Stopp – ekki meiri sparnað!


Vaknið Íslendingar! Það er verið að eyðileggja heilbrigðiskerfið okkar. Við verðum að vakna til vitundar um þessa STAÐREYND! Menn liggja á göngum að bíða eftir hjartaþræðingu, menn bíða á BRÁÐADEILD í allt að fimm klukkustundir eftir að fá aðstoð. Ég las að taka ætti lækna úr sjúkrabifreiðum. Hlustaði á forstöðukonu heilsugæslu miðbæjarins um daginn í útvarpinu. Hún sagði að heilsugæsla miðbæjar ætti að þjónusta 13.500 manns en gæti með góðu móti þjónustað 6.000. Það vantaði að ráða fleiri lækna og það vantaði meira pláss.

Er ekki kominn tími til að við spyrjum okkur hvort stefna í heilbrigðismálum snúist um eðlilegt aðhald í rekstri eða hvort hreinlega sé verið að skera niður í þjónustunni? Er það eitthvað sem við viljum? Ég vil að Íslendingar hafi aðgang að fullkomnu og góðu heilbrigðiskerfi. Ég vil ekki kerfi þar sem allt er skorið við nögl.

Kerfið okkar var þannig að hægt var að segja að það væri eins gott og kostur var en nú er hreinlega ekki hægt að segja að svo sé. Í dag er hægt að segja að kerfið sé eins lélegt og hægt er að komast upp með. Það er svo vegna pólitískrar stefnu heilbrigðisyfirvalda. Ekki vegna þess að það skortir fé í ríkiskassann.


Ég skora á ykkur íslendingar – stöndum vörð um heilbrigðiskerfið! Krefjumst þess að hér sé eins gott heilbrigðiskerfi og völ er á, því það er ekki svo í dag.

Vaknið – bíðið ekki eftir því að þið þurfið á þjónustunni að halda til þess eins að uppgötva að þá sé hún ekki til staðar.


Þór Þórunnarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband