Fjármálaeftirlit - skóli fyrir bankamenn.

Það er merkilegt að fara yfir það hversu stór hluti almennra starfsmanna FME var ráðinn til bankanna. Það skýrir að vísu vel hversu óskilvirkt FME hefur verið. Auðvitað ferðu ekki að agnúast út í aðila sem hugsanlega ræður þig til starfa á mun hærri launum en þú ert á nú. Bankarnir réðu síðan, með glöðu geði, starfsmenn FME í sínar raðir til að fá innanbúðar upplýsingar um vinnuhætti og hvaða vitneskju þessi eftirlitsstofnun hafði yfir að ráða.

Nú kemur í ljós að forystusauðurinn hafði 1,7 milljónir í mánaðarlaun - kannski var það til að hann freistaðist ekki til að sækja um hjá bönkunum? Annars hefði það nú verið frábær sýning á því frauðlýðræði sem við búum við í þessu landi. Já svo fær hann 12 mánaðar laun eftir að hann er hættur að vinna.Við hin fáum þriggja mánaða uppsagnafrest sem við þurfum að vinna - eftir það atvinnuleysisbætur.

Hvað finnst ykkur; á hann að komast upp með þetta? Eigum við að láta þá sem réðu hann á þessum kjörum borga persónulega? Það finnst mér.
mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Svona var bara gamla Ísland.  Það er ekki þar með sagta að Nýja Íslandu þurfi að taka við þessum ósóma.

Offari, 25.1.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Í nýja Íslandi á semsagt ekki að standa við samninga offari ? Eftir því sem að ég  best veit var maðurinn ráðin upp á þessi laun og auk þess málsgrein sem að bannar honum að vinna samsvarandi vinnu í eitt ár eftir starfslok þannig að næstu 12 mánuði er honum ekki heimilt að nota mentun sína þar kemur þessi 12 mánaða greiðsla til sögunar. Síðan varðandi launin þá var þetta fórnarkostnaður sem að varð að færa til að halda í starfsfólk það er að borga há laun annars fór það bara annað. Það er staðreynd sem alllir vita sem eitthvað komu að atvinnurekstri á þesum tíma

Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.1.2009 kl. 21:54

3 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Ég held að þú misskiljir Offara Jón. Ég skil hann þannig að hafi verið jafn fáránlegur og tíðkaðist í bönkunum og t.d. Björgúlfur eldri og fleiri stjórnarmenn bankanna hafa viðurkennt að var úr öllu hófi og samræmdist í engu því sem eðlilegt gat talist. Svona ráðningasamninga vill hann ekki sjá á nýja Íslandi og ég ekki heldur.

Hinu vil ég svo bæta við að viss er ég um að hæfir menn hefðu vel fengist til starfans fyrir helmingi hærri laun - og líklegt er, í ljósi starfa FME undanfarið, að þeir hefðu skilað betra starfi.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 25.1.2009 kl. 22:03

4 Smámynd: Offari

Jón vissulega þarf að standa við samninga, Það þarf hinsvegar að skoða hvernig samningar framtíðarinna verði með tilliti til hvað hér var að gerast. Starfslokasamningar sem gera kröfu um að banna samsvarandi vinnu eða vinnu hjá samkeppnisaðila á sinn rétt. En launin eiga ekki að ver hærri en laun forsætisráðherra. Það er orðið viðurkent að stór hluti vandans var ofurlaun og afturvirkir kaupréttarsamningar. Þetta er því kerfi sem þarf að afnema hver þarf eiginlega á þessum launum að halda?

Offari, 25.1.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband