Laugavegur verði göngugata

Það er augljóst að einhverjir eru enn á móti því að Reykjavík eignist göngugötu, geta allavega ekki hugsað sér að Laugavegurinn verði bíllaus gata. Ég átti í dag spjall við einn verslunarrekanda við Laugaveginn og hún gat séð fyrir sér að gera Laugaveginn að göngugötu á laugardögum. Ég man að það var hugmyndin að loka Laugaveginum fyrir bílaumferð við ákveðnar aðstæður þegar hann var gerður upp á sínum tíma en lítið hefur farið fyrir því, varla að honum sé lokað á Þorláksmessu hvað þá meir.

Allavega þá slæ ég þessari hugmynd hérna fram svo að menn geti tjáð sig um hana. Ég hef svo skissað fjórar útfærslur á kort um það hvernig hægt væri að gera þetta.

 

tillaga1.gifÍ fyrstu útfærslunni, sem ég held að sé raunhæfust og best, sé ég fyrir mér að loka Laugaveginum fyrir bílaumferð frá Snorrabraut og gera Laugaveginn, Bankastrætið og Austurstrætið að göngugötu þannig að göngugatan myndi enda á Aðalstrætinu.

 

 

 

 

tillaga2.gifÖnnur hugmynd gengur skemmra og gerir ráð fyrir göngugötu frá Snorrabraut að gatnamótum Laugavegar og Skólavörðustígs. Þessi tillaga gerir fólki kleift að aka frá Skólavörðuholtinu og niður eftir Bankastræti og fer svona bil beggja.

 

 

 

 

tillaga3.gifÞriðja hugmyndin gengur skemmst hvað varðar bíllaust svæði en hún gerir ráð fyrir göngugötu frá Vitastíg að Skólavörðustíg. Þessi hugmynd gengur alltof skammt að mínu áliti en væri svona “lágmarks” krafa þeirra sem vilja fá göngugötu í borgina og gæti verið byrjun, svona eins konar sýnidæmi.

 

 

 

 

tillaga4.gifAð lokum er svo ein róttæk hugmynd sem er mín draumahugmynd en hún gerir ráð fyrir göngugötu frá Snorrabraut að Aðalstræti, eins og í fyrstu hugmyndinni, að viðbættum Skólavörðustígnum. Þannig væri að myndast eins konar bíllaus miðbær eins og er að myndast víða erlendis.


 

 

 

Jæja ég kasta þessu svona fram til að opna umræðuna – hvað finnst fólki? Einhverjar aðrar tillögur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Laugavegurinn já! Ég labbaði Laugaveginn fyrir nokkrum dögum og er ennþá hreinlega í áfalli. Þær búðir sem ég átti eringi í eru farnar og mikið um laust húsnæði þarna. Þetta er aðal verslunargatan okkar og ég mætti töluvert af útlendingum sem voru að versla. Ef að fólk vill fá kreppuna í æð þá á það að fara niðrá Laugarveg. Ef þetta er svona núna hvernig verður þetta eftir nokkra mánuði? Mér finnst að borgaryfirvöld verði að gera eitthvað til að lífga upp á ástandið þarna því þetta er hræðilega niðurdrepandi. En þetta með tillöguna þína veit ég ekki svei mér þá.....

Ína (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband