Nú skulu hinir útvöldu fá að borga!

Jæja allt er, hægt og rólega, að koma upp á yfirborðið sem mörg okkar grunaði en gátum á engan hátt sannað. En að hugsa sér hvað þetta gerist hægt! Enginn er enn dreginn til ábyrgðar fyrir að hafa beinlínis stuðlað að hruni bankanna og þar með þjóðarbússins alls - hvers vegna? Jú vegna þess að það er en SÖMU aðilar við stjórnvölinn og voru inn á gafli hjá þessu fjárglæfra, sjálfumglaða eiginhagsmunaliði. Sama spillingarpakk og ferðaðist í einkaþotum þessara pappírsauðsmanna og var á gestalista þeirra í fínum veislum og þáði ótaldar MÚTUR og var, eða vildi, fá að vera í hópi hinna útvöldu.

Þeir sem bera endanlega ábyrgð eru stjórnvöld. Þau settu leikreglurnar og áttu að sjá til þess að frekju drengirnir gætu ekki dregið alla þjóðina með sér í forarpyttinn sem nú hefur gerst. Það voru stjórnvöld sem skelltu skollaeyrunum við viðvörunum sem þó nóg var af. Þessi sömu stjórnvöld sem nú enn þrásitja og sjá hjá sér ENGA sök.

Nú ætla þessir siðblindu og óforskömmuðu einstaklingar að setja enn eitt löggjafarþingið með sjálfum sér. Klukkan 13 í dag. Ég hvet ALLA íslendinga til að mæta á Austurvöllinn til að mótmæla. Aðra, sem ekki geta mætt hvet ég til að láta í sér heyra á annan hátt, með tölvupóstum, símhringingum, bréfsendingum, lesendabréfum og útvarpsþáttum; dragið fána í hálfa stöng, hægið á eða stöðvið vinnu þessa stund, þeytið bílflautur -  Látum í okkur heyra! Látum þetta lið vita að við höfum ekki verið svæfð og við munum EKKI sætta okkur við að þau geti bara setið áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þingmenn sem eru æðsta vald íslensku þjóðarinnar lét það viðgangast fyrir framan nefið á sér, þrátt fyrir viðvaranir, að örfáir einstaklingar gátu dregið alla þjóðina í skuldafen og gjaldþrot - OG ÞAU ÆTLA SÉR AÐ SITJA ENN!

Nei takk - burt með þetta pakk!


mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband