Nú, hvenær kemur að okkur?

Jæja, þá eru kjarasamningar loks lausir og mál til komið að við, vinnandi almenningur fáum að líta einhverjar launahækkanir líkt og þeir sem skammta sér sjálfir/sjálf launin. Undanfarið höfum við vitnað ótrúlega aukningu í bili þeirra sem vaða í velmegun og launafólks. Það er kominn tími til að menn átti sig á því hverjir það eru sem halda þessu samfélagi uppi - hverjir það eru sem borga vextina.

Ísland er dýrasta land í heimi þegar til matvöru, fatnaðar og flest þess er til daglegra nota lýtur. Við höfum vitnað ótrúlegar hækkanir á íbúðarverði og hér eru vextir þeir hæstu í heimi. Ekki bætir úr skák sögulegt met á verði olíu. Samt er því haldið fram að um stórkostlega kaupmáttaraukningu hafi verið að ræða síðastliðinn áratug eða svo. Ég hef aldrei séð þá útreikninga og þætti vænt um að geta fengið að sjá þær forsendur sem að baki þeim liggja; á t.d. einstaklingur á lágmarkslaunum (jafnvel bara á þessum meðallaunum) meira aflögu í dag eftir að hafa greitt alla reikninga sem nauðsynlegir eru um hver mánaðarmót? - Ég finn það ekki í minni buddu.
Meiri kaupmáttur ætti að öllu jöfnu að þýða að maður gæti unnið minna fyrir jafn miklu - er einhver þarna úti sem kannast við það?
Aukinn kaupmáttur ætti að öllu jöfnu að þýða að maður gæti leift sér meira fyrir sömu vinnu - býrð þú í stærra húsnæði nú? - Ekki ég.
Ég spyr: Hvar er allt þetta fólk sem hefur fengið þessa kaupmáttaraukningu? - Ég þekki það ekki. Ég les, hins vegar í slúðurblöðum, um fólk sem getur leift sér að kaupa nýleg einbýlishús til þess eins að rífa það og byggja nýtt. Ég les á sömu síðum um lið sem ferðast um á einkaþotum og þyrlum milli heimila og vinnu sem er á fleiri stöðum en ég á skópör.

Er ekki komin tími til að við hin vinnandi almenningur á Íslandi stöndum loksins upp og krefjumst þess að fá að búa við mannsæmandi kjör í stað þess að sætta okkur einungis við brauðmolana sem hrynja af gnægtaborðum auðmanna. Og það getur ekki bara verið okkar að koma í veg fyrir verðbólgu.

 

Þór Þórunnarson 


mbl.is Tugir þúsunda fá enga launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frikkinn

Vandamál verkalýðshreyfingarinnar er ekki atvinnurekendur, heldur þeir sem hafa völdin í félögunum og ASÍ klíkan sem liggja á sjóðunum sem við borgum í , milljarðar í allskonar sjóðum innan þeirra. Við launþegar þessa lands fáum ekki hlutdeild í þeim, þetta fólk hefur engan áhuga á að semja af viti fyrir okkur, heldur veltir sér upp úr peningunum okkar. Launakjör þeirra eru ákveðin af þeim sjálfum.Og svo segja þeir að lengra verður ekki komist að sinni,  dæmi svo hver fyrir sig.

Frikkinn, 29.12.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Mæltu manna heilastur því satt segir þú. Verkalýðsforingjar þessa lands eru engan vegin vandanum vaxnir, því miður. Þetta er ástæða þess að æ fleiri kjósa að vera utan verkalýðsfélaga sem, til langs tíma, kemur líklega niður á okkur öllum. Ég vonast til þess úr rætist en sé það ekki gerast í þeirri samningalotu sem framundan er.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 29.12.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband