Sýnum nú í okkur dug.
5.2.2009 | 11:31
Jæja nú er farið að reka menn vegna þess að þeir tjá sig. Það finnst mér nokkuð bogið.
Ég er menntaður í markaðsfræðum og í þeim fræðum hafa menn tröllatrú á því að markaðurinn umbuni eða refsi fyrirtækjum eftir frammistöðu. Það er þó forsenda þess að markaðurinn hafi vitneskju um það sem fram fer í rekstrinum (þessu er mjög ábóta vant eins og dæmin sanna, því miður).
Nú bendir starfsmaður Toyota á Íslandi á eitthvað varðandi áherslur stjórnenda og er látinn fara fyrir vikið. Auðvitað álítur maður sem svo að þessi vitneskja mátti ekki verða opinber - hvers vegna ekki? Það er ótrúlegt að stjórnendur fyrirtækja á Íslandi geti hagað sér svona í dag, eftir allt sem á undan er gengið. Veruleikafirringin er enn til staðar (að sjálfsögðu þar sem um sömu einstaklinga er að ræða). Þetta er með hreinum ólíkindum. Við sjáum þessa fáránlegu lögsókn fyrrverandi forstjóra Eimskips t.d.; það er aumkunarvert að sjá þessa stjórnendur rembast við að halda í óhófslífstíl undanfarinna ára - bjakk!
Ég bjó um árabil í Danmörku þar sem almenningur lætur til sín taka í svona málum. Þar virkar markaðurinn vegna þess að einstaklingarnir finna til ábyrgðar. Þar segja menn - ég tek ekki þátt í svona löguðu, ég skipti ekki við svona fyrirtæki. Þannig getur hver og einn haft áhrif og stuðlað að betri rekstri fyrirtækja og þar með lækkað verð o.s.frv.
Sýnum í okkur dug.
Bloggari rekinn fyrir skrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tek undir skrif þín. Ég er komin með upp í kok af óhófsstílnum hjá yfirstéttinni.
Ég keyri um á Toyotu, en ef ég væri að fara að kaupa bíl í dag yrði það ekki Toyota. Halldór ætti að setja upp verkstæði þar sem hann getur auglýst sérþekkingu á Toyotavélum (ég skildi það svo að hann hefði unnið á verkstæðinu).
Kolbrún (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.