Hvað er þetta Raddir Fólksins?
23.1.2009 | 15:36
Eru þetta einhver fjöldasamtök? Eða eru þetta nokkrir einstaklingar sem tala?
Það þarf að vera alveg skýrt að þeir sem hafa mótmælt undanfarið og jafnvel hafa mætt á laugardögum undanfarnar vikur eru ekki meðlimir í einhverjum samtökum sem heita Raddir fólksins, heldur almenningur sem vill mótmæla ástandinu.
Það hefur mætt annarstaðar og mótmælt mun víðar en að mæta á þessa útifundi á laugardögum til að hlusta á ræður og syngja ættjarðarsöngva.
Það að þetta Raddir fólksins hafi verið fyrst í að kalla til útifunda og átt heiður skilið fyrir að viðhalda þeim þýðir ekki að fólk hafi mætt vegna þessara samtaka eða þurfi á einhvern hátt að samsama sig þeim. Ef ekki hefðu verið þessir fundir hefðu aðrir komið til í staðinn. Þetta Raddir fólksins er ALGERT aukaatriði í þeirri byltingu sem farið hefur um þjóðfélagið og nú náð fram því markmiði að kalla fram kosningar í vor.
Það er alveg óþolandi ef að einhverjir einstaklingar, hópar, eða félög ætla að fara að þakka sér þann árangur sem hefur náðst og verða einvherjir sjálfskipaðir talsmenn almennings og málsvarar gegn óréttlæti. Athugið það að slík hugsun (ég-er-svo-mikilvægur-að-ég-er-fólkið) er einmitt stór hluti þess vanda sem við eigum við að etja.
Lifi Byltingin
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:46 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er auðvitað rétt hjá þér Þór, en aðeins að hluta.
Þessi harkalegu viðbrögð við, í sjálfu sér, ósköp eðlilegum ummælum Harðar eru í raun ekki beint gegn honum heldur gegn mótmælunum - og mótmælendum eins og þér (og mér ef mín lítilfjörlega þátttaka telst með).
Þess vegna er nauðsynlegt að skilja hann ekki eftir í vargshöndum heldur koma honum til hjálpar - og koma honum undan.
Ef þú gerir það ekki þá svíkur þú málstaðinn á vissan hátt.
Torfi Kristján Stefánsson, 23.1.2009 kl. 16:02
Það sem ég er að segja er að persóna Harðar Torfa kemur mér ekkert við og hún kemur þeim fjöldamótmælum sem átt hafa sér stað í samfélaginu ekkert við. Hann hefur verið að troða sér fram fyrir skjöldu og reyna að fá sínar 15 mínútur út á þessa almennu óánægju sem í samfélaginu er og ég, í það minnsta, tek ekki undir þess háttar sýndarmennsku og tækifærissinnuskap.
Hörður Torfa er ekki minn leiðtogi, hefur aldrei verið og mun aldrei verða. Ég var fyrst og fremst að gagnrýna það að einhverjir virðast vera að reyna að spyrða saman þessum samtökum (eða hvað þetta nú er), Rödd fólksins, við mótmæli almennings í landinu. Eins og þau séu einhver forsenda þess árangurs sem almenningur hefur nú náð fram með því að þrýsta á um kosningar í vor.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 23.1.2009 kl. 18:01
----
Wrong answer 101
Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.
Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.
Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.
Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.
Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.
------------
Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.
Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað
Þetta þarf að stöðva
Við erum þjóðin
Landið er okkar
Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:22
Ég er sammála Kristjáni hér fyrir ofan. Sjálfur hef ég tekið þátt í sjónvarpsviðtali þar sem svör mín voru látin líta út sem svör við ummælum manneskju sem ég hef aldrei talað við. Það er blendinn hugur gagnvart Geir því þrátt fyrir þær óvinsældir sem hann hefur í dag, Á hann að baki mörg góð verk en því miður brást hann trausti þjóðarinnar þegar verulega hamfararirnar gerðust.
Það má vel túlka orð Harðar sem að hann sé ósáttur við að Geir hafi ekki sagt af sér vegna mótmælana. Mótmælin eiga samt þann sigur að ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara að efir vilja lýðræðisins með því að kjósa í vor. Ég óska Geirs alls hins besta í komandi lífi með von um bata og langlífi.
Offari, 24.1.2009 kl. 13:08
Það er verið að blanda hér saman því sem HT sagði (og hefur vafalaust verið klippt úr samhengi) og því að hann sé einhver sjálfskipaður talsmaður fólksins í landinu.
Ég er algerlega sammála því sem komið hefur fram að blaðamönnum hættir til, viljandi eða óviljandi, að skekkja orð og meiningu viðmælanda til að fá betri frétt (að þeirra mati).
Það sem ég vil leggja áherslu á er að HT er ekki minn talsmaður og mér finnst fjölmiðlar og margir t.d. hér í bloggheimum vera að gefa þeim einstaklingi allt of mikið vægi. Til hvers? Hvað hefur hann fram að færa? Ég lít svo á að hann sé einn af þúsundum sem eru að mótmæla og hann tjái sína persónulegu skoðun. Stundum er ég honum sammála og stundum ekki, svona rétt eins og ég hef það með alla sem tjá sig.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 24.1.2009 kl. 13:23
Það er rétt hjá þér Hörður Torfa er ekki raddir fólksins en hann er samt ein rödd af röddum fólksins. Mér finnst hann hafa staðið sig vil í skipulagningu á þeim friðsömu mótmælafundum sem hann hefur staðið fyrir.Umdeilt val hans á ræðumönnum verður alltaf umdeilt. Ég tel að valið sé frekar byggt á því að reyna að halda friðnum en að um eitthvert pólitíkst val sé að ræða.
Ég ætla að taka undir síðustu orð þín hér. Því vissulega eru raddir fólksins ekki raddir fólksins ef einungis útvaldir fá að tjá sig sem fulltrúar radda fólksins.
Stundum er ég honum sammála og stundum ekki, svona rétt eins og ég hef það með alla sem tjá sig.
Offari, 24.1.2009 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.