Kom vel á vondan!
15.12.2007 | 09:17
Það sem ég vil segja um þessa frétt er þetta: Auðvitað hata ég þjófa og vona að fíflið sem stal bílnum náist og honum verði refsað.
Aftur á móti finnst mér þetta gott á eigandann. Að skilja bíl eftir í gangi er bara að biðja um að bílnum verði stolið. Fyrir utan þá staðreynd að það er alger ÓÞARFI að skilja bíl eftir í lausagangi sérstaklega þegar maður er ekki einu sinni í bílnum. Bíll í lausagangi mengar og eyðir óþarfa orku með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Þeir sem gera slíkt bera enga virðingu fyrir umhverfinu eða okkur hinum. Verra lið en þeir sem reykja innan um aðra án tillits.
Þannig má segja að á kaldhæðinn hátt hafi þjófurinn verið að gera samfélaginu greiða.
Svo má velta því fyrir sér hvers konar mögnuð leti það er að bera út morgunblöð á bíl? Eru engin takmörk fyrir leti og aumingjaskap fólks? Ég er viss um að þessi blaðberi vildi helst af öllu aka algerlega upp að bréfalúgunni og ekki þurfa að rísa upp af sínum lata rassi - er það nokkur furða að Íslendingar eru að verða eins feitir og Bandaríkjamenn - bjakk!
Þór Þórunnarson
Bílnum var stolið á þrjátíu sekúndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Miðað við veðrið þá lái ég honum ekki að nota bílinn sinn þennan dag. Ég mundi kalla það skynsemi, ekki leti.
Gummi Valur (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 09:45
Allt í lagi ég skal semja um það - málið er, hins vegar það, að lausagangur bifreiða og ofnotkun þeirra í tíma og ótíma er algeng staðreynd ef að þú lítur í kring um þig og er ekki háð vondu veðri - því miður.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 15.12.2007 kl. 10:02
Satt er það. Ef bíll er í kyrrstöðu í lengur en 7 - 9 sekúndur þá borgar sig, fjárhags- og mengunarlega að drepa á honum og kveikja svo aftur. Ég verð hins vegar mun meira var við þetta á Akureyri enn annars staðar, rétt eins og Selfyssingar gefa aldrei stefnuljós. Þetta eru ekki fordómar heldur ígrundaðar athugasemdir.
Gummi Valur (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 19:09
Ég datt nú hérna inn eftir að hafa flett ágætum vinnufélaga mínum upp á mbl.is. Ég get nú ekki annað en komið með smá komment á þessa færslu þína, ekki það að mér komi það nokkuð við hvað þú skrifar á þína síðu, alls ekki.
En að henda því fram að eigandi bíls sem stoltið eru í 60 m/s á Laugavegi kl 6 að morguni föstudags sem hugðist hlaupa inn í port við áður nefndan veg með eitt Morgunblað, sé latur aumingi er nú annsi fast í rassin gripið..
Enda hefur þetta ekkert með leti eða skerpu að gera..
Það mætti kannski bjóða þér nokkur hverfi ??
María Lilja Moritz Viðarsdóttir, 18.12.2007 kl. 14:57
Nei, endilega að gefa komment á þetta - til þess er nú leikurinn gerður að skapa umræðu. Ég stend algerlega við það sem ég sagði. Sjálfur bar ég út blöð þegar ég var í námi og stundum var ég á bíl. Það sem ég gerði var að fylla skottið af blöðum og aka í mitt hverfi. Síðan lagði ég bílnum u.þ.b. í mitt hverfið, drap á honum og dreifði blöðunum fótgangandi. Þegar ég var búinn ræsti ég bílinn og ók heim. Í þau fáu skipti sem ég var á bíl var þessi háttur hafður á sama hvernig viðraði. Annars var ég fyrst og fremst að vekja athygli á þeim hvimleiða andskota sem lausagangur bifreiða er hér á landi. Það er alger óþarfi og það skaðar umhverfið - það er staðreynd!
Þór Ludwig Stiefel TORA, 19.12.2007 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.