Helvítis skítapakk.
29.12.2007 | 19:44
Það er gjarnan sagt þegar leysa skal glæpi að líta bera fyrst til þess er mestan hagnað hafi af glæpnum. Það augljóslega Pervez Musharraf, einræðisherra og bandamaður BNA sem mestan hag hefur að því að ryðja Bhutto úr vegi. Síðan er hægt að nota morðið á henni sem afsökun til að herða enn tökin á stjórnartaumunum og þrengja enn um stjórnarandstöðuna og frelsi einstaklinganna, allt í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum. Ef grunur minn reynist réttur er hér á ferðinni ein svívirðilegasta aðgerð sem ég hef séð og allt í nafni valdagræðgi. Réttast væri að alþjóðasamfélagið tæki höndum saman og útskúfaði þessum manni og gerði allt sem í sínu valdi stæði til koma á hlutlausri utanaðkomandi rannsókn og, ef að líkum lætur, draga hann fyrir rétt.
Okkur ber öllum skilda til að standa ekki aðgerðalaus hjá sem áhorfendur af þessum hildarleik. Við eigum líka að mótmæla harðlega herforingjastjórninni í Burma sem og öllum slíkum stjórnum alls staðar þar sem þær viðhafast. Hvert og eitt okkar getum við lítið gert en öll saman erum við máttugri en nokkur herforingjastjórn.
Niður með Pervez Musharraf niður með alla þá sem hann styðja - lifi lýðræðið!
Þór Þórunnarson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:48 | Facebook
Athugasemdir
Sannleikurinn er sá að það er ekki hægt að aðskylja Pakistanska Herinn/leyniþjónustu og Öfgasinnaða Islamista í Pakistan enda eitt og hið sama. Leyniþjónustan og Herinn hafa stundað heilagt stríð í Kasmír síðan strax eftir aðskylnaðinn. Pakistanski Herinn og Leyniþjónustan studdu einnig Talíbana í Afganistan alveg þar til Bandaríkjamenn réðust á landið. Án efa voru það Talíbanar/Islamistar sem drápu Bhutto, alveg eins og að það eru litlar líkur á að annar en Herinn/leyniþjónustan hafi skipulagt og standi að baki morðinu. Og kongulóin í vegnum er líka án efa Musharraf forseti.
Upprétti Apinn, 29.12.2007 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.