Jæja - þetta er ekkert annað en stríð!
8.2.2009 | 17:52
Þú skalt bera ábyrgð!
Nú ertu búinn að lýsa yfir beinu stríði við þjóðina. Þetta er þvílík ósvífni að reiðin sýður; þú hefur virkjað hatur, þú hefur bruggað seið sem þú munt sjálfur fá að byrgja á - þú munt fá að sjá eftir þessu!
Mætum upp í Seðlabanka á morgun öll. Þessir maður hunsar vilja ríkisstjórnar Íslands - hann gefur skít í vilja þjóðarinnar! Þetta er ekkert annað en STRÍÐ!
Davíð segir ekki af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er erfitt að skilja þetta öðruvísi..
hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 17:58
Það er með eindæmum hve maðurinn er þrjóskur og sljór gagnvart vilja meiri hlutans í landinu !!
TARA, 8.2.2009 kl. 17:58
Allir að mæta kl 08 í fyrramálið!!
Svælum svínið út
Högni (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:01
Verður ekki grillað við varðeld?
skataforingi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:19
Hvað sem innlendu eða erlendu trausti varðar á stjórn Seðlabanka verður nú samt að viðurkennast (þó erfitt sé fyrir marga) að Davíð rökstyður mál sitt. Hver eru haldbær rök Jóhönnu ? Lýsi eftir þeim.
Þórður Vilberg Oddsson, 8.2.2009 kl. 18:20
Er það vilji þjóðarinnar að hann fari út? Ekki hef ég fengið að segja neitt um það.
Magnús Eyjólfs (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:38
Magnús þú villt s.s. að Davíð sitji áfram?
Þór Ludwig Stiefel TORA, 8.2.2009 kl. 18:44
Þórður eru það ekki haldbær rök að ef aðgerðir Seðlabankastjóra hafa gert ástandið verra eins og t.d. með ummælum sínum í fjölmiðlum, fálmkenndum aðgerðum, t.d. aumkunarverðri tilraun til að frysta gengi krónunnar, lækkun stýrivaxta, lækkun bindisskyldu bankanna, farið allt of seint í aðgerðir til að auka gjaldeyrisvaraforða? Eru það ekki haldbær rök að best sé, vegna ástandsins í efnahagsmálum þjóðarinnar að skipta út æðstu stjórn peningamála þjóðarinnar og vinna að heildarendurskipulagningu? Eru það ekki haldbær rök að slíkt sé líklegast til að öðlast traust sem óneitanlega er ekkert í dag?
Þór Ludwig Stiefel TORA, 8.2.2009 kl. 18:50
asskoti eru þið æst.
þegar Davíð var forsætisráðherra þótti okkur öllum slæmt hvað ráðherraræðið væri mikið og yfirþyrmandi fyrir Alþingi.
Davíð situr í skjóli laga og forsætisráðherra á ekkert með að segja seðlabankastjóra upp.
Það er hinsvegar möguleiki að breyta lögum en það þarf að gera fyrir atbeina Alþingis.
Fyrir utan að sök Davíðs liggur í hlutverki hans sem forsætisráðherra en ekki seðlabankastjóra. Hann og Halldór voru náttúrulega afar slæm sending.
Spáiði svo í því að heiðarlegir embættismenn eins og Ingimundur, sem er án vafa virtur fagmaður þarf að fjúka út af þessum ofsóknum, þegar allir vita að Samfylkingin hatar bara Davíð.
Ég vona að Davíð standi í hárinu á þeim svo að réttlát málsmeðferð nái fram að ganga.
Árni V (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:54
Varðandi mistök Davíðs, sbr. fyrra komment:
Jú það var reynt hálfan dag að festa gengið en það er varla brottrekstrarsök. Lækkun stýrivaxte er sennilega það skynsamlegasta sem hægt var að gera. Lækkun bindiskyldu var EES mál og bankarnir hótuðu lögsókn eða landflótta ef ekki yrði lækkað hér til samræmis. Pólitíkin fór á taugum og einkanlega Samfylking ef ég man rétt. Ísland var með stærsta gjaldeyrisvaraforða í heima miðað við VLF en ekki miðað við bankana og það var aldrei raunhæft að stækaa hann í samræmi við stærð bankanna. Það þurfti að senda þá úr landi eða hamla stærð þeirra - hvorugt á færi SÍ án stuðnings annarra stjórnvalda en það er vitað að Davíð var frekar bremsa en Samfylking.
Læt þetta duga ...
Árni V. (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:00
Med thessu svari sínu til forsaetisrádherra hefur Davíd tekist ad laegja öldurnar. Nú getur thjódin einhuga unnid sig úr theim óheppilega vanda sem hún ratadi í.
Aron Baron (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:41
Þetta er með því ómálefnalegra bloggi sem ég hef lesið... og eru þau til mörg.
Ég veit ekki hvort þetta er barnalegt hjá þér eða heimskulegt... en annað hvort er það!
Jakob (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:55
Já þú ert líka mjög málefnalegur sé ég.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 8.2.2009 kl. 19:57
já, og þú heldur áfram: "nei þú!"
Ætla ekki að vera eyða tíma í svona vitleysu!
Jakob (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.