Lausn heimila í vanda

Þá hafið þið það kæru landar. Nú fara allir að gramsa í geymslunni og háaloftinu til að finna gömlu saumavélina hennar ömmu gömlu. Nýr útflutningsatvinnuvegur er að skapast - saumavélaútflutningur.

Fleiri milljónir fást fyrir stykkið og gert er ráð fyrir að flytja út a.m.k. 700 - 1.200 stykki á ári. Sérstakt embætti hefur verið sett á stofn á vegum iðnaðarráðuneytisins sem góðkennir vélar til útflutnings og þurfa þær að vera 30 ára eða eldri og af Singer gerð, allar nánari upplýsingar er að finna á slóðinni: www.idnadaraduneyti.is/utflutningur/singer/458d6 

Gert er ráð fyrir að verulegar útflutningstekjur geti skapast næstu 10 árin vegna saumavélaútflutningsins og á þessi atvinnugrein að létta á skuldsettum heimilum, sértaklega er bent á þessa lausn fyrir þau heimili er skulda húsnæðis- og bílalán í erlendri mynt.


mbl.is Rautt kvikasilfur í saumavélum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Verst er að ég henti öllum gömlu saumavélunum í góðærinu og keypti mér nýjar á gjaldeyrisláni.

Offari, 16.4.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband