Ég er heiðingi - og stoltur af því.

Jæja, þá ætla ég að tjá mig aðeins um þessa kristniumræðu sem hefur verið í gangi undanfarið.


Best að byrja á að taka það fram að ég er ekki kristinn, einn af þeim fáu í mínum árgangi sem ekki fermdist. Ég lít frekar á mig sem heiðinn, þó ég tilheyri ekki neinni trú eða trúfélagi og mun aldrei gera líklega. Ástæðan fyrir því að ég segi mig vera heiðinn er ofureinfaldlega sú að orðið nær yfir flestalla sem ekki eru kristnir.

Þessi umræða sem hefur verið í gangi fjallar að miklum hluta um íslenska arfleið og menningu. Í mínum huga er kristni ekki íslensk, hvað þá heldur, norræn arfleið. Þessari trú var þröngvað upp á íslendinga á sínum tíma. Siðaskiptunum var síðan komið á, einnig, með utanaðkomandi þrýstingi og valdbeitingu. Kristni er ekki einu sinni evrópsk arfleið. Mín arfleið er hin heiðna og ég er stoltur af henni.

Sömuleiðis hafa menn talað mikið um siðferði í þessari umræðu.

Ég gef ekki mikið fyrir kristið siðferði. Menn einblína gjarna á það sem segir í nýja testamentinu í því sambandi en ákveða að “gleyma” því sem stendur í því gamla af því að það hentar ekki. Saga kirkjunnar fjallar síðan um allt annað en umburðalyndi og kærleik, óþarfi að fjölyrða mikið um það.

Það kemur e.t.v. að því að ég muni berjast fyrir því á opinberum vetvangi að ná fram aðskilnaði ríkis og kirkju; það finnst mér vera réttlætismál.

Þú sem ert kristinn haf þú þína trú en láttu okkur hin í friði. Börn okkar á skólaaldri eiga ekki að þurfa að sitja undir trúboði þínu og áróðri frekar en þín börn að sitja undir áróðri okkar. Þetta snýst um trúfrelsi. Í því felst frelsi til að trúa og að fá að vera í friði fyrir trúboði og trúarlegum áróðri.

Lifið heil og í friði.

 

Þór Þórunnarson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Þegar ég var í grunnskóla ÞURFTI ég að vera í kristnifræði eins og það þá hét. Síðan veit ég að þetta var kennt við trúarbragðakennslu en byggði engu að síður á kristni fyrst og fremst.

Þú segir fullyrðingu mína vera vanhugsaða og fulla af hroka og þú átt rétt á þeirri skoðun þinni. Ég verð nú samt að hafa þann rétt að senda þessa fullyrðingu beint til baka. Þú segir:" Trúfrelsi er í hávegum haft í landinu ...". Hvað er trúfrelsi? Það að eitt trúfélag (kallaðu það hina evangelísku lútersku kirkju) sem nýtur þess að vera ríkisstyrkt. Síðan geta einstaklingar bundnir öðrum trúfélögum farið fram á að tíund þeirra renni til síns trúfélags. Við utan þjóðkirkju og trúfélaga borgum síðan til Háskóla Íslands og rennur það að jöfnu til þess að mennta þjóna kirkjunnar þar.

Ég vil einfaldlega ekki að skattpeningar fari til kirkjunnar né neins annars trúfélags. Ég vil miklu frekar lækka skatta og síðan geta þeir einstaklingar sem aðhyllast hina og þessa trú ákveðið að styrkja þá sömu trú - þetta er í mínum huga trúfrelsi - ekki það ástand sem við búum við í dag. Þú getur síðan séð að í stjórnarkránni segir í sjötta kafla:

"Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda."

Hvernig samræmist þetta trúfrelsi?

Þú vilt viðhalda t.d. litlu jólunum og það vil ég líka, með jólasveinum og jólatrjám í kringum þann tíma sem sól tekur að hækka á lofti á nýjan leik. Þetta eru siðir og venjur sem eiga klárlega uppruna sinn í heiðni og er eitt af því sem ég er stoltur af. Talaðu ekki við mig um vanhugsun og hroka.

Það getur vel verið að tekið sé "tillit til" annarra trúfélaga, þó það nú væri, ég er bara ekki að tala um það . Ég er að tala um að  halda grunnskólamenntun á vegum hins opinbera algerlega aðskildu öllu trúartali hvaða nafni sem það nú annars nefnist - er það svona óeðlileg krafa þegar þú segir að hér ríki trúfrelsi?

Þú segir að  að dóttir þín hafi fermst og hafi sjálf valið það. Hún er þá líklega ein af þeim sárafáu sem ákveða að fermast af yfirlögðu ráði. Staðreyndin er hins vegar sú að flestir fermast  einfaldlega vegna þess að allir hinir gera það og vegna gjafanna sem því fylgir.

Að lokum, ef að skólinn er annað heimili barnanna er þá ekki eðlileg krafa að börnin fái þar að vera í friði fyrir trúarskoðunum fólks? 

Þór Ludwig Stiefel TORA, 1.12.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Að fagna endurkomu ljóssins, sprella með jólasveinum og dansa í kringum jólatré er ekki trúarsiður í mínum huga, hvorki heiðinn né kristinn. Margir siðir og venjur hafa skapast í samfélaginu sem jafnvel eiga uppruna sinn í einum eða öðrum trúarsiðnum en hefur með tíð og tíma misst alla trúarskírskotun. Þetta eru orðnir siðir samfélagsins eins og t.d. litlu-jólin. Það að börn taki þátt í litlum jólum, áramótum eða einhverju öðru ámóta er ekki trúarsiður - ekki blanda þessu saman; ekki leggja mér orð í munn - ég vil ekki að kristni eða nokkur önnur trúarbrögð séu kennd eða þeim haldið að börnum í skólanum. Ef að við ætlum að eiga saman orðræðu, sem ég fagna, þó að við séum á öndverðum meiði, þá þurfum við að reyna að hætta þessum hártogunum.

Það er þetta með þjóðkirkjuna - jú meirihlutinn "styður" þessa kirkju. Þú verður bara að viðurkenna að meirihlutinn "styður" hana af því að hún er ríkiskirkja. Það hefur í raun aldrei þurft að taka afstöðu. Gaman er að hugsa sér það tilfelli að kosið yrði um þetta. Hugsum okkur að fólk gæti valið milli: lútersku, kaþólsku, hvítasunnu, ásatrú, islam, búddisma, hinduisma, druidisma og hvað þetta allt saman heitir ásamt því að geta kosið um afstöðuleysi ríkisins gagnvart trúfélögum. Þetta gæfi fróðlega niðurstöðu - og einhvern veginn er ég ekki eins viss og þú um að hin evangelíska yrði með eins afgerandi meirihlutastuðning og þú ætlar.

Ég fagna því að þú, í það minnsta, vildir að ríkið styrkti öll trúfélög sem einhverja fulltrúa eiga í landinu - það er skref í rétta átt að raunverulegu trúfrelsi og jafnrétti í þeim málum - því miður er þetta ekki svona og mun líklega aldrei verða og því raunhæfara að stefna á að ríkið skipti sér ekki alls ekki af trúfélögum; það má heldur ekki gleyma okkur sem stöndum utan trúfélaga og við erum allmörg (að ekki sé minnst á hin fjölmörgu sem "hanga" innan kirkjunnar því þau hafa þessa -til hvers að breyta?- afstöðu sem er svo dæmigerð íslensk og, í rauninni bara þó nokkuð kósí).

Nei, þú hvorki særðir mig né móðgaðir með orðum þínum. Ég veit að orðaval þitt lýsir innri manni - sömuleiðis gerir afsökunarbeiðni þín. Persónulega finnst mér líka fínt að menn séu hugheitir gagnvart skoðunum sínum og velji jafnvel - ódýrar - leiðir í málflutningi sínum; okkur hættir flestum til þess í hita leiksins og sýnir bara að við viljum verja skoðanir okkar með kjafti og klóm, með öllum meðölum. 

Þór Ludwig Stiefel TORA, 2.12.2007 kl. 09:03

3 identicon

aðra eins vitleysu í trúmálum hef ég ekki heyrt ,þú ættir

að endurskoða hug þinn og tilveru  og komast að annari

niðurstöðu !  svavar

svavar sigurðsson (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 10:17

4 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Hvers konar heimskingja skrif eru þetta? HVAÐ er svona vitlaust og HVERS VEGNA í óskopunum ætti ég að ENDURSKOÐA hug minn og KOMAST að annarri niðurstöðu?

Kannski vegna þess að ég er ekki sammála þér? Væntanlega vegna þess að þín skoðun er sú rétta og örugglega hin eina rétta?

Svona komment eru fávitaleg - bara svo að þú vitir það - og endurspegla í raun hvers vegna ég og svo margir aðrir viljum ekki eintrengingshátt þinn og þinna trúbræðra og systra nálægt óhörðnuðum börnum eða tengdu einhverju sem er sameiginlegt okkur öllum. Þú ert í raunað segja:" Hugsaðu og trúðu eins og ég annars ertu VIT-LAUS og tilvera þín og hugur þarfnast?!? endurskoðunnar". Dæmigerður málflutningur og tilraun til skoðanayfirgangs dæmigerðs kristins fávita.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 2.12.2007 kl. 14:41

5 identicon

Góð grein, styð aðskilnað ríkis og kirkju.

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband