Ekkert er vikið að ábyrgð íslenskra stjórnvalda í EES samningnum gagnvart innlánum.
6.2.2009 | 12:38
Ég var að lesa áhugavert bréf Ingimundar Friðrikssonar Seðlabanka um aðdraganda hruns íslenska fjármálakerfisins. Þar er hann að fyrra Seðlabana Íslands ábyrgð og benda á orsakir. Eðlilega er þar margt réttmætt og langar mig að varpa athyglinni að nokkrum athyglisverðum atriðum í máli Ingimundar.
Í fyrsta lagi tiltekur Ingimundur öran vöxt bankanna sem eina aðalástæðu hruns þeirra. Bankarnir hafi vaxið of hratt of mikið og á of hæpnum grunni (byggt vöxt sinn á skammtímalántökum). Allt hafi þetta verið gert innan ramma laga sem gilda á hinu evrópska efnahagssvæði og [Þótt afstaða Seðlabankans væri skýr, hafði
hann ekki vald til þess að knýja fram breytingar eða gera kröfur og
raunar var svigrúm annarra íslenskra stjórnvalda mjög takmarkað
innan gildandi laga sem falla að laga- og regluverki Evrópusambands-
ins. ] (feitletrun mín)
Okkur sem nú sitjum í skuldasúpunni og treystum ráðamönnum þessarar þjóðar til að fara með efnahagsmál þykir súrt til þess að vita að hrun bankanna hefur orðið til þess að skuldsetja þjóðina um milljarða króna og er þar vísað til regluverks evrópska efnahagssvæðisins sem kveði á um ábyrgð ríkissjóðs hvar viðkomandi banki hafi lögfesti. En Ingimundur segir hins vegar í grein sinni að skylt hafi verið íslenskum stjórnvöldum að koma á tryggingarkerfi innlána samkvæmt reglum EES en [en ekki er vikið að ábyrgð stjórnvalda á skuldbindingum þess og alls ekki í kerfisáfalli.]
Sem sagt, ekki var lagaheimild til að hafta vöxt bankanna samkvæmt lögum, íslenska ríkið fór að lögum þegar það kom á tryggingarkerfi útlána en ekkert er kveðið á um ábyrgð stjórnvalda á skuldbindingunum. Þetta er mjög mikilvægt atriði sem Ingimundur bendir á. Hann er að segja að við Íslendingar sem þjóðríki erum ekki ábyrg gagnvart innlánseigendum bankanna samkvæmt lögum og reglum EES.
Nú erum við Íslendingar nánast að verða gjaldþrota vegna þeirra skuldbindinga sem fallið hafa á ríkissjóð; getur verið að þessar skuldbindingar séu óréttmætar og við séum í engu skuldbundin að greiða? Það lýtur út fyrir það.
Annað atriði sem ég vil benda á úr bréfi Ingimundar er þessu tengt. Hann ýjar að því í bréfinu að ásókn íslensku bankanna í innlánamarkaði á EES hafi kallað á ólögleg viðbrögð yfirvalda í viðkomandi ríkjum; hann segir:
Sumir sögðu beinlínis að komið yrði í veg fyrir að íslensku bankarnir fengju að taka á móti innlánum eða að þeir fengju að safna frekari innlánum þar sem innlánasöfnun var þegar hafin. Dæmi voru um kröfur um að bankarnir beinlínis minnkuðu innlán. Giltu þá einu ákvæði í tilskipunum Evrópusambandsins um jafnan rétt fjármálafyrirtækja á EES-svæðinu til athafna innan svæðisins. Meintir þjóðarhagsmunir höfðu yfirhöndina gegn Evrópusambandsskuldbindingum. (feitletrun mín)
Það sem er áhugavert hér er tvennt og geta bæði atriðin, ef sönn reynast, verið haldbær rök Íslands til að fyrra sig ábyrgð þeirri sem fallið hefur á ríkissjóð vegna innlánaskuldbindinga bankanna. Í fyrsta lagi er það klárlegt brot á EES samningnum að koma í veg fyrir samkeppni, ekki síst á grundvelli þjóðernis, eða eins og segir í 4. grein hans:
Hvers konar mismunun á grundvelli ríkisfangs er bönnuð á gildissviði samnings þessa nema annað leiði af einstökum ákvæðum hans.
Annað atriðið er að ríkin hafi beitt fyrir sig þjóðarhagsmunum og sagt þá hafa yfirhöndina gegn Evrópusambandsskuldbindingum. Ef að satt er þá mun líkt eiga að gilda um Íslendinga. Það eru klárlegir þjóðarhagsmunir okkar að komast hjá því að skuldbinda kynslóðir íslendinga vegna bankahrunsins, að ekki sé nú talað um ef að þær skuldbindingar reynast ólögmætar. Ef að önnur ríki geta beitt fyrir sig þjóðarhagsmunum gegn skuldbindingum laga og reglna EES geta Íslendingar að sjálfsögðu gert það einnig.
Bréf Ingimundar má svo lesa í heild sinni hér.
Mikil andstaða við innlánasöfnun bankanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í skýrslu bankastjórans er ekki vikið að þeim tveim meginástæðum sem ollu hruni bankanna. Annars vegar gerðu stjórnendur Glitnis, Kaupþings og Landsbanka engan greinarmun á eðli fjárfestingabanka og viðskiptabanka. Um þetta hefur Ragnar Önundarson ritað mjög góða pistla.
Þá víkur bankastjórinn ekki orð að stýrivöxtunum. Þeir reyndust vera „eitraða eplið“ í bankamálunum.
Nánar er vikið að þessu á slóðinni: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/796525
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 6.2.2009 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.