Að sjálfsögðu!
22.1.2009 | 09:20
Þetta snýst um það að Alþingi er rúið trausti - ekki einungis ríkisstjórnin.
Fólk þarf að átta sig á því að ríkisstjórnin, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og allar eftirlitsstofnanir aðrar eru undir Alþingi sett og það er Alþingi sem er æðsta vald þjóðarinnar og ber hina endanlega ábyrgð á ástandinu.
Þetta þing sem nú situr hefur brugðist eftirlitsskyldu sinni. Þetta þing sem nú situr ber ábyrgð á því efnahagsástandi sem ríkir á Íslandi í dag. Þetta þing sem nú situr ber ábyrgð á því að nú er barist á götum Reykjavíkur. Þetta þing þarf að víkja. Það þarf að koma nýju fólki að - strax.
Þingflokkurinn á að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.