Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og AGS
6.4.2009 | 15:30
Ég var að lesa [Efnahagsáætlun samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn] (ekki einu sinni rétt ritað á síðunni: http://www.island.is/endurreisn/stjornvold/endurreisn/efnahagsaaetlun-islands-og-ags/#Efnahags%C3%A1%C3%A6tlun%20samvinnu%20vi%C3%B0%20Al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0agjaldeyrissj%C3%B3%C3%B0inn) og er það hin ógnvænlegasta og aumkunarverðasta lesning sem ég hef rekið augun í lengi.
Það er varla hægt að ætlast til að lesendur fari í gegnum þetta og ekki pláss hér að fara í gegnum allt og ætla ég því að stikla á stóru fyrir ykkur. Að hugsa sér að hér sé á ferðinni opinbert plagg, lagt fram í fúlustu alvöru!
Byrjum á sjöundu greininni:
7. Séu nettóeignir nýju bankanna rétt metnar, og þar með upphæð útgefins skuldabréfs til gömlu bankanna, verður eiginfjárstaða þeirra núll.
-Rétt metnar?!? Hvað er rétt mat? Miðað við hvað? Er ef til vill átt seldar á því virði sem gefið var upp í bókum bankanna? Verðið hefur farið niður á flestum eignum, ekki bara íslensku bankanna ég spyr við hvað er átt: Rétt metnar?
Athugum að við erum að tala hér um Efnahagsáætlun íslensku ríkisstjórnarinnar við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, s.s. ábyrgt plagg sem koma á með tillögur að úrbótum sem leiða okkur í gegnum bankakreppuna.
Síðan skulum við skoða elleftu greinina:
...Þar sem bankar eru greiðslumiðlunarfyrirtæki og virði eigna þeirra rýrnar þar með hratt við rekstrarstöðvun er lögð áhersla á sveigjanleika í meðferð eigna þeirra, t.a.m. að lánardrottnar geti tekið við rekstri þeirra eða komi að öðru leyti að fjármögnun og endurreisn lífvænlegra fyrirtækja.
Þegar kemur að bönkum erum við að ræða um tvenns konar fjármögnum (lán) sem koma til: annars vegar lán frá Seðlabanka (ríki) og svo lán frá öðrum [lesist erlendum] bönkum. Sem sagt á mannamáli: Tryggja þarf að erlendir stórbankar geti tekið yfir innlenda bankastarfsemi.
Það sem ég vil aðallega benda á í þessu plaggi er það sem er aðalatriði þessarar áætlunar og ég hef bent á, en sem betur fer mætari menn en ég einnig t.d. í Silfri Egils 5. apríl síðastliðinn, en það kemur fram í tólftu greininni:
12. Úrlausn bankakreppunnar mun leggja þungar fjárhagslegar byrðar á hið opinbera. Samkvæmt bráðabirgðamati má ætla að vergur kostnaður ríkisins vegna innstæðutrygginga og endurfjármögnunar bæði viðskiptabankanna og Seðlabankans geti numið um 80% af landsframleiðslu. Hreinn kostnaður verður eitthvað lægri að því gefnu að fjármunir endurheimtist með sölu á eignum gömlu bankanna. Við þetta bætist kostnaðurinn af auknum halla hins opinbera upp í 13,5% af landsframleiðslu eins og reikna má með árið 2009 vegna samdráttar í kjölfar bankakreppunnar. Í heild má gera ráð fyrir að vergar skuldir hins opinbera aukist úr 29% af landsframleiðslu í lok árs 2007 í 109% af landsframleiðslu í árslok 2009. Bankakreppan mun því setja hinu opinbera verulegar skorður og leggja auknar byrðar á almenning á næstu árum.
Við erum að verða þrælar erlendra lánastofnanna. Okkur var sagt að einungis myndi falla á ríkissjóð skuldbindingar vegna almennra innistæðna. Samkvæmt þessu plaggi, hins vegar, frá ríkisstjórn og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum þá mun Úrlausn bankakreppunnar mun leggja þungar fjárhagslegar byrðar á hið opinbera eða allt að 80% af landsframleiðslu!!!
Ég ætla að enda þennan pistil á tuttugustu og fjórðu greininni og haldið ykkur nú fast þið verðandi þrælar:
24. Hrun bankakerfisins hefur leitt af sér talsverða þörf fyrir erlent lánsfé [?!?]. Við gerum ráð fyrir að þessi þörf sé 24 milljarðar Bandaríkjadala á tímabilinu til loka ársins 2010. Þar af eru um 19 milljarðar vanskil vegna skulda yfirteknu bankanna þriggja, svo og fjármagn til að gera upp nauðsynlegar greiðslur tengdar erlendum innstæðum, en afgangurinn er sjóðsþörf að fjárhæð 5 milljarðar Bandaríkjadala. Við gerum ráð fyrir að 2 milljarðar Bandaríkjadala fáist með láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem skilur eftir afgangsfjárþörf er nemur 3 milljörðum Bandaríkjadala. Við gerum ráð fyrir að þetta bil verði brúað með tvíhliða lánssamningum og munum ljúka viðræðum þess efnis áður en stjórn sjóðsins tekur mál okkar fyrir. Mat á því hvernig gengur að mæta fjárþörf okkar verður hluti af ársfjórðungslegum endurskoðunum okkar og sjóðsins.
