Jæja, nóg af kjaftæði - tillögur takk!

Þessi vettvangur er æðislegur. Við getum öll tjáð okkur og náð til fjöldans. En ég ætla nú að fara fram á það að við öll reynum að nota þetta dásamlega tæki til að gera eitthvað uppbyggilegt.

Við höfum notað bloggið til að þrýsta á stjórnvöld og krefjast breytinga og það er vel. Nú er það einsýnt að kosningar verða í vor og því kalla ég nú eftir uppbyggilegum, (konkret) tillögum um það hvað fólk vill sjá í aðgerðum. Ekki láta bara mata sig og segja já eða nei - komið með tillögurnar! Ekki bara benda á það sem þið viljið ekki - segið alþjóð hvað það sé sem þið viljið sjá.

Ég er að setja saman mínar tillögur og er fyrsta grein hérna fyrir neðan. Ég hef ekki séð mikið af því hvað þið viljið gera. Það er auðvalt að gagnrýna. Ódýrt að krefjast aukins lýðræðis og krefjast aukinnar þátttöku almennings; en sýnið þá fram á að þið hafið eitthvað upp á að bjóða. Hefjum uppbyggilega umræðu um nýtt Ísland svo að það geti nýst í komandi kosningabaráttu og haft einhver áhrif.

Nú er að taka byltinguna upp á næsta stig.

Ég bendi líka á grein mína :"Um lýðræði", sem eru tillögur mínar um hvernig framtíðarkerfi við getum sett á til að koma í veg fyrir að svona illa fari sem reyndin hefur orðið. Koma nú - tillögur takk.

 

Lifi byltingin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég vill benda þér á að hér eru komnar tilögur sem vert er að skoða.

http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/

Ísland verður ekki byggt upp á einum degi en það verður byggt upp. Ég vill til að byrja með banna lokuð prófkjör. því ég vill ekki þurfa að gera mig flokksbundinn til að fá að taka þátt í vali á frambjóðendum framtíðarinnar. Að vera bundin við einhvern flokk er í raun höft á frelsi kjósandans.

Offari, 24.1.2009 kl. 13:51

2 identicon

Til að byrja með væri fínt að koma stórum hluta fólks af höfuðborgar svæðinu út í dreifðar byggðir landsins þetta fólk er með allt aðra sýn og gæti komið með stór góðar hugmyndir til uppbyggingjar heldur en sá sem er búinn að vera lengi á sama stað og er orðin staðnaður, fara meira út í sjálfsþurftar búskap rækta,hænur, grænmeti ,veiða í soðið,fuglaveiðar,efla túrismann og færa meiri völd heim í hérað.............

Res (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:54

3 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Já gott innlegg hjá ykkur báðum.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 24.1.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband