn en margir efast um getuna. Vonleysið grefur um sig meðal þjóðarinnar. Brostnar vonir. Hvað varð um þetta stjórnlagaþing annars? Ekki heyrst á það minnst nú. Til hvers að minnast á það, kosningarnar eru jú afstaðnar og þarf ekki að hafa áhyggjur af því fyrr en eftir fjögur ár. Hvílíkt dritsker er þetta að verða. Krónan fellur og fellur, gjaldeyrishöft, hækkandi skattar, verri lífskjör og ekkert að gerast í uppbyggingunni. Og síðan þetta Icesave helvíti.
Já, það er vont en það versnar. Mér finnst Evrópusambandsumræðan vera eins og ósk um að við flytjum öll til Evrópu. Hættum þessu striti hér á skerinu og hverfum suður, eins og talað var um hér forðum; á Jótlandsheiðar með skrílinn og málið er dautt.
Það ganga hér frasar í samfélaginu sem lýsa hugarástandi þjóðarinnar: Við borgum ekki og þetta eru asnar Guðjón. Góð ræða sem fulltrúi Defence-hópsins hélt á útifundinum í gær. Ef að eignir Landsbankans ná upp í 75% af skuldbindingum Icesave þvingunarsáttmálans þá þarf íslenska ríkið að greiða 400 500 milljarða á átta árum, þ.e.a.s. frá 2016 2024; þeir sem gaman hafa af vaxtareikningi geta dundað sér við að reikna árlega 5,25% vexti af þeirri ógnarupphæð, ég nenni því ekki, mér rennur í skap við það. Allavega er það ljóst flestum að við ráðum ekki við það, fyrir utan nú það að engum finnst sanngjarnt að við íslendingar eigum að greiða fyrir fávitaskap stjórnenda einkafyrirtækis.
Þá á eftir að pæla í atvinnuleysinu, öðrum skuldum ríkissjóðs, lánshæfismati ríkisins og Landsvirkjunar, töpin í lífeyrissjóðakerfinu, gjaldþrotum heimilanna, færri kennslustundum barnanna, verri kjörum ellilífeyrisþeganna og ... nei ég, eins og fleiri, get einfaldlega ekki hugsað dæmið til enda. Hvílíkir fávitar hafa verið hér við stjórn að láta þetta allt fara svona til fjandans. Hvar er ábyrgðin? Eiga menn að komast upp með þetta? Já, þetta eru andskotans hálfvitar Guðjón og ég borga allavega ekki fyrr fer ég af landi brott.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lengi getur vont versnað en þær þrjár ríkisstjórnir sem hafa verið við völd á þessum óstandstímum eig tvent sameiginlegt. Aðgerðarleysi og Samfylkinguna. Eina vitið er þjóðstjórn eða utanþingstjórn til að þjóðin sætti sig við þær aðgerðir sem gera þarf.
Offari, 21.6.2009 kl. 17:44
Já það er vont en að á eftir að versna mikið enn. Afneitun er öflugari en mig hefði órað. Ég held að það sé mikilvægt að fólk fari að gera sér grein fyrir að nú þarf að moka skit, ekki að semja um að við mokum hann eftir sjö ár ef ahnn er þá ennþá til staðar. Ég hef sþeð og prófað margt en aldrey séð skíthrúgu hverfa af sjálfu´sér, hins vegar hef ég oft séð þær stækka.
Með von um betri tíð og lægri vexti
Kjartan Björgvinsson, 21.6.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.