24. Í þessu yfirliti um þörf ríkisins fyrir erlenda lánsfjármögnun á því tímabili sem áætlunin tekur til (til ársloka 2010) er fyrst nefnd heildartalan 24 ma. USD. Inni í henni eru um 19 ma. USD sem eru eftirstöðvar af kröfum í gömlu bankana þrjá og eins og ráða má af liðum 7, 12 og 20 munu heimtur ráðast af eignum þeirra. Eftir stendur lánsfjárþörf samkvæmt þessari áætlun upp á 5 ma. USD. Af þeim er farið fram á 2 ma. USD að láni frá IMF, 3 ma. USD eru fengnir með tvíhliða lánasamningum við önnur ríki. Árangur við að tryggja fjármögnun er hluti af ársfjórðungslegu mati á framgangi áætlunarinnar í heild.
Hér er margt sem krefst nánari athugunar og ALLIR íslendingar verða að skilja.
Byrjum á Hrun bankakerfisins hefur leitt af sér talsverða þörf fyrir erlent lánsfé Af hverju ef að eignir gömlu bankanna standa vel fyrir öllum erlendum almennum innistæðum og innlendar innistæður eru tryggðar og þær greiðast af ríkissjóði með innlendri krónu?
Þessir skrifarar gera ráð fyrir að þörf á erlendu lánsfé árin 2009 og 2010 sé 24 milljarðar Bandaríkjadala!!! 19 milljarðar vegna vanskila gömlu bankanna!!! Bíddu við eigum við íslendingar að taka það á okkur? Hvaða vanskil? Þetta eru klárlega ekki innistæður vegna þess að svo segir í setningunni svo og fjármagn til að gera upp nauðsynlegar greiðslur tengdar erlendum innstæðum. Nei þetta eru eins og segir: eftirstöðvar af kröfum í gömlu bankana þrjá. Ríkissjóður á sem sagt, samkvæmt efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnarinnar, að taka á sig og greiða með erlendum lánum eftirstöðvar af kröfum í gömlu bankana þrjá!!!
Lítum aðeins á hvað 24 milljarðar bandaríkjadala er stór upphæð 24.000.000.000$. Þetta er á gengi dagsins í dag 2.886.960.000.000 kr. eða rétt tæplega 3 billjónir íslenskra króna. Til samanburðar má sjá að fjárlög íslenska ríkisins fyrir árið 2009 eru 555.640.900.000 kr. eða fimm sinnum lægri tala fimm sinnum fjárlög íslenskra ríkisins er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að fara fram á (leggja til) að íslenska ríkið taki að láni erlendis til að greiða eftirstöðvar af kröfum í gömlu bankanna þrjá á næstu tveim árum!!!
Til að borga eitthvað sem búið er að sannfæra allan almenning um að ekki eigi að falla á ríkissjóð!!!
Vaknið Íslendingar því vá er fyrir dyrum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Facebook
Athugasemdir
http://thecrowhouse.com/aw1.html
Magnús Sigurðsson, 6.4.2009 kl. 16:04
Það á að gefa okkur einkafyrirtæki, IMF, sem selur okkur hæstbjóðanda. Fyrr verða það molotov og félagar en að ég kyngi því.
Haraldur Davíðsson, 6.4.2009 kl. 16:26
Það er reyndar satt að þetta er óljós setning:
"Þar af eru um 19 milljarðar vanskil vegna skulda yfirteknu bankanna þriggja, svo og fjármagn til að gera upp nauðsynlegar greiðslur tengdar erlendum innstæðum..."
Augljóslega eitthvað meira en erlendar innistæður - en hvað nákvæmlega er verið að tala um þarna ?
Og þeir setja erlendar innistæður og ótilgreind "vanskil" saman í pakka.
Þetta er ekkert alveg ljóst (fyrir mér allavega)
Bara að vaða í þingmenn og fá málið á hreint.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2009 kl. 17:34
Ps. en þetta er óljóst. Kannski ber að skilja setninguna sem "19 milljarðar vanskil" og "fjármagn til að gera upp nauðsynlegar greiðslur tengdar erlendum innstæðum" séu utan við þetta og sú upphæð ekkert nefnd.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2009 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.