Stríð og gróði.
19.12.2007 | 13:48
12% fjárlaga bara í hernaðarreksturinn í Afganistan og Írak. Þá á eftir að reikna með hefðbundnum rekstri alls herafla BNA, rekstur Pentagon, CIA, NSA o.s.frv. Þessi tala er svo stjarnfræðilega há að ég skil hana ekki. Við erum að tala um 4.431 milljarð íslenskra króna. Þá er að sjálfsögu ekki búið að minnast á kostnaðinn í mannslífum, kostnað annarra ríkja (t.d. Íslands) í þessum stríðum. Þetta er svívirðilegt, ekki síst í ljósi þess að ákveðnir aðilar sem ráða fjármálamörkuðum heimsins maka krókinn á stríðsrekstrinum.
Ég get ekki skammast mín nógu mikið fyrir Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson sem spyrtu íslendinga við þennan stríðsrekstur. Stríð leysir ENGAN vanda eins og hefur sýnt sig í þessu sambandi.
Ég ætla að benda enn og aftur á myndina Zeitgeist (linkur hér á síðunni) sem fjallar um stríðsgróða og mennina sem standa á bak við hann. Þetta er argasta skömm og hin mesta mannfyrirlitning sem hægt er að hugsa sér. Varlega áætlað er talið að um 80 þúsund Írakar hafi látið lífið vegna innrásar BNA og hinna viljugu þjóða, aðrar heimildir herma 785,957 , 3.894 bandaríkjamenn og um 300 hermenn annarra ríkja.
Enginn veit með vissu hversu margir Afganir eru fallnir en talað er um 3.485 óbreyttir borgarar hafi fallið fyrir sprengjum NATO nokkru fleiri en bandaríkjamennirnir sem létust 11. september.Talið er að 8.587 afganskir hermenn fallið í stríðinu við Talibana. Kynnið ykkur tölurnar þær eru á netinu og svo vil ég vekja athygli á því að þessar tölur koma aldrei fram í fréttatímum stóru fréttastöðva heimsins - af hverju skyldi það nú vera?
Það verður að stoppa þessa hernaðarhauka í Washington sem græða á mannlegum harmleik og bera enga virðingu fyrir lífi manneskjunnar.
Þór Þórunnarson
Öldungadeildin samþykkir fjárlagafrumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er þyngra en tárum taki. Afhverju þurfti bara Framsóknarflokkurinn að blæða fyrir þessa hörmulegu ákvörðun þeirra Davíðs og Halldórs?
Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 14:12
Mín skoðun á því er sú að með ákvörðuninni var Halldór að fara langt frá vilja sinna flokksmanna á meðan Davíð var nær vilja síns fólks. Þannig hafi Framsóknarmenn refsað Halldóri á meðan Sjálfstæðismenn hafi stutt sinn mann áfram. Það er almenn skoðun margra að Framsóknarflokkurinn hafi verið of leiðitamur í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn (vitna t.d. í orð Steingríms Hermannssonar) og munur þessara flokka þurrkast út. Þannig gátu menn einfaldlega kosið Sjálfstæðisflokkin beint nú eða þá kosið t.d. VG - það gaf ekki neitt að kjósa Framsókn, hann gerði hvort eð er allt sem Sjálfstæðisflokkurinn krafðist af honum.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 19.12.2007 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.