Zeitgeist
18.12.2007 | 23:35
Nú hefur mikið verið bloggað um trúmál og siðferði undanfarið. Ég hef aðeins tjáð mig um þetta hér á blogginu mínu en vil benda fólki á áhugaverða mynd "Zeitgeist". Þessi mynd fjallar ekki einungis um trúmál en bendir samt á það hvernig trú er tengd stjórnmálum. Það er besta leiðin til að stjórna fólki að fá það til að trúa alsjáandi, alvitandi veru sem refsar ef að brotið er gegn boðorðum. Trú er svo líka ekki bara spurning um guð eða spámenn heldur líka hvað er rétt og rangt, hverjir eru vondu kallarnir og hverjir eru þeir góðu.
Allavega þetta er sagt á snilldarlegan hátt í myndinni svo að endilega kíkið á hana á netinu!
http://zeitgeistmovie.com/
Þór Þórunnarson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.12.2007 kl. 10:57 | Facebook
Athugasemdir
Þú segir að samanburðurinn á Jesú og Horus sé "fáránlegur". Ég er ekki alkostar samála því, bendi t.d. á síðuna: http://www.crystalinks.com/horus.html
Aðalatriðið í myndinni er auðvitað ekki að sagt er að um sömu persónuna sé að ræða, heldur er verið að ýja að því að hugsanlega sé um sömu rót að ræða og kristni sé alls ekki svo einstök trúarbrögð sem fylgjendur hennar vilja vera láta.
Margt er sameiginlegt með alheimstrúarbrögðunum ef grannt er skoðað. Horus sólguð, Jesús ljósið, báðir bæði faðir og sonur, sólin "endurfæðist" 25. desember á sama dag og Jesús er sagður hafa fæðst. Ég tók það ekki þannig að verið væri að segja að þetta sé algerlega sambærilegt og það má allt eins benda í aðrar áttir. Þannig sló það mig t.d. þetta með Horus eineygðan - það minnti mig á Óðinn. Sömuleiðis Arjuna í Indverskum trúarritum og Þór. Ég held að höfundar myndarinnar hafi verið að reyna að fá okkur til að hugsa um uppruna trúarbragðanna og hvernig þeim svipar saman. Sem aftur hæti orðið til þess að við förum að líta til þeirra af meiri gagnrýni í stað þess að fylgja þeim og trúa hugsunarlaust.
Lifðu heill
Þór Ludwig Stiefel TORA, 19.12.2007 kl. 10:52
Ég skil hvað þú ert að fara og er sammála þér með stökkbreytinguna. Sömuleiðis get ég tekið undir það að margt er kristið sem á sér enga stoð í Bíblíunni. Aðalatriðið er þetta, sérstaklega út frá myndinni, að það er kristið fyrir því. Sá sem aðhyllist trúarbrögð og er meðlimur ákveðins safnaðar eða kirkju gengst undir þær mannasetningar sem þar gilda. Þannig er það samkvæmt kristni að Jesús fæddist þann 25. desember, þó að þess sé í engu getið í Biblíunni.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 19.12.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.