Og loks þá hann hrópaði var enginn eftir til að hlusta ...

Ég heyrði eitt sinn góða sögu af þriðja ríki Hitlers. Sagan gekk út á það að kaþólskur prestur gerir upp líf sitt eftir að bandamenn hafa ráðið niðurlögum nasismans. Í stuttu máli gengur sagan út á að prestur er spurður hvers vegna hann hafi ekkert látið í sér heyra til að mótmæla þeim grimmdarverkum sem nasistar höfðu í frammi og hann svarar:
"Fyrst tóku nasistarnir úr umferð kommúnista og aðra pólitíska andstæðinga og ég sagði ekki neitt því ég var ekki pólitískur andstæðingur; þá tóku nasistarnir að fjarlægja gyðinga úr samfélaginu og ég sagði ekki neitt af því að ég er ekki gyðingur; því næst tóku nasistarnir sígauna úr samfélaginu og ég sagði ekki neitt af því að ég er ekki sígauni; þessu næst tóku þeir samkynhneigða úr umferð og ég sagði ekki neitt af því að ég er ekki samkynhneigður; eftir þetta  fóru þeir að snúa sér að öðrum hópum, fötluðum, öldruðum, sjúkum og enn sagði ég ekkert því ég var ekki einn af þeim. Að lokum snéru þeir sér að mér og ég hrópapi hástöfum gegn óréttlætinu ... en þá var bara enginn eftir til að hlusta".

 Ég segi frá þessari sögu hér, í sambandi við þessa frétt, vegna þess að ég vonast til þess að hún veki einhvern til umhugsunar um að við verðum öll að standa vörð um velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, og þá ekki síst þegar við erum heilbrigð og þurfum ekki á því að halda persónulega, því að þegar á hólminn er komið gæti farið svo að það væri orðið of seint.

Ég hef sagt það áður á þessu bloggi og ég segi það enn:

STÖNDUM VÖRÐ UM HEILBRIGÐISKERFIÐ ÞAÐ GERIR ÞAÐ EKKI SJÁLFT OG ER Á ENGAN HÁTT SJÁLFSAGT, VIÐ SKULDUM ÞAÐ SJÁLFUM OKKUR, AFKOMENDUM OKKAR, EN EKKI SÍST ÞVÍ FÓLKI SEM BARÐIST HARÐRI BARÁTTU VIÐ AÐ KOMA ÞVÍ Á.

 

Þór Þórunnarson 


mbl.is Hækkunin daprar fréttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Þessi saga er í aðalatriðum sönn, en þarna átti í hlut lúterski presturinn Martin Niemöller, sem síðar varð þekktur friðarpostuli.

Það gleymist hins vegar oft í sambandi við Niemöller, að hann kaus Nasistaflokkinn og  það jafnvel áður en hann komst til valda.

Og að hann hafði ekkert á móti t.d. ofsóknum á hendur Gyðingum og kommúnistum. Það var í besta lagi.

En hann gat ekki fellt sig við, að lúterstrúarmenn menn af gyðingaættum væru líka ofsóttir.


Hetjuskapur hans er því frekar blendinn í mínum huga.

Snorri Bergz, 3.1.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Jæja, gott að fá réttu útgáfuna af sögunni - takk fyrir það Snorri. Gleymum aftur á móti ekki aðalatriðinu - hrópum hátt til varnar heilbrigðiakerfinu.

p.s. svo er það þetta með prest sem er í Nasistaflokki en það er önnur saga... 

Þór Ludwig Stiefel TORA, 3.1.2008 kl. 09:54

3 identicon

Sæll, ég er alveg sammála þér með þessa sögu, hún er svo miklu meira en fortíð brestsins, hún er um okkur sem samfélag, við göngum út frá því að það sem hentir aðra mun ekki henta okkur því komi það okkur ekki við, en, staðreyndin er sú að allt sem tengist okkur og okkar viðveru hér á þessari jörðu kemur okkur við, tökum sem dæmi, í Kenýa er hjúkrunarkona með 3 dætur sínar, hún var Íslensk, hefði eitthvað komið fyrir þær í brjálæðinu sem þar er í gangi,  kæmi kenýa okkur ennþá meira við, þær eru sloppnar, en fólkið situr eftir í ótta í þessu landi og það kemur okkur við. 

Við erum ábyrg fyrir hvort öðru, sínum það í verki og orði, annars verðum við eins og presturinn, hærsnarar.  Kannski erum við það nú þegar

Linda (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband