Frábært, þá er hægt að setja fé í heilbrigðiskerfið.

Ég ætla bara að vísa í aðra pistla sem ég hef skrifað hér á blogsíðunni um það að verið sé að svelta heilbrigðiskerfið. Ég skil ekki, ef að til eru peningar, að þeir séu ekki notaðir í heilbrigðiskerfið sem klárlega þarf á auknu fjármagni að halda. Er það svo að það er mikilvægara að skera á þenslu sem reyndar er tilbúinn að hluta vegna ákvarðanna stjórnvalda, en heilsufar og þar með líf fólks?

 

Setjið þessar afgangskrónur í heilbrigðiskerfið. Gerum þá sjálfsögðu kröfu, eins og t.d. Danir hafa gert að útrýma biðlistum. Gerum þá kröfu að fólki sé sinnt þegar það fer á spítala. Gerum þá kröfu að menn þurfi ekki að liggja á göngum þegar þeir fara á spítala. Þetta þjónustustig sem þekkist hér á sjúkrahúsum er ekki bjóðandi og ástandið minnir um margt á eitthvert þróunarlandið - ekki land sem mælt hefur verið besta land í heimi.

 

Þór Þórunnarson 


mbl.is Afgangur af rekstri hins opinbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég vildi að fleiri læsu bloggið þitt. Má ég benda á það?

Hólmdís Hjartardóttir, 15.12.2007 kl. 02:07

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Endilega kæra vinkona. Ég er að blogga þetta í þeirri von að vekja fólk af værum blundi um að heilbrigðiskerfið okkar er að deyja. Lestur dagblaðanna dag eftir dag ber vott um það. T.d. í Fréttablaðinu í dag - þetta er SKELFILEGT! Við Verðum að gera eitthvað. Gott að vita að ég er ekki einn í baráttunni.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 15.12.2007 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband