Mótmælum á mánudaginn við Seðlabankann.
7.2.2009 | 13:14
Þetta er gersamlega óþolandi hroki. Mönnunum er boðið að víkja til að óhjákvæmilegt fráhvarf þessara lúða verði sem sársaukalausast en enginn þeirra svarar á tilsettum tíma og aðeins einn sér sóma sinn í að víkja. Hvað halda þessir menn eiginlega að þeir séu? Ég man vel þegar Davíð Oddson tönglaðist á því að Steingrímur Hermannsson ætlaði sér að þrásitja þegar Davíð sóttist gráðugur eftir því að komast í forsætisráðherraembætti. Nú þrásitur þessi sami maður eins og blóðmaur á skinni. Meiri afætu og valdasjúkleik á ég erfitt með að hugsa mér. Nú dugar væntanlega ekkert annað en að sýna þessum manni að það er þjóðin sem ræður - ekki hann. Þjóðin vill hann burt og það STRAX - með góðu eða illu.
Það er fólk í þessu landi sem hefur manndóm í sér til að koma þér frá þó að forsætisráðherrar séu ragir til þess. Þitt er valið Davíð Oddson og svo virðist sem þú hafir valið kvölina. Við höfum mörg engu að tapa, lengur - gættu að því!
Davíð burt strax - Nýja Seðlabankastjórn strax - Lægri stýrivexti strax!
Eiríkur og Ingimundur hafa svarað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
KLÁRLEGA.
hilmar jónsson, 7.2.2009 kl. 13:16
Það er að sjálfsögðu bráðnauðsynlegt að fjarlægja úr embætti síðasta ríkjandi Bilderberg fulltrúa landsins (svo vitað sé). Passa bara að Már verði ekki ráðinn í staðinn því hann er útsendari BIS sem er angi af sama kolkrabbanum...
Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2009 kl. 13:25
Vald er fíkn. Og það er alltaf erfitt að hætta í fíknini jafnvel þótt menn séu farnir að sjá að fíknin sé skaðleg.
Offari, 7.2.2009 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.