Enn einn ónytjungurinn mættur til leiks?

Hvers konar vesalingur er þessi sérskipaði saksóknari eiginlega? Hann er settur til að rannsaka stærsta gjaldþrot íslandssögunnar og ALLIR málsmetandi aðilar (hann sjálfur m.a.) viðurkenna að það þurfi að hafa hraðann á. Ég spyr: Af hverju er ekki búið að kalla NEINN til yfirheyrslu eftir 5 mánuði frá hruni íslenska efnahagskerfisins? Hvað eigum við í ósköpunum að bíða lengi? Þessi saksóknari kemur fram í Kastljósi og situr þar salírólegur og segir að hann hafi “bara” starfað í 16 daga og EKKERT hafi gerst enn!

 

Það þarf að fara að taka til hendinni, það er forsenda þess að hér sé hægt að laga aðstæður og það er lykilatriði. Það á að setja allt á fullt. Aðrar þjóðir eru komnar mun lengra í sínum rannsóknum þó að hrunið hafi verið fyrst hér – hvað er eiginlega í gangi? Er sama heilaleysið og getuleysið í gangi enn og varð til þess að hér hrundi allt. Er ekki til einn einasti dugandi einstaklingur neins staðar í kerfinu. Er ekki til einhver í þessu kerfi sem getur farið af stað og gert eitthvað í málunum; ekki bara beðið endalaust og “séð til”.

Það þarf að kalla helstu stjórnendur gömlu einkabankanna og núverandi skilanefndir fyrir rannsóknarnefnd á vegum alþingis strax fyrir helgi og spyrja þá út í rekstur bankanna og aðrdaganda hrunsins og það á að útvarpa þeim yfirheyrslum beint í sjónvarpi og á netinu svo að almenningur geti fylgst með.

Ef að ekki fer eitthvað að gerast STRAX þá veit ég að menn missa þolinmæðina með ALVARLEGUM afleiðingum. Farið að drattast til að sinna því sem krafist er af ykkur – STRAX!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ef réttarkerfið bregst, þá er réttlæti götunnar alltaf eftir.

Vésteinn Valgarðsson, 17.2.2009 kl. 23:23

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Er hann ekki bara að draga lappirnar með vini sínum Haraldi lögreglustjóra?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.2.2009 kl. 11:52

3 Smámynd: Davíð Löve.

Djöfull er ég sammála þér. Ég er nánast viss um að stórfelld yfirhylming eigi sér stað í kerfinu. Við þurfum bara að líta til bissniss félaga fyrrverandi fjármálaráðherra til að sannfærast. Aðilar innan FL Gr. svikamyllunar.

Davíð Löve., 18.2.2009 kl. 13:37

4 Smámynd: Sigurður Rúnar Magnússon

Hvernig dettur ykkur í hug að maður sem skipaður er af náhirðinni geri eitthvað.  Látið ykkur dreyma.

Sigurður Rúnar Magnússon, 18.2.2009 kl. 13:42

5 Smámynd: Terminator

Já þetta er afar slæmt að draga hlutina svona.

Það hefur einnig verið upplýst að ríkislögreglustjóri eða efnahagsbrotadeild lögreglunar er bara með eitt mál til meðferðar núna..  

Þetta gengur einfaldlega ekki það þarf að setja meiri pening í rannsókn efnahagshrunsins og fá erlenda sérfræðinga til að rannsaka þetta..

Terminator, 18.2.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband