954.000.000.000
7.2.2009 | 13:03
Hreinlega afskrifað?
Og hvað með skuldir heimilanna?
Ef að létt verk og löðurmannlegt er að afskrifa nærri þúsund milljarða er þá eitthvað stórmál að afskrifa t.d. þá hækkun íbúðarlána sem gengishrun krónunnar olli?Mér þykir einsýnt að slæm stjórnun og alltof mikil áhættasækni sé orsök þess að afskrifa hefur þessar gífurlegu fjárhæðir í bönkunum en við almenningur gerðum ekkert rangt. Það eina sem við gerðum var að sækjast eftir þaki yfir höfuðið. Og það eina sem við förum fram á er að skuldabyrgðin sé nokkurn vegin sú sama og þegar við tókum lánin.
Við förum fram á afskriftir líka - það er bara sanngjarnt.
Afskrifa tæpa þúsund milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér. Fyrir utan að lán heimilanna eru hluti af þessum pakka sem á að færa niður um 954 milljarða. Það er kannski bara hægt að afskrifa tölur sem eru yfir milljarði, en litlu skuldirnar eigi að greiðast upp. Innan 954 milljarða hlýtur að vera pláss til að verja heimilin í landinu.
Marinó G. Njálsson, 7.2.2009 kl. 20:40
Já ég skil hvað þú ert að fara en mitt myntkörfulán er tekið hjá Frjálsa Fjárfestingabankanum og tekur ekki til stóru bankanna og þeir sem skulda gömlu bönkunum skulda enn sín lán.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 7.2.2009 kl. 21:31
Ja, síðast þegar ég fékk póst frá Frjálsa, þá kom hann í umslagi frá Kaupþingi! Ég vona að það hafi verið mistök hjá RB.
En þetta snertir nokkuð stórt atriði. Umræða stjórnvalda hefur allt of mikið snúist um lán hjá föllnu bönkunum, eins og allir landsmenn hafa fengið myllustein um hálsinn frá þeim. Ég giska á að innan við 10% af mínum skuldum sé hjá hinum föllnu þríburum og því er ég alltaf að auglýsa eftir úrræðum frá stjórnvöldum sem snúa að öllum lánum, en ekki bara sumum. Fyrir utan það, að þríburarnir voru búnir að mergsjúga innlendar fjármálastofnanir sem sitja uppi með verðlausa eða verðlitla pappíra frá þeim.
Marinó G. Njálsson, 7.2.2009 kl. 21:57
Jamm, ég hef sett fram þá kröfu að raungengi skulda eigi að vera nálægt því sem hún var snemmsumars 2008 eða áður en krónan tók hina miklu dívu. Það á ekki að kosta mikið og verður að virka þannig að þú sem skuldar í erlendum gjaldeyri greiðir þína skuld í erlendum gjaldeyri en færð skattafrádrátt fyrir mismuninum.
Þannig að dæmið gæti litið svona út: Í júní greiddi ég sem samsvaraði 100.000 íslenskum af myntkörfuláninu mínu, nú greiði ég 180.000 af sama láni en ríkið veitir mér 80.000 í skattafrádrátt. þetta á að gilda um öll myntkörfulán og svipaða afgreiðslu má síðan veita lántakendum sem tóku íslenskar krónur að láni. Verðbæturnar hafa jú bitið þá.
Sem sagt, krafan er að greiðslubrigðin sé nánast sú sama og þegar til skuldarinnar var stofnað - það er sanngirnisatriði.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 8.2.2009 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.