Lifi trumbuslagarabyltingin - VHR (VanHæf Ríkisstjórn)
22.1.2009 | 15:36
Jæja gott fólk, góðir íslendingar.
Þetta er að hafast en það er EKKI komið enn. Stór hluti Samfylkingarinnar er nú að sjá skaðsemi þess að hunsa vilja almennings um kosningar. Nú er aftur á móti komið það babb í bátinn að það er seint í rassinn gripið fyrir samfylkingarfólk. Nýjasta skoðanakönnun sýnir fylgishrun og það munu einhverjir vilja sitja af sér. Taktískir stjórnmálaskákmenn munu vilja láta nýjabrumið af formanni Framsóknarflokksins líða hjá. Við megum því EKKI LÁTA DEIGAN SÍGA. Höldum áfram að berja potta og pönnur fyrir utan Alþingishúsið. Látum ekki ólátabelgi sem vilja atast í lögreglu þurrka út mótmælin.
Við verðum að halda áfram.
Við höfum sýnt það að eftir því er tekið og það hefur áhrif sem við höfum verið að gera. En við megum ekki hætta fyrr ákveðið hefur verið að boða til kosninga. Sýnum þolinmæði og þrautseigju. Stöndum saman. Lifi trumbuslagarabyltingin - VHR (VanHæf Ríkisstjórn).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.