Þá er byltingin hafin.

Við sýndum það íslendingar í gær að í okkur er dugur, áræðni og þor. Reiðin verður ekki lengur byrgð inni og vonleysinu var snúið í andstæðu sína. Öll þjóðin, ekki bara þeir sem mættu á Austurvöll, sáu vonarglætu um að hægt væri að gera eitthvað; að hægt væri að koma þessari ríkisstjórn frá.

Nú er að fylgja lagi – þetta var einungis byrjunin. Við sáum hvað samtakamátturinn ásamt aðgerðum getur gert. Nú er nauðsyn að samræma AÐGERÐIR. Það var augljóst að reiðir íslendingar gátu í gær skakið þingheim. Mönnum var brugðið, fáir á þingi áttu von á þessu. Það eitt sýnir, svo ekki verður um villst, hversu fyrtir þingmenn eru þjóðinni; halda eins og utanríkisráðherra að óánægjuraddirnar endurspegli ekki hug þjóðarinnar. En samur við sig hélt þingheimur sínu striki (með örfáum, en góðum undantekningum þó) og ásetti sér að láta fólkið ekki trufla sig í ræðuhöldum og fáránleikaleikhúsi.

 

Ég kalla eftir mótmælagöngu. Mótmælagöngu sem tekið verður eftir. Ég legg til að við hittumst í Mjódd og göngum eftir Miklubrautinni að Austurvelli, helst strax næsta mánudag. Þið sem enn hafið vinnu leggið hana niður og sameinumst í kröfugöngu sem stöðvar hjól samfélagsins. Við þurfum að vera mörg – sameinuð, helst 10 þúsund. Látið boð út berast, nú þarf að standa saman. Þetta er stríð sem sker úr um það hvort við erum niðurlægðir þrælar eða manneskjur með sjálfsvirðingu; hvort við erum stoltir einstaklingar með sjálfsvirðingu eða aumingjar sem borga skulu brúsann fyrir óhófssukk örfárra undanfarinna ára.

 

Sendið mér tölvupóst á thor@internet.is eða setjið hér inn athugasemd – söfnum liði og berjumst til þrautar! Gerum þetta að veruleika, komum þessari stjórn frá því sjálfviljug fer hún ekki.

Við sýndum það og sönnuðum að við getum gert það – við getum látið til okkar taka og haft áhrif utan þess að kasta atkvæði í flokkamaskínur á fjögurra ára fresti sem engu breytir.

 

Lifi byltingin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það er áríðandi að ekki verði slakað á í þessum björgunaraðgerðum.

Offari, 21.1.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband