Geir farinn - Davíð situr

Þetta er magnað. Geir hefur ekki þorað að taka þá ákvörðun sem hefði getað bjargað stjórninni og þá verið best fyrir þjóðina (samkvæmt Geir var best að ríkisstjórnin sæti a.m.k. fram á næsta vetur). Geir er nú stikkfrí af því að Davíð verði rekinn, sem telja verði öruggt þegar ný stjórn tekur við.

Það er áreiðanlegt að Davíð Oddson hefur eins og óargadýr reynt að koma í veg fyrir að ljótur blettur komi á hans pólitíska feril. Davíð hugsar í sögubókum. Hann getur ekki hugsað sér að hans verði minnst með þeim hætti að hann hafi verið rekinn úr stóli seðlabankastjóra; það væri ömurlegt fyrir þennan mikla leiðtoga sem hann vill að verði sú uppdregna mynd sem hann hafi í minningunni.

Sigurganga Davíðs er lokið með mikilli niðurlægingu. Það var hann sem hafði forystu fyrir þeirri stefnu sem nú hefur hlotið skipbrot, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllu. Það var hann sem stýrði Seðlabankanum þegar Ísland varð gjaldþrota og það er hann sem verður rekinn fyrstur seðlabankastjóra á Íslandi.Geir fórnaði sjálfum sér til að setja ekki blett á Davíð, hann fórnaði ríkisstjórninni og hann fórnaði þjóðarhag. Far vel Geir, náðu þér vel af veikindum þínum og áttu gott ævikvöld. Þú stóðst með þínum leiðtoga en, því miður ekki með þjóðinni.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Allt sem fer upp kemur alltaf niður aftur.

Offari, 26.1.2009 kl. 13:39

2 identicon

O, ætli hann verði ekki fyrri til og segi upp sjálfur, helv... melurinn

Guðmundur Helgason (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband