Jæja þá sýnir Framsóknarflokkurinn endanlega og opinberlega um hvað hann snýst.

Það kom fram í kvöldfréttum Rúv í kvöld að fjöldi framsóknarmanna hafi undanfarið yfirgefið sökkvandi skipið. Dæmigert, og sést nú vel um hvað þessi flokkur snýst. Þegar Framsóknarflokkurinn er ekki í ríkisstjórn og rétt skreið með einn mann í borgarstjórn þá er enginn grundvöllur fyrir því að vera í flokknum. Komist menn ekki til valda með því að vera í Framsóknarflokknum þá sjá menn ekki ástæðu til þess að vera í honum – hvílíkur valdahroki og aumingjaskapur.

Það kemur svo ekki á óvart að þessi eini framsóknarmaður sem rétt slapp inn í borgarstjórn Reykjavíkur íhugi nú að segja sig úr flokknum – sér líklega sem er að það sé nokkuð vonlaust að hann muni ná inn í borgarstjórn næst þegar kosið verður.

 

Þór Þórunnarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Calvín

Góður punktur hjá þér. Framsóknarflokkur nútímans snýst um völd og aftur völd. Þegar völdin eru farin þá fara flokksmennirnir og leita að áhrifum annarsstaðar. Björn Ingi reynir nú að finna sér stað í öðrum flokki sem getur fært honum meiri völd og áhrif.

Calvín, 19.1.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband