Til hamingju!

Jæja þá er sonurinn að útskrifast úr menntaskóla – stúdent 2007. Ótrúlegt hvað tíminn líður. Ég kynntist móður hans í menntaskóla og hann kom undir á lokaárinu þar – fyndið.

Allavega, á svona tímamótum lítur maður í kringum sig – hvað skyldi bíða nýútskrifaðs stúdents? Ég leit yfir Fréttablaðið í dag og verð að segja að lesturinn þar er ekki beint uppörvandi en kannski er þetta bara merki um að ég sé að verða gamall.

Seðlabankaráð hefur ákveðið óbreytta stýrivexti sem þýðir í raun að þeir hafi hækkað eins og sagt var í fréttinni. Ríkisstjórnin ætlar að koma á fót öryggisþjónustu sem hafi “heimild til að beita svokölluðum forvirkum rannsóknaraðferðum. Þá þurfi starfsmenn hennar ekki að hafa rökstuddan grun um að lögbrot hafi verið framið, eða til standi að fremja tiltekið afbrot.”!!! Sonur Davíðs Oddsonar fyrrverandi ráðherra og núverandi Seðlabankastjóra er valinn til dómara umfram aðra hæfari umsækjendur. Og, að lokum, þá á að fara að gera auglýsingahlé á Áramótaskaupi allra landsmanna í Ríkissjónvarpinu, allavega komin heimild til þess – Hvað er að gerast á þessu landi? Er allt að fara hérna til fjandans?

Þá er ég ekki búinn að minnast á þetta fáránlega háa húsnæðisverð sem gerir nýútskrifuðum stúdentum nær ómögulegt að flytjast að heiman, niðurskurðinn í heilbrigðiskerfinu, ósanngjarna misskiptingu gæða og ... Best að hætta núna áður en að þessi dagur, sem á að vera gleðidagur sonarins og fjölskyldunnar fer að bráðna niður.

Ég get bara vonað að hann leggist á sveif með mér og öðru góðu fólki sem berst fyrir betri heimi – betra Íslandi og ég veit að hann gerir það. Næg eru verkefnin fyrir ungan eldhuga með réttlæti í hjarta.

Ég segi því á þessum tímamótum, þegar unglingur er að verða að manni og sól fer snart að hækka á lofti:

Til hamingju og megi rísandi sólinn vera táknmynd um líf þitt, baðað í réttlæti og hamingju.   

 

Þór Þórunnarson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband